Lífið

Spila 24 sinnum á 24 dögum

keppnistúr Rokkararnir í Skálmöld eru á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu í haust.fréttablaðið/stefán
keppnistúr Rokkararnir í Skálmöld eru á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu í haust.fréttablaðið/stefán
„Þetta verða 24 tónleikar á 24 dögum í 24 borgum í ellefu löndum,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar.

Víkingarokksveitin kröftuga er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu í lok september ásamt Finntroll, Wintersun og fleiri kunnum sveitum úr sömu senu. „Þetta verður keppnistúr. Þetta verður ekkert frí,“ segir Björgvin. „Við fórum í litla tónleikaferð í sumar um Ísland og Færeyjar með Hamferð. Svo fórum við á Wacken-hátíðina í ágúst og í þriggja daga ferð til Svíþjóðar í byrjun desember en þetta er fyrsti alvöru túrinn,“ segir hann spenntur.

Tónleikaferðin kallast Heidenfest og er þetta þriðja árið í röð sem hún er farin. „Þessi ferð er skipulögð af fyrirtæki sem er með nokkur mini-festivöl á sínum snærum. Við þurfum voða lítið að gera nema að vera í rútunni þegar hún leggur af stað. Það er allt mjög „professional“ í kringum þetta.“ Flestir tónleikarnir verða í Þýskalandi og flestir verða þeir í höllum sem taka um 1.500 áhorfendur.

Plata Skálmaldar, Baldur, var nýverið gefin út erlendis og hefur hún undantekningalítið fengið góða dóma. Þar má nefna 7 af 10 mögulegum hjá hinu þekkta tímariti Metal Hammer og 4 af 5 á síðunni Metalcrypt.com. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.