Lífið

Bieber-sóttin herjar á Tómas

Jóhann Friðrik Ragnarsson og Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, hæstánægðir með nýju Bieber-ævisöguna.
fréttablaðið/gva
Jóhann Friðrik Ragnarsson og Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, hæstánægðir með nýju Bieber-ævisöguna. fréttablaðið/gva
„Það er löngu kominn tími á að menn prófi að gefa út bók um goðið,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu. Komin er út ævisaga popparans Justins Bieber, þýdd af Tómasi og samstarfsfólki hans hjá Sögum.

Fyrsta upplagið verður tvö þúsund eintök. „Ef hún gengur vel prentum við hana aftur,“ segir Tómas og er vongóður um að ungdómurinn á Íslandi eigi eftir að taka bókinni opnum örmum. „Bieber er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi. Maður hefur fylgst með því hvað krakkarnir eru að fíla hann rosalega vel.“

Til marks um vinsældir Biebers hér á landi ætla tæplega tvö þúsund manns að taka þátt í Bieber-göngunni 9. september. Hún verður farin til að þrýsta á að popparinn haldi tónleika hér. Einnig eru tæplega fimm þúsund skráðir á aðdáendasíðu hans á Facebook.

Tómas upplifði sannkallaðBieber-æði þegar hann fór í bíó með syni sínum og sá Bieber-myndina Never Say Never. „Stemningin var eins og á tónleikum og það kveikti áhuga minn. Þá sá maður hvað hann nær vel til krakkanna.“ Eftir að hafa kynnt sér Bieber nánar á netinu varð ekki aftur snúið og er Tómas núna kominn með snert af hinni mjög svo smitandi Bieber-sótt. „Maður fór bara á Youtube og ýtti á play. Ég er búinn að hlusta á öll lögin hans og ég er að verða Bieber-aðdáandi. Fyrst var ég með fordóma eins og foreldrarnir voru þegar þeir hlustuðu fyrst á Bítlana. Núna er það bara Maggi Eiríks og Bieber hjá mér,“ segir hann og hlær.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.