Natalie Portman er sögð eiga í viðræðum um að leika í sinni fyrstu kvikmynd síðan hún eignaðist son sinn, Aleph, í júní. Hin þrítuga leikkona er að íhuga að leika aðalhlutverkið í dramanu Adaline.
Myndin fjallar um konu sem kemst að því að hún getur lifað að eilífu eftir að hafa lent í slysi. Þegar hún hittir mann og verður ástfangin þarf hún að ákveða hvort hún vilji verða dauðleg á nýjan leik. Portman vann Óskarinn fyrr á árinu fyrir frammistöðu sína í Black Swan. Við tökur á myndinni kynntist hún unnusta sínum, Benjamin Millepied.

