Lífið

O’Connor á Airwaves

til íslands Írska söngkonan Sinéad O’Connor kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.nordicphotos/getty
til íslands Írska söngkonan Sinéad O’Connor kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.nordicphotos/getty
Írska söngkonan Sinéad O’Connor kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves um miðjan október. Hún öðlaðist heimsfrægð árið 1990 þegar hún söng eigin útgáfu af lagi Prince, Nothing Compares 2 U. O’Connor vakti fyrst athygli 1987 fyrir sólóplötuna The Lion and the Cobra. Hún hefur á ferli sínum gefið út níu hljóðversplötur og heitir sú nýjasta Home. Hin 44 ára O’Connor hefur stundum verið umdeild, meðal annars vegna trúarskoðana sinna. Síðast vakti hún athygli fyrir að óska eftir karlmanni á bloggsíðu sinni sem væri „nógu blindur til að halda að ég sé stórglæsileg“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×