Lífið

Nýtt lag eftir sjö ára hlé

Nýja lagið frá Búdrýgindum nefnist Maðkur í mysunni.
fréttablaðið/anton
Nýja lagið frá Búdrýgindum nefnist Maðkur í mysunni. fréttablaðið/anton
Búdrýgindi hefur gefið út nýtt lag sem heitir Maðkur í mysunni. Þetta er fyrsta lagið sem hljómsveitin gefur út síðan 2004 og er sagt fjalla um siðaskiptin síðari á Íslandi. Búdrýgindi, sem vann Músíktilraunir 2002, ætlar að fylgja laginu eftir með fríum tónleikum á Faktorý hinn 3. september. Sveitin á nóg af nýju efni á lager og hugsanlega kemur út ný plata á næsta ári. Hægt er að fylgjast með hljómsveitinni á facebook-soundcloud-youtube.com/budrygindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.