Lífið

Urban Outfitters myndar á Íslandi

Á íslandi Það verður íslenskur bragur á jólabæklingi Urban Outfitters í ár og er verið að mynda þessa dagana á Íslandi. 
nordicphoto/getty
Á íslandi Það verður íslenskur bragur á jólabæklingi Urban Outfitters í ár og er verið að mynda þessa dagana á Íslandi. nordicphoto/getty
„Þau eru alveg heilluð af Íslandi og í skýjunum enda er búið að ganga mjög vel,“ segir Tanja Berglind Hallvarðsdóttir, framleiðandi hjá True North.

Tanja heldur utan um tökur bandarísku verslanakeðjunnar Urban Outfitters en tökulið frá henni er statt hér á landi til að mynda fatnað fyrir jólabækling fyrirtækisins. Gullfoss og Geysir, Reykjavíkurborg, Bláa lónið, íslenski hesturinn og Dyrhólaey eru meðal þess sem hefur leikið stórt hlutverk í myndatökunum en sextán manns eru hér á vegum keðjunnar.

Urban Outfitters er rótgróin bandarísk verslanakeðja en fyrsta búðin var opnuð árið 1970. Búðirnar eru frægar fyrir að fylgjast vel með tískustraumum og bjóða upp á gott úrval af flottum fatnaði og skemmtilegum húsbúnaði.

„Það er fullt af fallegum fötum hérna,“ segir Tanja en Ísland hefur svo sannarlega skartað sínu fegursta í blíðskaparveðri undanfarna daga.

Fleiri bandarískar verslanakeðjur hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn upp á síðkastið en fataframleiðandinn Macy"s var hér á landi fyrir stuttu við tökur en True North vann líka fyrir það fyrirtæki. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.