Græn skattalækkun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. ágúst 2011 11:00 Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um að árið 2020 komi tíu prósent allrar orku sem notuð er í samgöngum á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er gott markmið og nauðsynlegt. Talsvert er til vinnandi að gera Ísland minna háð olíu, sem sífellt hækkar í verði. Orkuskiptin geta eflt nýsköpun og atvinnu og síðast en ekki sízt eru þau nauðsynleg til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Eins og rakið hefur verið í fréttaskýringum í Fréttablaðinu undanfarna daga erum við Íslendingar, sem stærum okkur þó af því að vera í fararbroddi í nýtingu endurnýjanlegrar orku, umhverfissóðar í samgöngum. Hér er hlutfallslega einn stærsti einkabílafloti í heimi, hlutfall eldsneytisfrekra bíla er hátt og þrátt fyrir að meðaltalslosun gróðurhúsalofttegunda á bíl hafi farið minnkandi hefur heildarlosunin aukizt vegna fleiri bíla. Að hluta til er hægt að ná markmiðum um umhverfisvænni bílaumferð með því að efla almenningssamgöngur. Hins vegar er fullkomlega óraunhæft að ætla annað en að einkabíllinn leiki áfram stórt hlutverk í samgöngum á Íslandi. Þar spila veðurfar og staðhættir meðal annars inn í. Þess vegna þarf að finna leiðir til að gera einkabílaflotann umhverfisvænni. Eigi fólk að fást til að kaupa sér bíl sem gengur fyrir öðrum orkugjafa en sá sem fyrir er, þarf það að hafa til þess einhvern fjárhagslegan hvata. Sjálfsagt eru einhverjir hugsjónamenn sem kaupa sér rafmagns- eða vetnisbíl í þágu umhverfisins, en flestir munu þó láta budduna ráða. Það þarf því að finna leiðir til að gera bæði bílana og notkun þeirra ódýrari en hefðbundna benzínbíla. Ríkisstjórnin vill „þróa skattaumhverfið" til að það hvetji bæði neytendur og fyrirtæki til orkuskipta. Þó bendir fátt til þess, enn sem komið er, að hún sé reiðubúin að stíga einhver skref sem máli skipta til að lækka skatta á umhverfisvænum bílum og eldsneyti. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að upphafleg markmið um að dísilolía yrði ódýrari en benzín, enda bæði notadrýgri og umhverfisvænni í bílvélum, hefur ríkisstjórnin ekki gert neitt til að gera dísilinn ódýrari og stuðla þannig að fjölgun dísilbíla. Sama á við um hugmyndir um að lækka aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt af umhverfisvænum bílum til að stuðla að endurnýjun bílaflotans (sem er reyndar ekki bara umhverfismál, heldur líka öryggismál). Afleiðingin er sú að fáir kaupa sér nýja bíla og ríkið græðir þá ekki neitt á því að nýir bílar seljist, í stað þess að græða aðeins minna en ella. Ástæðan fyrir þessari tregðu til að lækka skatta í þágu umhverfisins er sjálfsagt sú sem Sverrir Viðar Hauksson, verkefnisstjóri Grænu orkunnar, nefndi hér í blaðinu; samgöngum er ætlað að skila óheyrilega miklu í ríkiskassann og enn hefur verið hert á skattpíningu bíleigenda á seinni árum. Vinstri græn fögnuðu því á flokksráðsfundi sínum um helgina að betur gengi að skattpína þjóðina og lögðu til að því yrði haldið áfram. Það er sjálfsagt í anda vinstristefnu flokksins. Ætli flokkurinn, sem fer með bæði fjármálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið, átti sig ekki á því að til að ná fram grænu stefnunni sem hann kennir sig líka við geti þurft að lækka skatta á umhverfisvænum bílum og eldsneyti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um að árið 2020 komi tíu prósent allrar orku sem notuð er í samgöngum á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er gott markmið og nauðsynlegt. Talsvert er til vinnandi að gera Ísland minna háð olíu, sem sífellt hækkar í verði. Orkuskiptin geta eflt nýsköpun og atvinnu og síðast en ekki sízt eru þau nauðsynleg til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Eins og rakið hefur verið í fréttaskýringum í Fréttablaðinu undanfarna daga erum við Íslendingar, sem stærum okkur þó af því að vera í fararbroddi í nýtingu endurnýjanlegrar orku, umhverfissóðar í samgöngum. Hér er hlutfallslega einn stærsti einkabílafloti í heimi, hlutfall eldsneytisfrekra bíla er hátt og þrátt fyrir að meðaltalslosun gróðurhúsalofttegunda á bíl hafi farið minnkandi hefur heildarlosunin aukizt vegna fleiri bíla. Að hluta til er hægt að ná markmiðum um umhverfisvænni bílaumferð með því að efla almenningssamgöngur. Hins vegar er fullkomlega óraunhæft að ætla annað en að einkabíllinn leiki áfram stórt hlutverk í samgöngum á Íslandi. Þar spila veðurfar og staðhættir meðal annars inn í. Þess vegna þarf að finna leiðir til að gera einkabílaflotann umhverfisvænni. Eigi fólk að fást til að kaupa sér bíl sem gengur fyrir öðrum orkugjafa en sá sem fyrir er, þarf það að hafa til þess einhvern fjárhagslegan hvata. Sjálfsagt eru einhverjir hugsjónamenn sem kaupa sér rafmagns- eða vetnisbíl í þágu umhverfisins, en flestir munu þó láta budduna ráða. Það þarf því að finna leiðir til að gera bæði bílana og notkun þeirra ódýrari en hefðbundna benzínbíla. Ríkisstjórnin vill „þróa skattaumhverfið" til að það hvetji bæði neytendur og fyrirtæki til orkuskipta. Þó bendir fátt til þess, enn sem komið er, að hún sé reiðubúin að stíga einhver skref sem máli skipta til að lækka skatta á umhverfisvænum bílum og eldsneyti. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að upphafleg markmið um að dísilolía yrði ódýrari en benzín, enda bæði notadrýgri og umhverfisvænni í bílvélum, hefur ríkisstjórnin ekki gert neitt til að gera dísilinn ódýrari og stuðla þannig að fjölgun dísilbíla. Sama á við um hugmyndir um að lækka aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt af umhverfisvænum bílum til að stuðla að endurnýjun bílaflotans (sem er reyndar ekki bara umhverfismál, heldur líka öryggismál). Afleiðingin er sú að fáir kaupa sér nýja bíla og ríkið græðir þá ekki neitt á því að nýir bílar seljist, í stað þess að græða aðeins minna en ella. Ástæðan fyrir þessari tregðu til að lækka skatta í þágu umhverfisins er sjálfsagt sú sem Sverrir Viðar Hauksson, verkefnisstjóri Grænu orkunnar, nefndi hér í blaðinu; samgöngum er ætlað að skila óheyrilega miklu í ríkiskassann og enn hefur verið hert á skattpíningu bíleigenda á seinni árum. Vinstri græn fögnuðu því á flokksráðsfundi sínum um helgina að betur gengi að skattpína þjóðina og lögðu til að því yrði haldið áfram. Það er sjálfsagt í anda vinstristefnu flokksins. Ætli flokkurinn, sem fer með bæði fjármálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið, átti sig ekki á því að til að ná fram grænu stefnunni sem hann kennir sig líka við geti þurft að lækka skatta á umhverfisvænum bílum og eldsneyti?
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun