Kerfið þegir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. ágúst 2011 06:00 Maður hefur svolítið verið að bíða eftir því að meiri og minni spámenn tjáðu sig um frumvarp stjórnlagaráðsins að nýrri stjórnarskrá. Kannski eru allir enn að hugsa. Allir stjórnmálafræðingarnir, heimspekingarnir, stjórnmálamennirnir, háskólamennirnir, já og lögfræðingarnir sem alltaf eru að fella úrskurði sína í fréttatímunum… Kerfið þegir. Það kunna að vera varnarviðbrögð, rétt eins og þegar kerfismenn reyndu á sínum tíma að koma með öllum ráðum í veg fyrir að Stjórnlagaþing yrði haldið, og virtist um hríð ætla að takast að ónýta málið í Njálustíl; ryðja dóminn með tilvísun til þykktar og hæðar á þili milli bása. Það tókst ekki. Og það sem meira er: það fólk sem valdist til starfa á stjórnlagaþing og endaði í nokkuð löskuðu stjórnlagaráði hefur vakið athygli og almenna aðdáun fyrir það hvernig því tókst að vinna saman, tala saman og þoka landinu okkar áfram í lýðræðisátt, þótt við ramman reip sé að draga og voldug öfl vinni gegn því. Kjörsókn var vissulega léleg, vegna þess að margir trúa því enn að lýðræðið sé tómt vesen og vitleysa. Það má þó heita merkilegt hversu mikill þverskurður þjóðarinnar valdist til þess að setja okkur stjórnarskrá, hversu vel valdir fulltrúar þetta reyndust vera. Þarna voru læknar og heimspekingar, stærðfræðiséní og álitsgjafar, háskólamenn, alþýðufólk, bændur og verkalýðsfrömuðir, leikstjórar, lögfræðingar, fjölmiðlafólk, frægir og ófrægir, karlar og konur, búsáhaldabyltingarhetjur og hvunndagshetjur, vinstri, hægri, mið og pólitísk viðrini, grínistar, nöldrarar, ungir, gamlir… Eiginlega allir, nema kannski fulltrúar þeirra sem hafa stjórnað landinu undanfarna áratugi; fulltrúar kerfisins. Sem þegir. Orðlausir af hrifningu?Sem sagt, þetta ólíka fólk gat sest niður og rætt saman um það hvernig samfélag við viljum hafa hér, hver réttindi borgaranna eigi að vera, hvernig stjórnskipun skuli háttað. Þegar við eftirlátum ekki lengur eintómum hagsmunagæslumönnum og valdapoturum að stjórna landinu þá deilum við nefnilega furðu mikið ákveðnum grundvallarhugmyndum um rétt og rangt, verðmæti og leikreglur, þrátt fyrir allt. En kerfið þegir. Er það vegna þess að þetta þyki almennt svona góðar tillögur? Kannski. Önnur og öllu sennilegri skýring er þó ef til vill sú að ekki standi til að gera neitt með þetta. Það eigi bara að stinga þessu niður í skúffu eins og hverju öðru velmeintu orðagjálfri. Það hefur flogið fyrir að núverandi forseti Alþingis ætli málinu aðeins einn dag í umræðu á alþingi og svo standi til að vísa því til nefndar sem enn hefur að vísu ekki verið skipuð – og þar með er stjórnarskrámálið á ný í höndum flokkanna á alþingi sem geta hummað það fram af sér næstu öldina eða svo. Þar hafa menn nánast gert það að listgrein að ná ekki niðurstöðu í stjórnarskrármálið. Öll völd í hendur… forsetanum?Því að þessi nýju drög að stjórnarskrá eru nefnilega hljóðlát bylting. Þau geyma atlögu að flokksræðinu íslenska sem við höfum þekkt og búið við alla okkar fullveldistíð. Verði þau að lögum verður vald þingsins aukið stórlega á kostnað valds ráðherra: og veitir ekki af því að stugga við ráðherraræðinu sem valdið hefur lýðveldinu ómældum skaða á umliðnum áratugum með gerræði, dellu og klíkuráðningum. Samkvæmt frumvarpinu yrði til dæmis óhugsandi að ráðherra geti látið eins og einræðisherra í sínum málaflokki og hundsað vilja þingsins eins og nú tíðkast til að mynda hjá landbúnaðarráðherra. Raunar virðast ráðherrar (sem ekki mega vera þingmenn) ekki einu sinni fá að taka til máls úr ræðustól þingsins nema eftir því sé leitað sérstaklega. Forseti fær aukið hlutverk á ýmsum sviðum, kemur meira að mannaráðningum en nú er, skipun dómara og ráðningu æðstu embættismanna, synjunar- eða áfrýjunarvald hans er áréttað og hlutverk hans í stjórnarmyndun gert afdráttarlausara en nú er. Og ekki nóg með það: Eftir að hafa ráðfært sig við þingmenn og þingflokka – vel að merkja ekki flokksformenn – „gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra“ eins og segir í 90. grein frumvarpsins. Og svo velur forsætisráðherrann sér ráðherra. Og þingið þarf að samþykkja. Þarna virðist forsetinn óneitanlega orðinn býsna valdamikill. Hann gæti þess vegna gert tillögu um einhvern utan þings og þarf ekki frekar en hann vill að fara að vilja flokkanna. Það verður spennandi að fylgjast með stjórnarmyndunum. En byltingin er ekki síst þessi: Í 39. grein segir: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.“ Þetta er róttæk hugmynd. Verði hún að veruleika verða afleiðingarnar margvíslegar. Fulltrúar fámennra stétta sem bundnar eru við tiltekna landshluta munu eiga erfiðara með að standa í vegi fyrir umbótum í þjóðarhag. Alþingismenn verða síður gæslumenn tiltekinna þröngra hagsmuna og héraðssjónarmiða – skuldbundnir fámennum kjósendahópi – en starfa fremur í þjóðarhag í víðasta skilningi. Það kerfi sem hér hefur verið við lýði, þar sem valdir fulltrúar eru við kjötkatlana og útdeila þaðan gæðum gegnum flokkakerfið, burtséð frá verðleikum, gæti horfið og heilbrigðari forsendur ráðið þegar ákvarðanir eru teknar. Í heild er bálkurinn merkilegt skref og verðskuldar mikla og góða kynningu og almenna umræðu í samfélaginu: og í ljósi þess mikla áhuga sem ríkisstjórnin hafði á því að koma þessari vinnu af stað er undarlegt hvað hún virðist fálát um afraksturinn. Eða kannski ekki. Kerfið þegir. Og þegir og þumbast. Og skipar nefnd. Sem þegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun
Maður hefur svolítið verið að bíða eftir því að meiri og minni spámenn tjáðu sig um frumvarp stjórnlagaráðsins að nýrri stjórnarskrá. Kannski eru allir enn að hugsa. Allir stjórnmálafræðingarnir, heimspekingarnir, stjórnmálamennirnir, háskólamennirnir, já og lögfræðingarnir sem alltaf eru að fella úrskurði sína í fréttatímunum… Kerfið þegir. Það kunna að vera varnarviðbrögð, rétt eins og þegar kerfismenn reyndu á sínum tíma að koma með öllum ráðum í veg fyrir að Stjórnlagaþing yrði haldið, og virtist um hríð ætla að takast að ónýta málið í Njálustíl; ryðja dóminn með tilvísun til þykktar og hæðar á þili milli bása. Það tókst ekki. Og það sem meira er: það fólk sem valdist til starfa á stjórnlagaþing og endaði í nokkuð löskuðu stjórnlagaráði hefur vakið athygli og almenna aðdáun fyrir það hvernig því tókst að vinna saman, tala saman og þoka landinu okkar áfram í lýðræðisátt, þótt við ramman reip sé að draga og voldug öfl vinni gegn því. Kjörsókn var vissulega léleg, vegna þess að margir trúa því enn að lýðræðið sé tómt vesen og vitleysa. Það má þó heita merkilegt hversu mikill þverskurður þjóðarinnar valdist til þess að setja okkur stjórnarskrá, hversu vel valdir fulltrúar þetta reyndust vera. Þarna voru læknar og heimspekingar, stærðfræðiséní og álitsgjafar, háskólamenn, alþýðufólk, bændur og verkalýðsfrömuðir, leikstjórar, lögfræðingar, fjölmiðlafólk, frægir og ófrægir, karlar og konur, búsáhaldabyltingarhetjur og hvunndagshetjur, vinstri, hægri, mið og pólitísk viðrini, grínistar, nöldrarar, ungir, gamlir… Eiginlega allir, nema kannski fulltrúar þeirra sem hafa stjórnað landinu undanfarna áratugi; fulltrúar kerfisins. Sem þegir. Orðlausir af hrifningu?Sem sagt, þetta ólíka fólk gat sest niður og rætt saman um það hvernig samfélag við viljum hafa hér, hver réttindi borgaranna eigi að vera, hvernig stjórnskipun skuli háttað. Þegar við eftirlátum ekki lengur eintómum hagsmunagæslumönnum og valdapoturum að stjórna landinu þá deilum við nefnilega furðu mikið ákveðnum grundvallarhugmyndum um rétt og rangt, verðmæti og leikreglur, þrátt fyrir allt. En kerfið þegir. Er það vegna þess að þetta þyki almennt svona góðar tillögur? Kannski. Önnur og öllu sennilegri skýring er þó ef til vill sú að ekki standi til að gera neitt með þetta. Það eigi bara að stinga þessu niður í skúffu eins og hverju öðru velmeintu orðagjálfri. Það hefur flogið fyrir að núverandi forseti Alþingis ætli málinu aðeins einn dag í umræðu á alþingi og svo standi til að vísa því til nefndar sem enn hefur að vísu ekki verið skipuð – og þar með er stjórnarskrámálið á ný í höndum flokkanna á alþingi sem geta hummað það fram af sér næstu öldina eða svo. Þar hafa menn nánast gert það að listgrein að ná ekki niðurstöðu í stjórnarskrármálið. Öll völd í hendur… forsetanum?Því að þessi nýju drög að stjórnarskrá eru nefnilega hljóðlát bylting. Þau geyma atlögu að flokksræðinu íslenska sem við höfum þekkt og búið við alla okkar fullveldistíð. Verði þau að lögum verður vald þingsins aukið stórlega á kostnað valds ráðherra: og veitir ekki af því að stugga við ráðherraræðinu sem valdið hefur lýðveldinu ómældum skaða á umliðnum áratugum með gerræði, dellu og klíkuráðningum. Samkvæmt frumvarpinu yrði til dæmis óhugsandi að ráðherra geti látið eins og einræðisherra í sínum málaflokki og hundsað vilja þingsins eins og nú tíðkast til að mynda hjá landbúnaðarráðherra. Raunar virðast ráðherrar (sem ekki mega vera þingmenn) ekki einu sinni fá að taka til máls úr ræðustól þingsins nema eftir því sé leitað sérstaklega. Forseti fær aukið hlutverk á ýmsum sviðum, kemur meira að mannaráðningum en nú er, skipun dómara og ráðningu æðstu embættismanna, synjunar- eða áfrýjunarvald hans er áréttað og hlutverk hans í stjórnarmyndun gert afdráttarlausara en nú er. Og ekki nóg með það: Eftir að hafa ráðfært sig við þingmenn og þingflokka – vel að merkja ekki flokksformenn – „gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra“ eins og segir í 90. grein frumvarpsins. Og svo velur forsætisráðherrann sér ráðherra. Og þingið þarf að samþykkja. Þarna virðist forsetinn óneitanlega orðinn býsna valdamikill. Hann gæti þess vegna gert tillögu um einhvern utan þings og þarf ekki frekar en hann vill að fara að vilja flokkanna. Það verður spennandi að fylgjast með stjórnarmyndunum. En byltingin er ekki síst þessi: Í 39. grein segir: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.“ Þetta er róttæk hugmynd. Verði hún að veruleika verða afleiðingarnar margvíslegar. Fulltrúar fámennra stétta sem bundnar eru við tiltekna landshluta munu eiga erfiðara með að standa í vegi fyrir umbótum í þjóðarhag. Alþingismenn verða síður gæslumenn tiltekinna þröngra hagsmuna og héraðssjónarmiða – skuldbundnir fámennum kjósendahópi – en starfa fremur í þjóðarhag í víðasta skilningi. Það kerfi sem hér hefur verið við lýði, þar sem valdir fulltrúar eru við kjötkatlana og útdeila þaðan gæðum gegnum flokkakerfið, burtséð frá verðleikum, gæti horfið og heilbrigðari forsendur ráðið þegar ákvarðanir eru teknar. Í heild er bálkurinn merkilegt skref og verðskuldar mikla og góða kynningu og almenna umræðu í samfélaginu: og í ljósi þess mikla áhuga sem ríkisstjórnin hafði á því að koma þessari vinnu af stað er undarlegt hvað hún virðist fálát um afraksturinn. Eða kannski ekki. Kerfið þegir. Og þegir og þumbast. Og skipar nefnd. Sem þegir.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun