Bjóða fjölbreyttari tíma 30. ágúst 2011 11:00 Hafsteinn Daníelsson og Hilmar Gunnarsson blanda saman æfingum og búa til fjölbreyttari tíma í Veggsporti. Mynd/GVA „Cross Bells er ein af þeim nýjungum sem við bjóðum upp á núna en það er blanda af CrossFit og ketilbjöllum," segir Hafsteinn Daníelsson, annar eigenda Veggsports. Cross Bells-tímarnir verða kenndir í hádeginu og aftur seinnipartinn þriðjudaga og fimmtudaga og klukkan 10 á laugardögum. „Ketilbjöllur eru upprunalega rússneskt æfingaform þar sem notaðar eru þungar bjöllur og allir stærstu vöðvar líkamans þjálfaðir samtímis, en CrossFit er alhliða hreyfing. Það er skemmtileg tilbreyting að blanda þessu saman," segir Hafsteinn, sem einnig hefur blandað styrktaræfingum inn í spinning-tímana í Veggsport til að auka fjölbreytni. „Þetta eru mjög vinsælir tímar því þótt það sé gaman að hjóla er tilbreyting að hafa æfingar með. Hjólað er í fjörutíu mínútur áður en hópurinn færir sig inn í sal og gerir styrktaræfingar fyrir maga, rass, læri og bak og armbeygjur. Við blöndum þannig saman styrk og brennslu. Skvassið er þó alltaf vinsælast hjá okkur, en við erum stærstir í því. Fólk kemur beint inn og spilar en við lánum fólki spaða og bolta. Skvass geta allir spilað, konur og karlar, unglingar og hjón," segir Hafsteinn og vill að lokum benda á heimasíðu stöðvarinnar, www.veggsport.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna um tíma og æfingakerfi. Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Cross Bells er ein af þeim nýjungum sem við bjóðum upp á núna en það er blanda af CrossFit og ketilbjöllum," segir Hafsteinn Daníelsson, annar eigenda Veggsports. Cross Bells-tímarnir verða kenndir í hádeginu og aftur seinnipartinn þriðjudaga og fimmtudaga og klukkan 10 á laugardögum. „Ketilbjöllur eru upprunalega rússneskt æfingaform þar sem notaðar eru þungar bjöllur og allir stærstu vöðvar líkamans þjálfaðir samtímis, en CrossFit er alhliða hreyfing. Það er skemmtileg tilbreyting að blanda þessu saman," segir Hafsteinn, sem einnig hefur blandað styrktaræfingum inn í spinning-tímana í Veggsport til að auka fjölbreytni. „Þetta eru mjög vinsælir tímar því þótt það sé gaman að hjóla er tilbreyting að hafa æfingar með. Hjólað er í fjörutíu mínútur áður en hópurinn færir sig inn í sal og gerir styrktaræfingar fyrir maga, rass, læri og bak og armbeygjur. Við blöndum þannig saman styrk og brennslu. Skvassið er þó alltaf vinsælast hjá okkur, en við erum stærstir í því. Fólk kemur beint inn og spilar en við lánum fólki spaða og bolta. Skvass geta allir spilað, konur og karlar, unglingar og hjón," segir Hafsteinn og vill að lokum benda á heimasíðu stöðvarinnar, www.veggsport.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna um tíma og æfingakerfi.
Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira