Fegurð einfaldleikans Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. ágúst 2011 07:00 Þegar indverski hugsuðurinn og baráttukonan Vandana Shiva kynnir sig segir hún frá veganestinu sem foreldrar hennar sendu hana með út í lífið og felst í að vera meðvituð um fegurð einfaldleikans. Þannig leggur baráttukonan áherslu á að verkefni nútímamannsins sé að tengja að nýju það sem í samfélagi nútímans hefur verið slitið í sundur og þar með glatað merkingu sinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún fjármálakerfi sem öðlast hefur sjálfstætt líf óháð þeim fjölmörgu þáttum sem eru því þó nauðsynlegir til að viðhalda sér. Mikilvægast er að mati Vandönu að tengja að nýju mann og náttúru því milli manns og náttúru hafi alvarlegasti aðskilnaðurinn átt sér stað. Baráttan fyrir sjálfbærri þróun og líffræðilegum fjölbreytileika, lýðræði, mannréttindum, réttindum kvenna og síðast en ekki síst gegn framgangi erfðabreyttra matvæla hefur orðið ævistarf Vandönu Shiva. Hún vill hverfa frá verksmiðjubúskap þar sem bændurnir sjálfir missa völd og verða háðir alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hún vill hverfa frá einhæfri framleiðslu með áherslu á magn, búskap sem byggir á eiturefnanotkun og margfalt meiri vatnsnotkun en þarf þegar unnið er í anda hefðbundinna fjölbreytilegra búskaparhátta. Hún leggur þannig áherslu á að rækta og viðhalda fjölbreytileikanum í landbúnaði og matvælaframleiðslu og lítur ekki á það sem munað heldur beinlínis forsendu þess að maðurinn lifi af. Stærsta verkefnið í heiminum á næstu árum og áratugum er að fæða sífellt fleira fólk. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að mennirnir fari betur með gæði náttúrunnar en þeir hafa gert á umliðnum árum með því að auka fjölbreytileikann og efla lífrænan landbúnað. Vandana bendir á að vegna þess hversu óspillt Ísland sé þá eigi landið möguleika á að vera í fararbroddi í lífrænni framleiðslu. Henni finnst því að íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á lífræna framleiðslu og styðja við hana. Hún bendir á að með því að hefja góðan og hollan mat til vegs og virðingar og með því að sýna fram á að matur sem framleiddur er samkvæmt gildum líffræðilegs fjölbreytileika er betri matur en sá sem er framleiddur úr erfðabreyttum hráefnum þá ætti leiðin í átt til sjálfbærni og fjölbreytileika að verða greið. Hvernig sem litið er á málin og hversu þróuð sem ríki teljast þá er málið í raun svo einfalt að maðurinn lifir á jörðinni. Forsenda þess að svo megi vera áfram hlýtur að vera friðsamleg sambúð manns og náttúru; að þeir milljarðar manna sem nú eru á dögum skili ekki jörðinni verr búinni til að sjá fyrir enn fleira fólki eftir 100 ár eða 1.000 ár. Til þess að svo megi verða liggur í augum uppi að sú umgengni við gæði jarðar sem nú tíðkast verður að breytast. Mennirnir geta ekki haldið áfram að menga jörð, vatn og loft eins og þeir hafa gert síðustu áratugina. Einfaldleikinn er þannig ekki bara fagur heldur beinlínis lykillinn að því að líf þrífist áfram á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór
Þegar indverski hugsuðurinn og baráttukonan Vandana Shiva kynnir sig segir hún frá veganestinu sem foreldrar hennar sendu hana með út í lífið og felst í að vera meðvituð um fegurð einfaldleikans. Þannig leggur baráttukonan áherslu á að verkefni nútímamannsins sé að tengja að nýju það sem í samfélagi nútímans hefur verið slitið í sundur og þar með glatað merkingu sinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún fjármálakerfi sem öðlast hefur sjálfstætt líf óháð þeim fjölmörgu þáttum sem eru því þó nauðsynlegir til að viðhalda sér. Mikilvægast er að mati Vandönu að tengja að nýju mann og náttúru því milli manns og náttúru hafi alvarlegasti aðskilnaðurinn átt sér stað. Baráttan fyrir sjálfbærri þróun og líffræðilegum fjölbreytileika, lýðræði, mannréttindum, réttindum kvenna og síðast en ekki síst gegn framgangi erfðabreyttra matvæla hefur orðið ævistarf Vandönu Shiva. Hún vill hverfa frá verksmiðjubúskap þar sem bændurnir sjálfir missa völd og verða háðir alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hún vill hverfa frá einhæfri framleiðslu með áherslu á magn, búskap sem byggir á eiturefnanotkun og margfalt meiri vatnsnotkun en þarf þegar unnið er í anda hefðbundinna fjölbreytilegra búskaparhátta. Hún leggur þannig áherslu á að rækta og viðhalda fjölbreytileikanum í landbúnaði og matvælaframleiðslu og lítur ekki á það sem munað heldur beinlínis forsendu þess að maðurinn lifi af. Stærsta verkefnið í heiminum á næstu árum og áratugum er að fæða sífellt fleira fólk. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að mennirnir fari betur með gæði náttúrunnar en þeir hafa gert á umliðnum árum með því að auka fjölbreytileikann og efla lífrænan landbúnað. Vandana bendir á að vegna þess hversu óspillt Ísland sé þá eigi landið möguleika á að vera í fararbroddi í lífrænni framleiðslu. Henni finnst því að íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á lífræna framleiðslu og styðja við hana. Hún bendir á að með því að hefja góðan og hollan mat til vegs og virðingar og með því að sýna fram á að matur sem framleiddur er samkvæmt gildum líffræðilegs fjölbreytileika er betri matur en sá sem er framleiddur úr erfðabreyttum hráefnum þá ætti leiðin í átt til sjálfbærni og fjölbreytileika að verða greið. Hvernig sem litið er á málin og hversu þróuð sem ríki teljast þá er málið í raun svo einfalt að maðurinn lifir á jörðinni. Forsenda þess að svo megi vera áfram hlýtur að vera friðsamleg sambúð manns og náttúru; að þeir milljarðar manna sem nú eru á dögum skili ekki jörðinni verr búinni til að sjá fyrir enn fleira fólki eftir 100 ár eða 1.000 ár. Til þess að svo megi verða liggur í augum uppi að sú umgengni við gæði jarðar sem nú tíðkast verður að breytast. Mennirnir geta ekki haldið áfram að menga jörð, vatn og loft eins og þeir hafa gert síðustu áratugina. Einfaldleikinn er þannig ekki bara fagur heldur beinlínis lykillinn að því að líf þrífist áfram á jörðinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun