Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Trausti Hafliðason skrifar 8. september 2011 07:00 Nils í Hafralónsá. Þennan 104 sentímetra hæng veiddi Nils Jörgensen í Hafralónsá. Laxinn tók flugu sem hann hannaði og hnýtti sjálfur. Nils Jörgensen er þegar búinn að veiða fjóra ríflega 20 punda laxa í sumar. Stærsta laxinn veiddi hann í Vatnsdalsá í fyrradag en hann mældist 108 sentímetrar. Galdurinn í haustveiðinni er að nota nýjar flugur. Daninn Nils Jörgensen veiddi 108 sentímetra lax í Hólakvörn í Vatnsdalsá í fyrradag. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta stærsti lax sumarsins. Fréttir bárust reyndar af því fyrr í sumar að veiðst hefði 116 sentímetra lax í Kjarrá en engin mynd hefur verið birt af þeim stórlaxi og þar með engin sönnun fyrir stærð hans. „Laxinn tók nýja flugu sem ég hef ekki enn gefið nafn – þetta var míkrótúba" segir Nils, sem hnýtir sjálfur sínar flugur. „Ég hugsa að ég hafi verið með hann á í svona 25 mínútur. Þetta var ekki leginn og ljótur fiskur heldur silfurbjartur og fallegur hængur. Hann var samt ekki lúsugur. Ég sleppti honum að sjálfsögðu eftir að ég hafði tekið mynd af honum."Stórlaxinn úr Vatnsdalsá. Laxinn er gríðarlega fallegur og sver. Reyndar segist Nils aldrei hafa veitt jafn þykkan lax á ævinni. Myndin var tekin og laxinum sleppt.Stórlaxinn sem Nils fékk í Vatnsdalsánni var alls ekki fyrsti stórlax sumarsins hjáhonum. „Þetta hefur verið frábært sumar. Ég veiddi tvo stóra í Laxá í Aðaldal fyrr í sumar. Annar þeirra var 100 sentímetrar en hinn 103. Svo veiddi ég einn 104 sentímetra lax í Hafralónsá fyrir skömmu." Nils segir galdurinn við haustveiðina vera að nota nýjar flugur, öðruvísi eða sjaldgæfar. „Á þessum árstíma eru veiðimenn oft að reyna við lax sem hefur verið í á í langan tíma. Þá þýðir oft lítið að nota rauðan eða svartan frances eða aðrar vinsælar flugur því fiskurinn er margsinnis búinn að sjá þær." Þó laxveiðin skipi stóran sess í lífi Nils þá veiðir hann einnig aðrar tegundir. „Á vorin veiði ég silung, ég held það sé óhætt að segja að ég elski hreinlega að veiða silung," segir Nils en aðspurður segist hann þó ekki vilja gefa upp hvaða vötn eða ár séu í uppáhaldi. Hann vilji halda því svolítið fyrir sig. Hvað laxveiðina snertir segir hann Vatnsdalsá og Miðfjarðará vera í sérstöku uppáhaldi en einnig sé Hafralónsáin stórbrotin veiðiá.Ónefnda flugan. Laxinn í Vatnsdalsá tók þessa míkrótúbu sem Nils hefur ekki enn gefið nafn.Nils kynntist landi og þjóð fyrst fyrir um sjö árum. Hann segist strax hafa heillast af ósnortinni náttúrunni og að sjálfsögðu öllum þeim fjölda af veiðiám sem hér séu. Árið 2008, rétt fyrir hrunið, ákvað hann síðan flytja til Íslands en fram að þeim tíma hafði hann heimsótt landið svona sjö til átta sinnum á ári til að veiða. Nils vinnur fyrir sér sem hönnuður en hann hefur meðal annars hannað veiðifatnað, stangir og hjól fyrir danska fyrirtækið Scierra en í dag á sitt eigið hönnunarfyrirtæki og vinnur sjálfstætt. „Það má segja að ég reyni að vera sem mest inni á veturna en úti á sumrin. Ég reyni að vinna eins og vitleysingur á veturna svo ég hafi sem mestan tíma til að veiða á sumrin," segir Nils sem vinnur einnig sem veiðileiðsögumaður á sumrin. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði
Nils Jörgensen er þegar búinn að veiða fjóra ríflega 20 punda laxa í sumar. Stærsta laxinn veiddi hann í Vatnsdalsá í fyrradag en hann mældist 108 sentímetrar. Galdurinn í haustveiðinni er að nota nýjar flugur. Daninn Nils Jörgensen veiddi 108 sentímetra lax í Hólakvörn í Vatnsdalsá í fyrradag. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta stærsti lax sumarsins. Fréttir bárust reyndar af því fyrr í sumar að veiðst hefði 116 sentímetra lax í Kjarrá en engin mynd hefur verið birt af þeim stórlaxi og þar með engin sönnun fyrir stærð hans. „Laxinn tók nýja flugu sem ég hef ekki enn gefið nafn – þetta var míkrótúba" segir Nils, sem hnýtir sjálfur sínar flugur. „Ég hugsa að ég hafi verið með hann á í svona 25 mínútur. Þetta var ekki leginn og ljótur fiskur heldur silfurbjartur og fallegur hængur. Hann var samt ekki lúsugur. Ég sleppti honum að sjálfsögðu eftir að ég hafði tekið mynd af honum."Stórlaxinn úr Vatnsdalsá. Laxinn er gríðarlega fallegur og sver. Reyndar segist Nils aldrei hafa veitt jafn þykkan lax á ævinni. Myndin var tekin og laxinum sleppt.Stórlaxinn sem Nils fékk í Vatnsdalsánni var alls ekki fyrsti stórlax sumarsins hjáhonum. „Þetta hefur verið frábært sumar. Ég veiddi tvo stóra í Laxá í Aðaldal fyrr í sumar. Annar þeirra var 100 sentímetrar en hinn 103. Svo veiddi ég einn 104 sentímetra lax í Hafralónsá fyrir skömmu." Nils segir galdurinn við haustveiðina vera að nota nýjar flugur, öðruvísi eða sjaldgæfar. „Á þessum árstíma eru veiðimenn oft að reyna við lax sem hefur verið í á í langan tíma. Þá þýðir oft lítið að nota rauðan eða svartan frances eða aðrar vinsælar flugur því fiskurinn er margsinnis búinn að sjá þær." Þó laxveiðin skipi stóran sess í lífi Nils þá veiðir hann einnig aðrar tegundir. „Á vorin veiði ég silung, ég held það sé óhætt að segja að ég elski hreinlega að veiða silung," segir Nils en aðspurður segist hann þó ekki vilja gefa upp hvaða vötn eða ár séu í uppáhaldi. Hann vilji halda því svolítið fyrir sig. Hvað laxveiðina snertir segir hann Vatnsdalsá og Miðfjarðará vera í sérstöku uppáhaldi en einnig sé Hafralónsáin stórbrotin veiðiá.Ónefnda flugan. Laxinn í Vatnsdalsá tók þessa míkrótúbu sem Nils hefur ekki enn gefið nafn.Nils kynntist landi og þjóð fyrst fyrir um sjö árum. Hann segist strax hafa heillast af ósnortinni náttúrunni og að sjálfsögðu öllum þeim fjölda af veiðiám sem hér séu. Árið 2008, rétt fyrir hrunið, ákvað hann síðan flytja til Íslands en fram að þeim tíma hafði hann heimsótt landið svona sjö til átta sinnum á ári til að veiða. Nils vinnur fyrir sér sem hönnuður en hann hefur meðal annars hannað veiðifatnað, stangir og hjól fyrir danska fyrirtækið Scierra en í dag á sitt eigið hönnunarfyrirtæki og vinnur sjálfstætt. „Það má segja að ég reyni að vera sem mest inni á veturna en úti á sumrin. Ég reyni að vinna eins og vitleysingur á veturna svo ég hafi sem mestan tíma til að veiða á sumrin," segir Nils sem vinnur einnig sem veiðileiðsögumaður á sumrin.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði