Helmingur óákveðinn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 10. september 2011 06:00 Innan við helmingur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö treystir sér til þess að svara því hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Engu að síður er þráspurt í könnuninni til þess að reyna að ná fram svörum frá fleirum en þeim sem eru harðákveðnir. Þróunin hefur verið á þann veg að þeim hefur sífellt fækkað sem treysta sér til að taka afstöðu til þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi í skoðanakönnunum. Aldrei fyrr hefur þó minna en helmingur tekið afstöðu gagnvart þessari spurningu. Þetta er í raun merkilegasta niðurstaða skoðanakönnunarinnar og gefur tilefni til að velta fyrir sér hverju sætir. Hvers vegna treysta svona fáir sér til þess að gefa upp flokk? Skýringarnar eru auðvitað margar. Í erfiðu árferði eru stjórnvöld aldrei vinsæl. Það liggur í augum uppi að ríkisstjórn sem hækkar skatta og dregur úr þjónustu vinnur ekki vinsældakeppnina og þá er ekki spurt að því hvers vegna aðstæður eru eins og þær eru; hverjir stýrðu þjóðarskútunni í strand og hverjir eru að bisa við að losa hana af strandstað. Upplausnin á Alþingi hefur áreiðanlega sitt að segja líka. Aldrei hafa jafnmargir þingmenn skipt um flokka eða hætt þingmennsku eins og nú. Þannig er niðurstaða greidds atkvæðis í síðustu kosningum í mörgum tilvikum allt önnur nú en hún var strax í kjölfar kosninganna. Líklegt er einnig að umræðumenningin í þinginu hafi þarna eitthvað að segja. Það er ekki skrýtið að venjulegu fólki finnist þingheimur ekki eiga við sig sérstakt erindi. Nokkrir klukkutímar fyrir framan skjáinn þegar sjónvarpað er frá Alþingi hafa verulegan fælingarmátt. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standa í ræðustóli og reyna að snúa út úr hver fyrir öðrum, gjamma frammí og rífast við forsetann eins og óþekk börn og eiga sviðið fyrir bragðið. Raddir þeirra þingmanna og ráðherra sem halda til streitu málefnalegri umræðu, og þeir eru vissulega margir og ágætir, beinlínis drukkna í kappræðumenningu Morfísmannanna, stóryrðunum og fúkyrðunum. Þingmenn eiga greinilega verk að vinna að ná að nýju trausti kjósenda sinna. Það er sök sér að treysta sér ekki til að svara skoðanakönnun. Verra er ef þessi uppgjöf kjósenda nær til kosninganna sjálfra þannig að kjósendur velji að skila auðu í stórum stíl eða sitja jafnvel heima. Fjölmenni á kjörstað styrkir lýðræðið. Hér á landi er hefð fyrir góðri kosningaþátttöku en til þess að svo megi verða áfram verða stjórnmálamenn að byggja upp traust og virðingu kjósenda sinna að nýju. Þar er mikið í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Innan við helmingur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö treystir sér til þess að svara því hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Engu að síður er þráspurt í könnuninni til þess að reyna að ná fram svörum frá fleirum en þeim sem eru harðákveðnir. Þróunin hefur verið á þann veg að þeim hefur sífellt fækkað sem treysta sér til að taka afstöðu til þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi í skoðanakönnunum. Aldrei fyrr hefur þó minna en helmingur tekið afstöðu gagnvart þessari spurningu. Þetta er í raun merkilegasta niðurstaða skoðanakönnunarinnar og gefur tilefni til að velta fyrir sér hverju sætir. Hvers vegna treysta svona fáir sér til þess að gefa upp flokk? Skýringarnar eru auðvitað margar. Í erfiðu árferði eru stjórnvöld aldrei vinsæl. Það liggur í augum uppi að ríkisstjórn sem hækkar skatta og dregur úr þjónustu vinnur ekki vinsældakeppnina og þá er ekki spurt að því hvers vegna aðstæður eru eins og þær eru; hverjir stýrðu þjóðarskútunni í strand og hverjir eru að bisa við að losa hana af strandstað. Upplausnin á Alþingi hefur áreiðanlega sitt að segja líka. Aldrei hafa jafnmargir þingmenn skipt um flokka eða hætt þingmennsku eins og nú. Þannig er niðurstaða greidds atkvæðis í síðustu kosningum í mörgum tilvikum allt önnur nú en hún var strax í kjölfar kosninganna. Líklegt er einnig að umræðumenningin í þinginu hafi þarna eitthvað að segja. Það er ekki skrýtið að venjulegu fólki finnist þingheimur ekki eiga við sig sérstakt erindi. Nokkrir klukkutímar fyrir framan skjáinn þegar sjónvarpað er frá Alþingi hafa verulegan fælingarmátt. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standa í ræðustóli og reyna að snúa út úr hver fyrir öðrum, gjamma frammí og rífast við forsetann eins og óþekk börn og eiga sviðið fyrir bragðið. Raddir þeirra þingmanna og ráðherra sem halda til streitu málefnalegri umræðu, og þeir eru vissulega margir og ágætir, beinlínis drukkna í kappræðumenningu Morfísmannanna, stóryrðunum og fúkyrðunum. Þingmenn eiga greinilega verk að vinna að ná að nýju trausti kjósenda sinna. Það er sök sér að treysta sér ekki til að svara skoðanakönnun. Verra er ef þessi uppgjöf kjósenda nær til kosninganna sjálfra þannig að kjósendur velji að skila auðu í stórum stíl eða sitja jafnvel heima. Fjölmenni á kjörstað styrkir lýðræðið. Hér á landi er hefð fyrir góðri kosningaþátttöku en til þess að svo megi verða áfram verða stjórnmálamenn að byggja upp traust og virðingu kjósenda sinna að nýju. Þar er mikið í húfi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun