Lífið

Pearl Jam í tuttugu ár

Handboltakappinn og íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er mikill aðdáandi Pearl Jam. Söngvarinn Eddie Vedder komst við þegar hann horfði á gömul myndskeið í heimildarmynd um sveitina.
Handboltakappinn og íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er mikill aðdáandi Pearl Jam. Söngvarinn Eddie Vedder komst við þegar hann horfði á gömul myndskeið í heimildarmynd um sveitina.
vedder Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam.
Heimildarmyndin Twenty verður frumsýnd á þriðjudaginn í tilefni af tuttugu ára afmæli rokksveitarinnar Pearl Jam. Aðeins 300 miðar eru í boði hér á landi.

Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Seattle-rokkaranna í Pearl Jam verður ný heimildarmynd leikstjórans Camerons Crowe um hljómsveitina frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum um allan heim þriðjudaginn 20. september. Myndin heitir Twenty og verður eingöngu sýnd þennan eina dag í Háskólabíói. Aðeins 300 miðar eru í boði.

Handboltakappinn og íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson ætlar að sjá myndina enda hefur hann verið mikill aðdáandi Pearl Jam, allar götur síðan fyrsta platan, Ten, kom út fyrir tuttugu árum. „Ég hef fylgst minna með eftir því sem maður hefur elst. Ég hef ekki verið alveg jafn duglegur við að verða mér úti um hverja einustu útgáfu en ég hef keypt diskana þegar þeir hafa komið út,“ segir Einar Örn. Stutt er síðan hljómsveitin hélt afmælistónleika í Wisconsin og hefur Einar Örn legið yfir myndum frá þeim á síðunni Youtube að undanförnu.

Aðspurður segist hann aldrei hafa farið á tónleika með Pearl Jam. „Ég hef aldrei gerst svo frægur. Blessaður handboltinn hefur alltaf verið að þvælast fyrir manni en það endar með því að maður fer.“

Einar Örn spilar handbolta með Haukum og spilar iðulega Pearl Jam til að koma sér í rétta hugarástandið. „Even Flow hefur alltaf komið manni vel í gang.“freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×