Borgríki þegar í endurgerðarferli í Hollywood 16. september 2011 11:00 Borgríki til Hollywood Byrjað er að vinna að endurgerð Borgríkis í Hollywood, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið frumsýnd. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira