
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að yfir eitt hundrað „statistar“ eða staðgenglar verði ráðnir til að taka þátt í tökunum en allt í allt verði í kringum tvö hundruð manns í starfsliðinu. Tökurnar eiga að standa yfir í tvær vikur og er hugmyndin sú að fanga skammdegið sem þá verður búið að taka við stjórnartaumunum. Framleiðslufyrirtækið Pegasus verður tökuliðinu innan handar hér á landi en þar vildu menn ekkert tjá sig um málið.
Game of Thrones kemur úr smiðju bandaríska sjónvarpsrisans HBO og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Þættirnir eru byggðir á bókum eftir George R.R Martin. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Önnur þáttaröð er nú í tökum á Norður-Írlandi en auk Íslands verður einnig tekið upp í Króatíu. - fgg