Lífið

Sigourney hefur mikla trú á Prometheus

Sigourney Weaver sem Ripley í myndinni Alien.
Sigourney Weaver sem Ripley í myndinni Alien.
Sigourney Weaver telur að leikstjórinn Ridley Scott geti blásið nýju lífi í skrímslið úr Alien með sinni nýjustu mynd, Prometheus, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi í sumar.

Leikkonan fór með hlutverk Ellen Ripley í Alien-myndunum fjórum. Sú persóna kemur ekki við sögu í Prometheus en Weaver hefur engu að síður mikla trú á sínum gamla vini Scott. Prometheus gerist á undan Alien og sýnir hvernig geimveruhreiðrið sem Ripley og félagar uppgötvuðu í geimfarinu í fyrstu myndinni komst þangað.

„Ég spjallaði við Ridley um þessa hugmynd hans og ég er ánægður með að hann sé að framkvæma hana. Mér finnst þessi mynd vera í góðum höndum. Alien er frábær kvikmyndabálkur og ef hægt verður að lífga skrímslið við á nýjan leik á það framtíðina fyrir sér,“ sagði Weaver.

Hún segist alltaf verða þakklát Scott fyrir að ráða hana í fyrstu Alien-myndina, sem kom út 1979. Á þeim tíma var óvenjulegt að kona væri í hlutverki hetjunnar. „Alien var á undan sinni samtíð. Það er samt fyndið að hvorki framleiðendurnir né Ridley Scott voru einhverjir femínistar. Þeir héldu bara að síðasta persónan sem fólk héldi að gæti haldið lífi væri þessi stúlka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.