Skárra en ekkert? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. september 2011 06:00 Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknarflokknum á dögunum sagðist hann myndu láta reyna á að stofna „frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk". Nú hefur komið í ljós hvernig Guðmundur ætlar að fara að þessu. Hann hefur upplýst að hann eigi í viðræðum við Bezta flokkinn, sem vann mikinn sigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í fyrravor, um að stofna til framboðs á landsvísu. Nýleg skoðanakönnun bendir til að Bezti flokkurinn gæti fengið stuðning frá allt að fimmtungi kjósenda ef hann byði fram til Alþingis. Í greiningu á niðurstöðunum vantar reyndar hversu margir af þeim, sem ekki geta hugsað sér að styðja neinn annan flokk, séu tilkippilegir kjósendur Bezta flokksins. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir stuttu treysti helmingur svarenda sér ekki til að nefna stjórnmálaflokk sem þeir styddu. Líklegt má telja að rétt eins og í borgarstjórnarkosningunum sé það fyrst og fremst fólk sem er komið með ógeð á öllum hinum flokkunum sem er til í að styðja framboð sem varð til sem brandari. Það er þess vegna ekki slæm uppástunga að nefna þingframboðið eftir hljómsveit sem Guðmundur Steingrímsson var einu sinni í, Skárra en ekkert. Er þessi fimmtungur kjósenda fólkið sem vill frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk? Það er allsendis óvíst. Málflutningur Bezta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar fól ekki í sér neina stefnu í mörgum stórum hagsmunamálum borgarbúa. Flokkurinn var frekar kosinn út á eins konar and-pólitík; að lýsa frati á alla pólitík og lofa að hafa bara skemmtilegt. Svo er önnur saga hvernig það hefur tekizt. Sumt er skemmtilegt hjá Bezta flokknum. Borgarstjórinn heldur oft skemmtilegar ræður. Sumt af því sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur bryddað upp á er líka skemmtilegt, til dæmis skreytingar og uppákomur á torgum miðbæjarins í sumar. Ekki er hægt að útiloka að einhverjum þyki líka fyndið að rækta punt og illgresi á opnum svæðum í borginni og leyfa veggjakrotinu að standa. En í stóru, mikilvægu málunum hefur Bezti flokkurinn ekkert nýtt fram að færa. Í glímunni við fjárhagsvanda borgarinnar hefur verið farin gamalkunnug og heldur óskemmtileg leið skattahækkana annars vegar og hins vegar illa úthugsaðra sameininga menntastofnana, sem hafa engum sparnaði skilað sem máli skiptir en nógum leiðindum og óþægindum. Ímynd gamla fjórflokksins er afleit þessa dagana og batnaði sízt þegar Alþingi breyttist í tilraunaleikhús áhugamanna á haustþinginu. Þá finnst einhverjum sjálfsagt betra að kjósa listamenn sem hafa notið velgengni og fengið góða dóma eins og Guðmund og nýju vini hans í Bezta flokknum. Einhver hluti kjósenda sem telur sig á miðju stjórnmálanna og hefur áhuga á raunverulegri pólitík verður hins vegar áfram munaðarlaus. Gatið á miðjunni blífur og bíður þess að einhver annar en Guðmundur Steingrímsson fylli það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknarflokknum á dögunum sagðist hann myndu láta reyna á að stofna „frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk". Nú hefur komið í ljós hvernig Guðmundur ætlar að fara að þessu. Hann hefur upplýst að hann eigi í viðræðum við Bezta flokkinn, sem vann mikinn sigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í fyrravor, um að stofna til framboðs á landsvísu. Nýleg skoðanakönnun bendir til að Bezti flokkurinn gæti fengið stuðning frá allt að fimmtungi kjósenda ef hann byði fram til Alþingis. Í greiningu á niðurstöðunum vantar reyndar hversu margir af þeim, sem ekki geta hugsað sér að styðja neinn annan flokk, séu tilkippilegir kjósendur Bezta flokksins. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir stuttu treysti helmingur svarenda sér ekki til að nefna stjórnmálaflokk sem þeir styddu. Líklegt má telja að rétt eins og í borgarstjórnarkosningunum sé það fyrst og fremst fólk sem er komið með ógeð á öllum hinum flokkunum sem er til í að styðja framboð sem varð til sem brandari. Það er þess vegna ekki slæm uppástunga að nefna þingframboðið eftir hljómsveit sem Guðmundur Steingrímsson var einu sinni í, Skárra en ekkert. Er þessi fimmtungur kjósenda fólkið sem vill frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk? Það er allsendis óvíst. Málflutningur Bezta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar fól ekki í sér neina stefnu í mörgum stórum hagsmunamálum borgarbúa. Flokkurinn var frekar kosinn út á eins konar and-pólitík; að lýsa frati á alla pólitík og lofa að hafa bara skemmtilegt. Svo er önnur saga hvernig það hefur tekizt. Sumt er skemmtilegt hjá Bezta flokknum. Borgarstjórinn heldur oft skemmtilegar ræður. Sumt af því sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur bryddað upp á er líka skemmtilegt, til dæmis skreytingar og uppákomur á torgum miðbæjarins í sumar. Ekki er hægt að útiloka að einhverjum þyki líka fyndið að rækta punt og illgresi á opnum svæðum í borginni og leyfa veggjakrotinu að standa. En í stóru, mikilvægu málunum hefur Bezti flokkurinn ekkert nýtt fram að færa. Í glímunni við fjárhagsvanda borgarinnar hefur verið farin gamalkunnug og heldur óskemmtileg leið skattahækkana annars vegar og hins vegar illa úthugsaðra sameininga menntastofnana, sem hafa engum sparnaði skilað sem máli skiptir en nógum leiðindum og óþægindum. Ímynd gamla fjórflokksins er afleit þessa dagana og batnaði sízt þegar Alþingi breyttist í tilraunaleikhús áhugamanna á haustþinginu. Þá finnst einhverjum sjálfsagt betra að kjósa listamenn sem hafa notið velgengni og fengið góða dóma eins og Guðmund og nýju vini hans í Bezta flokknum. Einhver hluti kjósenda sem telur sig á miðju stjórnmálanna og hefur áhuga á raunverulegri pólitík verður hins vegar áfram munaðarlaus. Gatið á miðjunni blífur og bíður þess að einhver annar en Guðmundur Steingrímsson fylli það.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun