Sagan endalausa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2011 15:00 Frönsk svíta eftir Irène Némirovsky. Bækur. Frönsk svíta. Iréne Némirovsky. JPV-útgáfa. Fáir atburðir í veraldarsögunni hafa orðið uppspretta fleiri skáldsagna og kvikmynda en síðari heimsstyrjöldin. Flest af því var þó skrifað löngu eftir að styrjöldinni lauk, sigurvegararnir voru kunnir og allir vissu hvoru megin samúðin átti að liggja. Slíkri sögulegri yfirsýn er ekki fyrir að fara í Franskri svítu eftir Iréne Némirovsky. Sagan er skrifuð á sama tíma og atburðirnir gerast og höfundurinn lifði það ekki að sjá endalok stríðsins, var tekin af lífi í Auschwitz árið 1942. Í þessari nánd liggja bæði styrkur og veikleikar sögunnar. Némirovsky er ekki að fegra neitt, lýsir fádæma vel ofsahræðslunni sem grípur Parísarbúa þegar þýski herinn nálgast borgina og eigingirninni sem verður ríkjandi afl á flóttanum. Sagan skiptist í tvo hluta. Sá fyrri, Júnístormur, segir frá flóttanum frá París, hörmungunum á leiðinni og afturkomunni til borgarinnar, sem þrátt fyrir hernámið hefur sáralítið breyst og hefði verið mun öruggari staður fyrir persónurnar en öngþveitið úti á þjóðvegunum. Seinni hlutinn, Blíða, lýsir hersetu Þjóðverja í litlu þorpi, samskiptum þeirra við íbúana og að lokum brottför til Rússlands. Allt er þetta vel gert, skrifað í stíl rússneskra nítjándu aldarskáldsagna, enda Tolstoj helsta fyrirmynd Némirovsky og hugmynd hennar sú að Frönsk svíta yrði Stríð og friður tuttugustu aldarinnar, eins og kemur fram í nótum hennar sem prentaðar eru sem viðauki við bókina, ásamt bréfum sem varða handtöku hennar og leit eiginmanns og útgefanda að henni eftir að hún er flutt í fangabúðirnar. Hún hugsaði verkið sem fimm binda verk, en vannst ekki tími til að ljúka nema þessum tveimur. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Frönsk svíta eins og hún birtist okkur í þessari útgáfu er hálfkarað verk. Hlutarnir tveir aðeins upptakturinn að því mikla synfóníska meistaraverki sem Némirovsky hafði hugsað sér að skrifa. Að lestri loknum stendur lesandinn uppi með ótal spurningar og engar lausnir eins og leikhúsgestur sem sendur hefur verið heim eftir tvo fyrstu þættina af Hamlet. Sagan í kringum bókina er að mörgu leyti mun merkilegri en bókin sjálf, enda ekki oft sem gamla klisjan um að handrit brenni ekki fær svo rækilega staðfestingu. Og mikill fengur að formálanum, sem rekur lífshlaup Némirovsky í grófum dráttum og síðan sögu handritsins, og viðaukunum tveimur sem áður eru nefndir. Án þeirrar sögu væri Frönsk svíta sennilega hvorki fugl né fiskur og hefði varla hlotið náð fyrir augum útgefenda hefði hún verið skrifuð í dag. Niðurstaða: Vel skrifaðar og næmar lýsingar á hernámi Þjóðverja í Frakklandi í seinni heimsstyrjöld. Verkið er þó aðeins hálfkarað og tæplega það og skilur lesandann eftir í lausu lofti. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Frönsk svíta. Iréne Némirovsky. JPV-útgáfa. Fáir atburðir í veraldarsögunni hafa orðið uppspretta fleiri skáldsagna og kvikmynda en síðari heimsstyrjöldin. Flest af því var þó skrifað löngu eftir að styrjöldinni lauk, sigurvegararnir voru kunnir og allir vissu hvoru megin samúðin átti að liggja. Slíkri sögulegri yfirsýn er ekki fyrir að fara í Franskri svítu eftir Iréne Némirovsky. Sagan er skrifuð á sama tíma og atburðirnir gerast og höfundurinn lifði það ekki að sjá endalok stríðsins, var tekin af lífi í Auschwitz árið 1942. Í þessari nánd liggja bæði styrkur og veikleikar sögunnar. Némirovsky er ekki að fegra neitt, lýsir fádæma vel ofsahræðslunni sem grípur Parísarbúa þegar þýski herinn nálgast borgina og eigingirninni sem verður ríkjandi afl á flóttanum. Sagan skiptist í tvo hluta. Sá fyrri, Júnístormur, segir frá flóttanum frá París, hörmungunum á leiðinni og afturkomunni til borgarinnar, sem þrátt fyrir hernámið hefur sáralítið breyst og hefði verið mun öruggari staður fyrir persónurnar en öngþveitið úti á þjóðvegunum. Seinni hlutinn, Blíða, lýsir hersetu Þjóðverja í litlu þorpi, samskiptum þeirra við íbúana og að lokum brottför til Rússlands. Allt er þetta vel gert, skrifað í stíl rússneskra nítjándu aldarskáldsagna, enda Tolstoj helsta fyrirmynd Némirovsky og hugmynd hennar sú að Frönsk svíta yrði Stríð og friður tuttugustu aldarinnar, eins og kemur fram í nótum hennar sem prentaðar eru sem viðauki við bókina, ásamt bréfum sem varða handtöku hennar og leit eiginmanns og útgefanda að henni eftir að hún er flutt í fangabúðirnar. Hún hugsaði verkið sem fimm binda verk, en vannst ekki tími til að ljúka nema þessum tveimur. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Frönsk svíta eins og hún birtist okkur í þessari útgáfu er hálfkarað verk. Hlutarnir tveir aðeins upptakturinn að því mikla synfóníska meistaraverki sem Némirovsky hafði hugsað sér að skrifa. Að lestri loknum stendur lesandinn uppi með ótal spurningar og engar lausnir eins og leikhúsgestur sem sendur hefur verið heim eftir tvo fyrstu þættina af Hamlet. Sagan í kringum bókina er að mörgu leyti mun merkilegri en bókin sjálf, enda ekki oft sem gamla klisjan um að handrit brenni ekki fær svo rækilega staðfestingu. Og mikill fengur að formálanum, sem rekur lífshlaup Némirovsky í grófum dráttum og síðan sögu handritsins, og viðaukunum tveimur sem áður eru nefndir. Án þeirrar sögu væri Frönsk svíta sennilega hvorki fugl né fiskur og hefði varla hlotið náð fyrir augum útgefenda hefði hún verið skrifuð í dag. Niðurstaða: Vel skrifaðar og næmar lýsingar á hernámi Þjóðverja í Frakklandi í seinni heimsstyrjöld. Verkið er þó aðeins hálfkarað og tæplega það og skilur lesandann eftir í lausu lofti.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira