Lífið

Á annan veg fékk góðar viðtökur í San Sebastian

Sveinn Ólafur Gunnarsson, Theo Youngstein, Sindri Kjartansson, Davíð Óskar, Hafsteinn Gunnar, Hilmar Guðjónsson og Valgerður Rúnarsdóttir, unnusta Hafsteins Gunnars.
Sveinn Ólafur Gunnarsson, Theo Youngstein, Sindri Kjartansson, Davíð Óskar, Hafsteinn Gunnar, Hilmar Guðjónsson og Valgerður Rúnarsdóttir, unnusta Hafsteins Gunnars.
„Þetta gekk ótrúlega vel og myndin fékk mjög góð viðbrögð,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi myndarinnar Á annan veg. Myndin var sýnd á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni í vikunni en hún keppir í svokölluðum New Directors Award-flokki. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, 15 milljónir íslenskra króna, sem skiptast bróðurlega milli leikstjóra sigurmyndarinnar og spænsks dreifingaraðila sem dreifir myndinni í spænsk kvikmyndahús.

Davíð segir að myndinni hafi í kjölfarið verið boðið á fleiri kvikmyndahátíðir.

„Salurinn hló mikið. Það er alltaf svolítið stressandi að sýna myndir erlendis því maður veit ekki hvort húmorinn skilar sér til áhorfenda,“ segir Davíð en einn af framleiðendum myndarinnar er spænskumælandi og sá um að þýða hana yfir á spænsku. Og það virðist hafa heppnast svona ljómandi vel. Davíð segir San Sebastian-hátíðina alveg yndislega. „Hún er mjög afslöppuð og það var í einu orði sagt alveg frábært að vera þarna.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×