Myndræn og melódísk Trausti Júlíusson skrifar 27. september 2011 20:00 Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira