Lífið

Gamalt lag Quarashi grafið upp

Quarashi Gamalt lag var grafið upp úr hirslum Sölva Blöndal fyrir útgáfu safnplötu sveitarinnar.
Quarashi Gamalt lag var grafið upp úr hirslum Sölva Blöndal fyrir útgáfu safnplötu sveitarinnar.
„Þetta er týpískt Quarashi-lag frá þessum tíma,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi.

Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag kemur þriggja diska safnpakki með bestu lögum Quarashi út um miðjan október. Við undirbúning útgáfunnar grófu Sölvi og félagar upp gamalt lag sem hægt verður að hlusta á á Facebook-síðu sveitarinnar frá og með deginum í dag. Lagið kallast Beat Em og var tekið upp í Bandaríkjunum árið 2000. Það komst ekki á plötuna Jinx og féll í gleymskunnar dá í kjölfarið. Um er að ræða hressilegt rapprokk þar sem rappararnir Ómar Swarez, Steini og Hössi láta til sín taka.

Safnpakki Quarashi kallast Anthology og er þrefaldur eins og áður segir. Á fyrsta disknum verða ríflega tuttugu af vinsælustu lögum bandsins og seinni hljóðdiskurinn hefur meðal annars að geyma endurhljóðblandanir og áður óútgefið efni. Þriðji diskurinn er mynddiskur með myndböndum og ýmsum tónleikaupptökum, meðal annars frá Bestu útihátíðinni og lokatónleikum Quarashi í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.