Lífið

Jóhanna Guðrún horfir til Noregs

Noregur næst Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson horfa til Noregs eins og svo margir Íslendingar hafa gert eftir bankahrunið.fréttablaðið/Stefán
Noregur næst Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson horfa til Noregs eins og svo margir Íslendingar hafa gert eftir bankahrunið.fréttablaðið/Stefán
„Við viljum bara sjá hvernig gengur, það er fullt af tækifærum þarna. Svo býr umboðsmaðurinn minn þarna,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, ein vinsælasta söngkona landsins.

Jóhanna, líkt og svo margir Íslendingar hafa gert eftir bankahrunið, horfir nú til Noregs og hefur sett það á stefnuskrána hjá sér og kærastanum, Davíð Sigurgeirssyni, að flytja þangað í byrjun næsta árs.

Höfuðborgin Ósló verður að öllum líkindum fyrir valinu, þaðan er stutt yfir til Svíþjóðar en Jóhanna hefur notið talsverðra vinsælda hjá Svíum eftir glæsilegan árangur í Eurovision-keppninni fyrir þremur árum.

„Við erum búin að ákveða að gera þetta þannig að nú hefst skipulagningin og svo sjáum við bara til hvernig þetta gengur. En við ætlum að vera farin í janúar,“ segir Jóhanna en Íslendingar þurfa engu að kvíða því þau skötuhjú ætla alltaf að vera með annan fótinn hér á landi enda nóg fram undan hjá þeim báðum í tónlistarlífinu hér á landi.

Jóhanna Guðrún syngur meðal annars á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöllinni í byrjun desember en hún var með tónleika tileinkaða Evu Cassidy um síðustu helgi.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×