Jón og Reverend John 27. september 2011 06:00 Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra. Þingholtin eru eftirsóttur staður og komast færri í það hverfi en vilja. Húsnæði er þar dýrt og margir um hituna þegar íbúðir losna. Svo er þröngt um hús og götur þar að kvaðir byggingarreglugerðar um bílastæði per hús gilda ekki í því hverfi. Þingholtin byggðust líka fyrir slíkar reglugerðir, þar ægir saman húsum af allskyns gerðum og þröngt mega sáttir sitja. Á Laufásvegi er til húsa stofnun sem sjaldan situr á sárs höfði. Reglulega berast fregnir af deilum fulltrúa hennar við nágranna, sem þykir stofnunin heldur frek til fjörsins – og ekki síst plássins. Þar á bæ tóku menn upp á því fyrir nokkrum árum að koma risastórum blómakerjum fyrir á bílastæðum á Laufásveginum. Nágranna og vegfarendur rak í rogastans þegar nokkur af fáum bílastæðum götunnar hýstu nú steypukumbalda í stað bifreiðanna. Ekki var það garðræktaráhugi sem rak húsráðendur að Laufásvegi 21 til verksins; kerin voru beinlínis sett til að takmarka umferð við bandaríska sendiráðið. Því er þetta rifjað upp að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er mál ákæruvaldsins á hendur ungum Reykvíkingi. Sá hefur sér það til saka unnið að standa á gangstétt við Laufásveg með skilti. Maðurinn stóð á gangstétt í miðborg Reykjavíkur og fann hugsunum sínum tjáningarform; á skiltinu var að finna boðskap um frið. Sendiráðsmönnum bandarískum hugnaðist ekki mótmælin. Hvort það var boðskapurinn eða sú staðreynd að þeir hafa slegið eign sinni á gangstétt í eigu Reykjavíkurborgar skal ósagt látið, líklega hafði hvort tveggja áhrif. Lögreglan spilaði með, maðurinn var handtekinn og nú er þetta mál fyrir dómi. Fyrr í mánuðinum var frávísunarkröfu í málinu hafnað. Í síðustu viku stóð fjöldi manns á sama bletti með sín skilti, án þess að lögreglan skipti sér af, hverju sem það sætir. það er sorglegt að fótumtroðning bandarískra yfirvalda á tjáningarfrelsinu skuli hljóta þennan hljómgrunn í íslensku réttarkerfi. Fyrir því eiga allir að vera jafnir, bæði Jónar landsins og séra Jónar. Einnig voldug ríki sem láta eins og þau eigi heiminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra. Þingholtin eru eftirsóttur staður og komast færri í það hverfi en vilja. Húsnæði er þar dýrt og margir um hituna þegar íbúðir losna. Svo er þröngt um hús og götur þar að kvaðir byggingarreglugerðar um bílastæði per hús gilda ekki í því hverfi. Þingholtin byggðust líka fyrir slíkar reglugerðir, þar ægir saman húsum af allskyns gerðum og þröngt mega sáttir sitja. Á Laufásvegi er til húsa stofnun sem sjaldan situr á sárs höfði. Reglulega berast fregnir af deilum fulltrúa hennar við nágranna, sem þykir stofnunin heldur frek til fjörsins – og ekki síst plássins. Þar á bæ tóku menn upp á því fyrir nokkrum árum að koma risastórum blómakerjum fyrir á bílastæðum á Laufásveginum. Nágranna og vegfarendur rak í rogastans þegar nokkur af fáum bílastæðum götunnar hýstu nú steypukumbalda í stað bifreiðanna. Ekki var það garðræktaráhugi sem rak húsráðendur að Laufásvegi 21 til verksins; kerin voru beinlínis sett til að takmarka umferð við bandaríska sendiráðið. Því er þetta rifjað upp að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er mál ákæruvaldsins á hendur ungum Reykvíkingi. Sá hefur sér það til saka unnið að standa á gangstétt við Laufásveg með skilti. Maðurinn stóð á gangstétt í miðborg Reykjavíkur og fann hugsunum sínum tjáningarform; á skiltinu var að finna boðskap um frið. Sendiráðsmönnum bandarískum hugnaðist ekki mótmælin. Hvort það var boðskapurinn eða sú staðreynd að þeir hafa slegið eign sinni á gangstétt í eigu Reykjavíkurborgar skal ósagt látið, líklega hafði hvort tveggja áhrif. Lögreglan spilaði með, maðurinn var handtekinn og nú er þetta mál fyrir dómi. Fyrr í mánuðinum var frávísunarkröfu í málinu hafnað. Í síðustu viku stóð fjöldi manns á sama bletti með sín skilti, án þess að lögreglan skipti sér af, hverju sem það sætir. það er sorglegt að fótumtroðning bandarískra yfirvalda á tjáningarfrelsinu skuli hljóta þennan hljómgrunn í íslensku réttarkerfi. Fyrir því eiga allir að vera jafnir, bæði Jónar landsins og séra Jónar. Einnig voldug ríki sem láta eins og þau eigi heiminn.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun