Kynlíf eftir barneignir Sigga Dögg skrifar 10. október 2011 20:00 Barneignir eru ekki „sexý". Það getur verið gaman að leggja drögin að þeim og búa barnið til en það sem tekur við er ekki það besta sem kemur fyrir par kynferðislega. Ég er oft spurð að því hvenær fólk geti byrjað að stunda kynlíf aftur eftir barneignir. Svarið liggur ekki í ákveðnum fjölda vikna heldur er málið flóknara en svo. Nú get ég ekki talað fyrir allar mæður, aðeins sjálfa mig og þær þúsundir sem hafa tekið þátt í rannsóknum um málefnið. Foreldrarnir eru oft vansvefta og umönnun barnsins á hug þeirra allan. Að auki glímir móðirin við lífeðlislegar breytingar líkt og viðkvæmni á spangarsvæði, slappa grindarbotnsvöðva, leggangaþurrk, tilfinningalega viðkvæmni, breytta líkamsímynd og lekandi brjóst. Svo ekki sé minnst á fæðugjöf á tveggja klukkustunda fresti. Þessar aðstæður eru ekki þær rómantískustu. Við barneignir breytist því ýmislegt innan sambandsins og kynlíf færist aftast á aðgerðalistann, ef það er þá yfirhöfuð á honum! Nýbakaðir feður eiga það til að upplifa sig afskiptalausa því barnið fær alla athygli móðurinnar. Barnið sýgur brjóst og hlýtur fulla aðdáun móður sinnar og er svo kjassað og knúsað og lítið verður eftir fyrir pabbann. Sumum kann að þykja það full mikil tilætlunarsemi af makanum að ætlast til þess að honum verði sinnt kynferðislega samhliða umönnun barns og heimilis. Það má vel vera og staðreyndin er sú að fyrsta árið í lífi barns er mesti álagspunkturinn á samband pars og eykur líkur á sambandsslitum. Þegar kynlíf er vandamál hefur það áhrif á alla anga sambandsins. Þó að kynlíf sé ekki á aðgerðalistanum fyrir daginn er það mikilvægur þáttur í lífi einstaklinga og sambands. Báðir einstaklingar þurfa á stuðningi hvor annars að halda og kynlíf er góð leið til að viðhalda innileika og jafnvægi innan sambandsins. Þó að mamman kjassi barnið hefur hún líka gott af því að vera kjössuð af pabbanum. Þetta er ekki spurning um að einn sinni öðrum heldur að báðir sinni hvor öðrum. Ef pabbinn vill fá athygli þarf hann að sinna mömmunni og sýna henni skilning og tillitssemi. Mamman endurgeldur síðan greiðann. Þessi endurgjöf er mikilvæg fyrir geðheilsuna, sambandið og barnið. Svarið við spurningunni um hvenær sé ráðlagt að stunda kynlíf eftir barneignir er háð nokkrum skilyrðum. Löngun, getnaðarvarnir, tími, skilningur og sleipiefni þurfa einnig að vera til staðar. Farið rólega af stað og munið að kynlíf er meira en bara typpi í píku. Njótið hvort annars og ykkar nýja hlutverks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Barneignir eru ekki „sexý". Það getur verið gaman að leggja drögin að þeim og búa barnið til en það sem tekur við er ekki það besta sem kemur fyrir par kynferðislega. Ég er oft spurð að því hvenær fólk geti byrjað að stunda kynlíf aftur eftir barneignir. Svarið liggur ekki í ákveðnum fjölda vikna heldur er málið flóknara en svo. Nú get ég ekki talað fyrir allar mæður, aðeins sjálfa mig og þær þúsundir sem hafa tekið þátt í rannsóknum um málefnið. Foreldrarnir eru oft vansvefta og umönnun barnsins á hug þeirra allan. Að auki glímir móðirin við lífeðlislegar breytingar líkt og viðkvæmni á spangarsvæði, slappa grindarbotnsvöðva, leggangaþurrk, tilfinningalega viðkvæmni, breytta líkamsímynd og lekandi brjóst. Svo ekki sé minnst á fæðugjöf á tveggja klukkustunda fresti. Þessar aðstæður eru ekki þær rómantískustu. Við barneignir breytist því ýmislegt innan sambandsins og kynlíf færist aftast á aðgerðalistann, ef það er þá yfirhöfuð á honum! Nýbakaðir feður eiga það til að upplifa sig afskiptalausa því barnið fær alla athygli móðurinnar. Barnið sýgur brjóst og hlýtur fulla aðdáun móður sinnar og er svo kjassað og knúsað og lítið verður eftir fyrir pabbann. Sumum kann að þykja það full mikil tilætlunarsemi af makanum að ætlast til þess að honum verði sinnt kynferðislega samhliða umönnun barns og heimilis. Það má vel vera og staðreyndin er sú að fyrsta árið í lífi barns er mesti álagspunkturinn á samband pars og eykur líkur á sambandsslitum. Þegar kynlíf er vandamál hefur það áhrif á alla anga sambandsins. Þó að kynlíf sé ekki á aðgerðalistanum fyrir daginn er það mikilvægur þáttur í lífi einstaklinga og sambands. Báðir einstaklingar þurfa á stuðningi hvor annars að halda og kynlíf er góð leið til að viðhalda innileika og jafnvægi innan sambandsins. Þó að mamman kjassi barnið hefur hún líka gott af því að vera kjössuð af pabbanum. Þetta er ekki spurning um að einn sinni öðrum heldur að báðir sinni hvor öðrum. Ef pabbinn vill fá athygli þarf hann að sinna mömmunni og sýna henni skilning og tillitssemi. Mamman endurgeldur síðan greiðann. Þessi endurgjöf er mikilvæg fyrir geðheilsuna, sambandið og barnið. Svarið við spurningunni um hvenær sé ráðlagt að stunda kynlíf eftir barneignir er háð nokkrum skilyrðum. Löngun, getnaðarvarnir, tími, skilningur og sleipiefni þurfa einnig að vera til staðar. Farið rólega af stað og munið að kynlíf er meira en bara typpi í píku. Njótið hvort annars og ykkar nýja hlutverks.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun