Farðu heim, krakki Pawel Bartoszek skrifar 30. september 2011 09:00 Brottvísun kanadíska námsmannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendingastofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjafanum og ráðamönnum til lítils sóma. Aðeins á upphafsreit. Ungur Kanadabúi lærir íslensku í gegnum netið. Hann kemur til landsins þremur mánuðum fyrir 18 ára afmælið sitt. Fær inni í Háskóla Ísland í íslensku fyrir útlendinga. Fer strax á annað ár. Útlendingastofnun vísar þessu varnarlausa barni heim, í hlýjan faðm fjölskyldunnar. En eru lög ekki lög? Ja, hver eru nákvæmlega lögin? Stjórnarskráin tiltekur að rétti útlendinga til að dveljast á Íslandi skuli skipað með lögum. Það er gert með lögum um útlendinga. Í þeim lögum eru tilgreindir nokkrir flokkar dvalarleyfa. Í sumum þeirra flokka er krafa um lágmarksaldur. Slík krafa er ekki til staðar þegar kemur að dvalarleyfum vegna náms. Umrætt aldursskilyrði er hins vegar sett í reglugerð um útlendinga. Nú er það fyllilega sjálfsagt að ráðherra setji reglugerð til að skýra einstök atriði laganna, t.d. varðandi skilyrði framfærslu sem geta tekið breytingum frá ári til árs. En það er fráleitt að jafnstórt atriði og lágmarksaldur umsóknar dvalarleyfis eigi að setja í reglugerð. Líklegast var ráðherra á hálum ís fyrst þegar reglugerðin var sett. Síðan hefur lögunum verið breytt og nú er tiltekið að ráðherra megi setja „frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi". Með því var það nákvæmlega gert sem stjórnarskráin reynir að hindra: Framkvæmdarvaldinu var færður óútfylltur tékki til að setja hvaða viðbótarskilyrði sem er fyrir því að menn geti dvalið löglega á landinu. Næsta hneisa felst í lýsingu Útlendingastofnunar á gildandi reglum. Eftirfarandi kom fram í fréttum Stöðvar 2 um málið: „Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Útlendingastofnunar reglurnar vera skýrar. Þeim sem eru ekki orðnir átján ára verður ekki veitt dvalarleyfi á Íslandi en Jordan verður átján ára nú í desember. Því hafi hann verið beðinn um að yfirgefa landið en málið var jafnframt tilkynnt barnaverndarnefnd. Útlendingastofnun hafi enga heimild til að veita undanþágu frá reglunum." Sé rétt eftir haft þá fer forstjóri Útlendingastofnunar hér með rangt mál. Eftirfarandi ákvæði má finna í reglugerð um útlendinga: „Útlendingur sem sækir um dvalarleyfi skal hafa náð 18 ára aldri. Útlendingur yngri en 18 ára getur einungis fengið dvalarleyfi í tengslum við dvalarleyfi foreldris eða forsjármanns. Frá þessu má víkja ef: a. barn hefur sérstök tengsl við landið eða þá aðila sem það hyggst búa hjá hér á landi, b. lögformlega hefur verið gengið frá því í heimaríki barns að forsjá þess flytjist til þess aðila sem mun annast það hér á landi og c. niðurstaða könnunar barnaverndarnefndar í því umdæmi þar sem barnið hyggst dveljast hér á landi mæli ekki gegn því. Útlendingastofnun getur enn fremur ákveðið að víkja frá skilyrðum 1. og 2. málsliðar ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því." Sem sagt: Útlendingastofnun hefur víst heimild til að veita undanþágu frá umræddri 18 ára reglu. Að uppfylltum þremur skilyrðum. Forstjórinn hefði getað sagt að ekki ekki hafi verið sótt um undanþágu eða að skilyrðum hennar hafi ekki verið fullnægt, en að halda því fram að undanþágan sé ekki til staðar er rangt. Það sem meira er þá hefur Útlendingastofnun skýra heimild til að víkja frá umræddum skilyrðum ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því. Hér mætti auðveldlega færa rök fyrir því að þar sem umsækjandi sé alveg við það að ná 18 ára aldri, hafi myndað tengsl við landið og ekkert bendi til að barnaverndarsjónarmið eigi við mæli sanngirnisrök fyrir því að hann fái dvalarleyfið. Aftur: Forstjóri Útlendingastofnunar hefði getað sagt að sanngirnisaðstæður hafi ekki verið fyrir hendi að mati stofnunarinnar en það gerði hann ekki, hann sagði að stofnunin hefði ekki getað veitt leyfið, sem er rangt. Í stuttu máli, reglurnar sem notaðar voru til að vísa Jordan Chark úr landi hvíla á hæpnum lagaheimildum. Útlendingastofnun hefur síðan gefið villandi upplýsingar um hverjar reglurnar séu. Stífleikinn og þvermóðskan er svo yfirvöldum til háborinnar skammar. Kanadabúinn knái á skilið að fá afsökunarbeiðni. Á íslensku, auðvitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Brottvísun kanadíska námsmannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendingastofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjafanum og ráðamönnum til lítils sóma. Aðeins á upphafsreit. Ungur Kanadabúi lærir íslensku í gegnum netið. Hann kemur til landsins þremur mánuðum fyrir 18 ára afmælið sitt. Fær inni í Háskóla Ísland í íslensku fyrir útlendinga. Fer strax á annað ár. Útlendingastofnun vísar þessu varnarlausa barni heim, í hlýjan faðm fjölskyldunnar. En eru lög ekki lög? Ja, hver eru nákvæmlega lögin? Stjórnarskráin tiltekur að rétti útlendinga til að dveljast á Íslandi skuli skipað með lögum. Það er gert með lögum um útlendinga. Í þeim lögum eru tilgreindir nokkrir flokkar dvalarleyfa. Í sumum þeirra flokka er krafa um lágmarksaldur. Slík krafa er ekki til staðar þegar kemur að dvalarleyfum vegna náms. Umrætt aldursskilyrði er hins vegar sett í reglugerð um útlendinga. Nú er það fyllilega sjálfsagt að ráðherra setji reglugerð til að skýra einstök atriði laganna, t.d. varðandi skilyrði framfærslu sem geta tekið breytingum frá ári til árs. En það er fráleitt að jafnstórt atriði og lágmarksaldur umsóknar dvalarleyfis eigi að setja í reglugerð. Líklegast var ráðherra á hálum ís fyrst þegar reglugerðin var sett. Síðan hefur lögunum verið breytt og nú er tiltekið að ráðherra megi setja „frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi". Með því var það nákvæmlega gert sem stjórnarskráin reynir að hindra: Framkvæmdarvaldinu var færður óútfylltur tékki til að setja hvaða viðbótarskilyrði sem er fyrir því að menn geti dvalið löglega á landinu. Næsta hneisa felst í lýsingu Útlendingastofnunar á gildandi reglum. Eftirfarandi kom fram í fréttum Stöðvar 2 um málið: „Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Útlendingastofnunar reglurnar vera skýrar. Þeim sem eru ekki orðnir átján ára verður ekki veitt dvalarleyfi á Íslandi en Jordan verður átján ára nú í desember. Því hafi hann verið beðinn um að yfirgefa landið en málið var jafnframt tilkynnt barnaverndarnefnd. Útlendingastofnun hafi enga heimild til að veita undanþágu frá reglunum." Sé rétt eftir haft þá fer forstjóri Útlendingastofnunar hér með rangt mál. Eftirfarandi ákvæði má finna í reglugerð um útlendinga: „Útlendingur sem sækir um dvalarleyfi skal hafa náð 18 ára aldri. Útlendingur yngri en 18 ára getur einungis fengið dvalarleyfi í tengslum við dvalarleyfi foreldris eða forsjármanns. Frá þessu má víkja ef: a. barn hefur sérstök tengsl við landið eða þá aðila sem það hyggst búa hjá hér á landi, b. lögformlega hefur verið gengið frá því í heimaríki barns að forsjá þess flytjist til þess aðila sem mun annast það hér á landi og c. niðurstaða könnunar barnaverndarnefndar í því umdæmi þar sem barnið hyggst dveljast hér á landi mæli ekki gegn því. Útlendingastofnun getur enn fremur ákveðið að víkja frá skilyrðum 1. og 2. málsliðar ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því." Sem sagt: Útlendingastofnun hefur víst heimild til að veita undanþágu frá umræddri 18 ára reglu. Að uppfylltum þremur skilyrðum. Forstjórinn hefði getað sagt að ekki ekki hafi verið sótt um undanþágu eða að skilyrðum hennar hafi ekki verið fullnægt, en að halda því fram að undanþágan sé ekki til staðar er rangt. Það sem meira er þá hefur Útlendingastofnun skýra heimild til að víkja frá umræddum skilyrðum ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því. Hér mætti auðveldlega færa rök fyrir því að þar sem umsækjandi sé alveg við það að ná 18 ára aldri, hafi myndað tengsl við landið og ekkert bendi til að barnaverndarsjónarmið eigi við mæli sanngirnisrök fyrir því að hann fái dvalarleyfið. Aftur: Forstjóri Útlendingastofnunar hefði getað sagt að sanngirnisaðstæður hafi ekki verið fyrir hendi að mati stofnunarinnar en það gerði hann ekki, hann sagði að stofnunin hefði ekki getað veitt leyfið, sem er rangt. Í stuttu máli, reglurnar sem notaðar voru til að vísa Jordan Chark úr landi hvíla á hæpnum lagaheimildum. Útlendingastofnun hefur síðan gefið villandi upplýsingar um hverjar reglurnar séu. Stífleikinn og þvermóðskan er svo yfirvöldum til háborinnar skammar. Kanadabúinn knái á skilið að fá afsökunarbeiðni. Á íslensku, auðvitað.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun