Poppdívan Beyoncé Knowles hefur sett eiginmanninum Jay-Z skýrar reglur nú þegar hún gengur með fyrsta barn þeirra. Söngkonan segist vera ótrúlega næm á lykt og það þýðir að bóndinn verður að gæta að hreinlæti sínu.
„Ég finn lyktina af öllu – óléttan magnar allt upp. Ef það er vond lykt, þá finn ég hana,“ segir Beyoncé.
Þessi næmni hefur haft í för með sér breytingar fyrir rapparann Jay-Z. Hann þarf að finna sér nýjan rakspíra: „Ég hef alltaf elskað lyktina sem maðurinn minn notar, en ég þoli hana ekki núna.“
Viðkvæm á meðgöngunni
