Leikkonan Eva Longoria deilir fyrsta sæti lista tímaritsins Forbes yfir best launuðu leikkonurnar í sjónvarpi, með gamanleikkonunni Tinu Fey úr 30 Rock þáttunum. Longoria, sem leikur hina fögru Gabrielle í Aðþrengdum eiginkonum, vann sér inn um einn og hálfan milljarð á síðasta ári.
Þess bera að geta að allar fjórar aðalleikkonur þáttanna sitja í fyrstu tíu sætum listans en þættirnir njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og er áttunda serían nýfarin í loftið í Bandaríkjunum.
Leikkonan Marcia Cross sem leikur hina snyrtilegu Bree í þáttunum er í þriðja sæti listans en Teri Hatcher og Felicity Huffman sitja saman í sjötta sæti.
