Lífið

Kynntist nýjum Kobba Magg

Milli Malbiksins og regnbogans Samtalsbók Þórunnar Erlu-og Valdimarsdóttur við Jakob Frímann kemur út fyrir þessi jól.Fréttablaðið/Vilhelm
Milli Malbiksins og regnbogans Samtalsbók Þórunnar Erlu-og Valdimarsdóttur við Jakob Frímann kemur út fyrir þessi jól.Fréttablaðið/Vilhelm
„Þegar ég fór að lesa þetta þá brá mér eilítið í brún á köflum og mér fannst ég vera að kynnast nýjum Kobba Magg,“ segir Jakob Frímann Magnússon. Samtalsbók Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur við Stuðmanninn Jakob Frímann Magnússon kemur út fyrir þessi jól.

Jakob hefur verið í sviðsljósinu síðan elstu menn muna, bæði sem tónlistarmaður en líka í hlutverki stjórnmálamanns, miðborgarstjóra og ekki síst menningarfulltrúa í London. Jakob viðurkennir í bókinni að hafa daðrað við hina heilögu þrenningu tónlistarmannsins; kynlíf, rokk og eiturlyf en reynsluheimur hans markist þó ekki af þessu þrennu.

Jakob segir samstarfið við Þórunni hafi verið skemmtilegt, þegar svona merkur sagnfræðingur og rithöfundur banki upp á hjá manni fyllist maður lotningu og undirgefni en vonandi ekki eftirsjá. Hann hafi verið búinn að afþakka svona boð í tvígang en það sé einhver þrenning sem sé gegnumgangandi í lífi okkar. „Ég bauð henni í bíltúr og hún spurði mig spjörunum úr og rakti úr mér garnirnar. Þetta var langur en fróðlegur bíltúr, ekki síst fyrir mig sem var ekki búinn að gleyma mörgu en grafa sumt djúpt í minni.“

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×