Öryggisventill fer í stjórnarandstöðu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. október 2011 10:00 Forsetinn og ríkisstjórnin eru komin í stríð. Hafi það ekki legið ljóst fyrir eftir árásir forsetans á stjórnina fyrir fáeinum vikum er það klárt eftir harðorð andsvör ráðherra á Alþingi í fyrrakvöld. Þetta er ný staða. Eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vakti athygli á gerir stjórnskipan landsins ekki ráð fyrir að forsetinn hafi aðra stefnu í pólitískum málum en réttkjörin stjórnvöld. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í áföngum mjakað sér í þessa stöðu, sem nú má kalla stjórnarandstöðu. Þegar hann tók fyrsta stóra skrefið til breytingar á embættinu sumarið 2004 með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði hann að í ákvörðun sinni fælist hvorki gagnrýni á Alþingi og ríkisstjórn né efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Það væri bara farsælast að þjóðin fengi að kjósa um málið. Þarna setti forsetinn sig í hlutverk hins svokallaða öryggisventils er hann talaði um gjána milli þings og þjóðar. Rúmum sjö árum síðar dembir Ólafur Ragnar sér yfir ríkisstjórnina í samtali við RÚV og segir að hún hafi beygt sig fyrir ofbeldi Evrópuþjóða í Icesave-málinu og samþykkt samning „sem var svo óheyrilegur að ekki aðeins hrópaði íslenska þjóðin hann af heldur hlupu Bretar og Hollendingar frá honum…" Þetta virðist ekki sami forsetinn og staðfesti lögin um þennan sama samning, með fyrirvörum Alþingis, í september 2009 með þeim orðum að hann óskaði þess að „kraftar þings og þjóðar verði sameinaðir í því brýna verkefni að endurreisa íslenskt efnahagslíf, styrkja fjárhag heimilanna og stoðir atvinnuveganna". Ólafur Ragnar var enn í öryggisventilshlutverkinu fjórum mánuðum síðar, þegar hann synjaði nýjum Icesave-lögum staðfestingar með þeim rökum að þjóðin yrði sjálf að vera sannfærð um að hún réði för. Það var hann líka þegar hann ítrekaði í nóvember í fyrra að það væri „grundvallarregla í stjórnskipun Íslands að forseti tæki ekki afstöðu til samninga eða málefna sem Alþingi ætti eftir að afgreiða". Sama átti við um rökin sem hann færði fyrir þeirri ákvörðun sinni að synja þriðju Icesave-lögunum staðfestingar. Margir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að forsetinn eigi að vera öryggisventill sem grípur í taumana og knýr fram þjóðaratkvæði ef Alþingi virðist hafa samþykkt löggjöf í andstöðu við vilja almennings. Að minnsta kosti á meðan hvorki almennir kjósendur né minnihluti þingsins hafa möguleika á að gegna því hlutverki. En ætli margir séu sammála því að hann eigi að gegna hlutverki stjórnarandstöðu þegar honum finnst henta? Getur ekki stjórnarandstaðan á Alþingi séð um það sjálf? Svo má líka spyrja hvers vegna einmitt nú skipti forsetinn um hlutverk og fari í harða stjórnarandstöðu. Svarið liggur raunar í augum uppi. Nú þegar forsetakosningar nálgast enn á ný er gráupplagt að nýta sér óvinsældir núverandi ríkisstjórnar og finna sér nýja vini í hópi andstæðinga hennar. Þetta litla stríð er sennilega sniðugt fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. Hvort það þjónar þeim tilgangi að „kraftar þings og þjóðar verði sameinaðir" í krefjandi verkefnum er allt önnur saga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Forsetinn og ríkisstjórnin eru komin í stríð. Hafi það ekki legið ljóst fyrir eftir árásir forsetans á stjórnina fyrir fáeinum vikum er það klárt eftir harðorð andsvör ráðherra á Alþingi í fyrrakvöld. Þetta er ný staða. Eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vakti athygli á gerir stjórnskipan landsins ekki ráð fyrir að forsetinn hafi aðra stefnu í pólitískum málum en réttkjörin stjórnvöld. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í áföngum mjakað sér í þessa stöðu, sem nú má kalla stjórnarandstöðu. Þegar hann tók fyrsta stóra skrefið til breytingar á embættinu sumarið 2004 með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði hann að í ákvörðun sinni fælist hvorki gagnrýni á Alþingi og ríkisstjórn né efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Það væri bara farsælast að þjóðin fengi að kjósa um málið. Þarna setti forsetinn sig í hlutverk hins svokallaða öryggisventils er hann talaði um gjána milli þings og þjóðar. Rúmum sjö árum síðar dembir Ólafur Ragnar sér yfir ríkisstjórnina í samtali við RÚV og segir að hún hafi beygt sig fyrir ofbeldi Evrópuþjóða í Icesave-málinu og samþykkt samning „sem var svo óheyrilegur að ekki aðeins hrópaði íslenska þjóðin hann af heldur hlupu Bretar og Hollendingar frá honum…" Þetta virðist ekki sami forsetinn og staðfesti lögin um þennan sama samning, með fyrirvörum Alþingis, í september 2009 með þeim orðum að hann óskaði þess að „kraftar þings og þjóðar verði sameinaðir í því brýna verkefni að endurreisa íslenskt efnahagslíf, styrkja fjárhag heimilanna og stoðir atvinnuveganna". Ólafur Ragnar var enn í öryggisventilshlutverkinu fjórum mánuðum síðar, þegar hann synjaði nýjum Icesave-lögum staðfestingar með þeim rökum að þjóðin yrði sjálf að vera sannfærð um að hún réði för. Það var hann líka þegar hann ítrekaði í nóvember í fyrra að það væri „grundvallarregla í stjórnskipun Íslands að forseti tæki ekki afstöðu til samninga eða málefna sem Alþingi ætti eftir að afgreiða". Sama átti við um rökin sem hann færði fyrir þeirri ákvörðun sinni að synja þriðju Icesave-lögunum staðfestingar. Margir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að forsetinn eigi að vera öryggisventill sem grípur í taumana og knýr fram þjóðaratkvæði ef Alþingi virðist hafa samþykkt löggjöf í andstöðu við vilja almennings. Að minnsta kosti á meðan hvorki almennir kjósendur né minnihluti þingsins hafa möguleika á að gegna því hlutverki. En ætli margir séu sammála því að hann eigi að gegna hlutverki stjórnarandstöðu þegar honum finnst henta? Getur ekki stjórnarandstaðan á Alþingi séð um það sjálf? Svo má líka spyrja hvers vegna einmitt nú skipti forsetinn um hlutverk og fari í harða stjórnarandstöðu. Svarið liggur raunar í augum uppi. Nú þegar forsetakosningar nálgast enn á ný er gráupplagt að nýta sér óvinsældir núverandi ríkisstjórnar og finna sér nýja vini í hópi andstæðinga hennar. Þetta litla stríð er sennilega sniðugt fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. Hvort það þjónar þeim tilgangi að „kraftar þings og þjóðar verði sameinaðir" í krefjandi verkefnum er allt önnur saga.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun