Innantómt píp Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. október 2011 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að Matvælarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, hefði sótt um 300 milljónir króna í svokallaðan IPA-styrk frá Evrópusambandinu. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa þannig að Matís geti framkvæmt ýmsar lögbundnar mælingar í þágu matvælaöryggis. Ný matvælalöggjöf, sem er hluti EES-samningsins, tekur gildi um næstu mánaðamót og það er til að geta uppfyllt skilyrði hennar sem Matís sækir um styrkinn. Styrkumsóknin er óneitanlega athyglisverð í ljósi þess að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, sem fer með hundrað prósenta eignarhlut ríkisins í Matís, hafði látið það boð út ganga að stofnanir sem heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið ættu að láta það ógert að sækja um IPA-styrki. Ráðherra talaði raunar alls ekki fallega um þessa styrki, kallaði þá andlýðræðislega og "fémútur" á Búnaðarþingi í vor. Fréttablaðið fékk að vita að ráðherrann hefði fundað með forsvarsmönnum Matís vegna styrkumsóknarinnar. Þeir sem voru á fundinum vildu hins vegar lítið tala um hann. Sumir af stjórnarmönnum Matís voru jafnvel á því að hann hefði alls ekki farið fram. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðherrans, staðfesti þó að lokum að fundurinn hefði verið haldinn. Hann segist alls ekki hafa upplifað það svo að ráðherrann hafi á fundinum veitt forsvarsmönnum Matís ákúrur vegna umsóknarinnar. Jón Bjarnason setur sig með öðrum orðum ekki upp á móti því að Matís, sem heyrir undir hann, sæki um IPA-styrkinn. Enda væri það svolítið skrýtið ef ráðherrann færi að reyna að þvælast fyrir því að fyrirtækið gæti uppfyllt skilyrði laga sem hann mælti fyrir sjálfur á Alþingi í fyrravor. Það væri líka sérkennilegt ef sá maður á Íslandi sem mest og oftast talar um matvælaöryggi (að Haraldi Benediktssyni kannski undanskildum) væri á móti því að gera Matís kleift að sinna þeirri lögbundnu skyldu sinni að mæla til dæmis skordýraeitur og varnarefni í matvælum. Sömuleiðis hefði það verið furðulegt að ráðherrann hefði sett sig upp á móti þessari styrkumsókn Matís, í ljósi þess að fyrirtækið og forverar þess, rannsóknastofnanir á vegum ríkisins, hafa fengið hundruð milljóna króna í styrki frá Evrópusambandinu frá því að EES-samningurinn tók gildi. Matís sótti á síðasta ári um 25 slíka. Andstöðuleysi Jóns Bjarnasonar við styrkumsókn Matís afhjúpar hins vegar tal hans um vondu múturnar frá ESB sem innantómt og hræsnisfullt píp. Sem er undirstrikað enn frekar af þeirri staðreynd að sjálfur stýrði Jón einu sinni ríkisstofnun sem sótti um og fékk drjúga ESB-styrki, nefnilega Háskólanum á Hólum. En þá hétu þeir auðvitað ekki mútur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að Matvælarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, hefði sótt um 300 milljónir króna í svokallaðan IPA-styrk frá Evrópusambandinu. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa þannig að Matís geti framkvæmt ýmsar lögbundnar mælingar í þágu matvælaöryggis. Ný matvælalöggjöf, sem er hluti EES-samningsins, tekur gildi um næstu mánaðamót og það er til að geta uppfyllt skilyrði hennar sem Matís sækir um styrkinn. Styrkumsóknin er óneitanlega athyglisverð í ljósi þess að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, sem fer með hundrað prósenta eignarhlut ríkisins í Matís, hafði látið það boð út ganga að stofnanir sem heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið ættu að láta það ógert að sækja um IPA-styrki. Ráðherra talaði raunar alls ekki fallega um þessa styrki, kallaði þá andlýðræðislega og "fémútur" á Búnaðarþingi í vor. Fréttablaðið fékk að vita að ráðherrann hefði fundað með forsvarsmönnum Matís vegna styrkumsóknarinnar. Þeir sem voru á fundinum vildu hins vegar lítið tala um hann. Sumir af stjórnarmönnum Matís voru jafnvel á því að hann hefði alls ekki farið fram. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðherrans, staðfesti þó að lokum að fundurinn hefði verið haldinn. Hann segist alls ekki hafa upplifað það svo að ráðherrann hafi á fundinum veitt forsvarsmönnum Matís ákúrur vegna umsóknarinnar. Jón Bjarnason setur sig með öðrum orðum ekki upp á móti því að Matís, sem heyrir undir hann, sæki um IPA-styrkinn. Enda væri það svolítið skrýtið ef ráðherrann færi að reyna að þvælast fyrir því að fyrirtækið gæti uppfyllt skilyrði laga sem hann mælti fyrir sjálfur á Alþingi í fyrravor. Það væri líka sérkennilegt ef sá maður á Íslandi sem mest og oftast talar um matvælaöryggi (að Haraldi Benediktssyni kannski undanskildum) væri á móti því að gera Matís kleift að sinna þeirri lögbundnu skyldu sinni að mæla til dæmis skordýraeitur og varnarefni í matvælum. Sömuleiðis hefði það verið furðulegt að ráðherrann hefði sett sig upp á móti þessari styrkumsókn Matís, í ljósi þess að fyrirtækið og forverar þess, rannsóknastofnanir á vegum ríkisins, hafa fengið hundruð milljóna króna í styrki frá Evrópusambandinu frá því að EES-samningurinn tók gildi. Matís sótti á síðasta ári um 25 slíka. Andstöðuleysi Jóns Bjarnasonar við styrkumsókn Matís afhjúpar hins vegar tal hans um vondu múturnar frá ESB sem innantómt og hræsnisfullt píp. Sem er undirstrikað enn frekar af þeirri staðreynd að sjálfur stýrði Jón einu sinni ríkisstofnun sem sótti um og fékk drjúga ESB-styrki, nefnilega Háskólanum á Hólum. En þá hétu þeir auðvitað ekki mútur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun