Enn eitt stórvirki Bjarkar Trausti Júlíusson skrifar 8. október 2011 16:30 Magnað verk Áttunda sólóplata Bjarkar er ekki besta verk hennar en mögnuð engu að síður. Tónlist. Biophilia. Björk. Biophilia, áttunda sólóplata Bjarkar, er mjög metnaðarfullt verk. Platan sjálf, sem er hér til umfjöllunar, er hluti af stærra verkefni sem einnig nær yfir tónleika sem haldnir verða í níu borgum fram til ársins 2014 og forrit fyrir iPad og snjallsíma, en hægt er að kaupa sérstakt smáforrit fyrir hvert laganna tíu á plötunni. Markaðssetning Biophiliu hefur að mestu snúist um það hversu nýstárlegt og byltingarkennt verkið er og það má til sanns vegar færa jafnt hvað varðar sköpunarferlið, tónleikana og fyrrnefnd smáforrit. Platan var að hluta til samin á iPad og sérstök hljóðfæri sem voru smíðuð samkvæmt hugmyndum Bjarkar eru notuð á plötunni og tónleikunum. Með snjallsímaforritunum er svo hægt að rannsaka hvert lag og hafa áhrif á það hvernig það hljómar. Biophilia-verkefnið í heild fjallar um tengsl tónlistar, náttúru og tækni og leitaði Björk meðal annars til vísindamanna og uppfinningamanna við vinnslu þess. Biophilia-platan sjálf er samt hefðbundinn geisladiskur sem til að byrja með er fáanlegur í tveimur útgáfum, tíu laga útgáfu og viðhafnarútgáfu sem inniheldur þrjú aukalög, þar á meðal lagið Náttúru sem Björk gerði árið 2008 og Thom Yorke syngur bakraddir í. Eins og áður semur Björk flest lög og texta en Damien Taylor og Mark Bell koma að einstaka lagasmíðum og Oddný Eir Ævarsdóttir og Sjón taka þátt í að semja nokkra textanna. Á meðal annarra samstarfsmanna á plötunni má nefna Matthew Herbert og Zeenu Parkins. Tónlistarlega er Biophilia kannski ekki eins byltingarkennd og maður hefði getað haldið. Hljómur plötunnar er vissulega einstakur og hún er ekki eins og nein önnur Bjarkarplata, en Björk hefur samt verið að vinna með ámóta hluti áður. Á meðal þess sem setur svip á Biophiliu er bjartur og tær hörpuhljómur, kórútsetningar og harðir og ómstríðir raftónlistartaktar. Lagasmíðarnar eru svolítið tormeltari en áður – það er ekkert Violently Happy eða Isobel hér – en platan vinnur jafnt og þétt á við endurtekna hlustun og eftir nokkrar umferðir í spilaranum á fullum styrk er hún búin að ná manni. Það eru mörg flott lög á Biophiliu. Flestir þekkja sennilega fyrsta smáskífulagið Crystalline, sem stigmagnast og endar með hörðum trommu- og bassakafla sem breska dúóið 16bit á heiðurinn af, en þeir félagar setja líka svip sinn á lagið Mutual Core. Thunderbolt einkennist af kórsöng og Tesla-bassalínu, Cosmogony er einfalt og melódískt, en Dark Matter og Hollow eru skrýtin og skuggaleg. Platan byrjar og endar á rólegum og fallegum tónum. Upphafslagið Moon hefst á hörpuleik Zeenu Parkins, en hún sér jafnframt um eina undirspilið í lokalaginu, Solstice. Í því leikur hún á sérsmíðaða pendúlshörpu. Frábært lag. Það þarf líka að geta þess að Björk syngur mjög vel á plötunni. Á heildina litið er Biophilia enn eitt stórvirkið á ferli Bjarkar. Kannski ekki hennar besta plata, en magnað verk engu að síður og plata sem sýnir að Björk er ekki hætt leitinni að nýjum og spennandi hlutum. Niðurstaða: Björk gefur ekkert eftir á metnaðarfullri plötu. Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Magnað verk Áttunda sólóplata Bjarkar er ekki besta verk hennar en mögnuð engu að síður. Tónlist. Biophilia. Björk. Biophilia, áttunda sólóplata Bjarkar, er mjög metnaðarfullt verk. Platan sjálf, sem er hér til umfjöllunar, er hluti af stærra verkefni sem einnig nær yfir tónleika sem haldnir verða í níu borgum fram til ársins 2014 og forrit fyrir iPad og snjallsíma, en hægt er að kaupa sérstakt smáforrit fyrir hvert laganna tíu á plötunni. Markaðssetning Biophiliu hefur að mestu snúist um það hversu nýstárlegt og byltingarkennt verkið er og það má til sanns vegar færa jafnt hvað varðar sköpunarferlið, tónleikana og fyrrnefnd smáforrit. Platan var að hluta til samin á iPad og sérstök hljóðfæri sem voru smíðuð samkvæmt hugmyndum Bjarkar eru notuð á plötunni og tónleikunum. Með snjallsímaforritunum er svo hægt að rannsaka hvert lag og hafa áhrif á það hvernig það hljómar. Biophilia-verkefnið í heild fjallar um tengsl tónlistar, náttúru og tækni og leitaði Björk meðal annars til vísindamanna og uppfinningamanna við vinnslu þess. Biophilia-platan sjálf er samt hefðbundinn geisladiskur sem til að byrja með er fáanlegur í tveimur útgáfum, tíu laga útgáfu og viðhafnarútgáfu sem inniheldur þrjú aukalög, þar á meðal lagið Náttúru sem Björk gerði árið 2008 og Thom Yorke syngur bakraddir í. Eins og áður semur Björk flest lög og texta en Damien Taylor og Mark Bell koma að einstaka lagasmíðum og Oddný Eir Ævarsdóttir og Sjón taka þátt í að semja nokkra textanna. Á meðal annarra samstarfsmanna á plötunni má nefna Matthew Herbert og Zeenu Parkins. Tónlistarlega er Biophilia kannski ekki eins byltingarkennd og maður hefði getað haldið. Hljómur plötunnar er vissulega einstakur og hún er ekki eins og nein önnur Bjarkarplata, en Björk hefur samt verið að vinna með ámóta hluti áður. Á meðal þess sem setur svip á Biophiliu er bjartur og tær hörpuhljómur, kórútsetningar og harðir og ómstríðir raftónlistartaktar. Lagasmíðarnar eru svolítið tormeltari en áður – það er ekkert Violently Happy eða Isobel hér – en platan vinnur jafnt og þétt á við endurtekna hlustun og eftir nokkrar umferðir í spilaranum á fullum styrk er hún búin að ná manni. Það eru mörg flott lög á Biophiliu. Flestir þekkja sennilega fyrsta smáskífulagið Crystalline, sem stigmagnast og endar með hörðum trommu- og bassakafla sem breska dúóið 16bit á heiðurinn af, en þeir félagar setja líka svip sinn á lagið Mutual Core. Thunderbolt einkennist af kórsöng og Tesla-bassalínu, Cosmogony er einfalt og melódískt, en Dark Matter og Hollow eru skrýtin og skuggaleg. Platan byrjar og endar á rólegum og fallegum tónum. Upphafslagið Moon hefst á hörpuleik Zeenu Parkins, en hún sér jafnframt um eina undirspilið í lokalaginu, Solstice. Í því leikur hún á sérsmíðaða pendúlshörpu. Frábært lag. Það þarf líka að geta þess að Björk syngur mjög vel á plötunni. Á heildina litið er Biophilia enn eitt stórvirkið á ferli Bjarkar. Kannski ekki hennar besta plata, en magnað verk engu að síður og plata sem sýnir að Björk er ekki hætt leitinni að nýjum og spennandi hlutum. Niðurstaða: Björk gefur ekkert eftir á metnaðarfullri plötu.
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira