Íslensk einræðuhefð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. október 2011 06:00 Íslendingar eru einræðusinnar. Hér er það talið til vitnis um styrk að hlusta ekki á það sem annað fólk hefur fram að færa nema tryggt sé að það segi einungis það sem við vissum fyrir og staðfesti það sem okkur fannst sjálfum. Maður sér þetta daglega. Til dæmis í sjónvarpinu. Þá sitja tvær manneskjur með þáttarstjórnanda á milli sín patandi eins og dómari í boxi; önnur talar og talar og talar en ekki við neinn sérstakan en hin situr með ólundarsvip og bíður þess að hin ljúki sér af svo að hún megi komast að með einræður sínar. Vonlaust virðist að koma sér saman um tilteknar forsendur til að tala út frá. Að hafa orðiðÍslenskir einræðusinnar tala um „að hafa orðið", eins og orðið sé herfang sem maður hafi aflað sér með harðfylgi og ætli ekki að láta af hendi fyrr en í fulla hnefana – eða bolti í leik og maður megi „hafa 'ann" eins lengi og maður geti haldið honum, skýlt honum fyrir öðrum, sólað upp völlinn, endað svo sprettinn með glæsilegu skoti skeytin inn. Fólk sem tekur þátt í opinberri umræðu á Íslandi er nær undantekningarlaust talsmenn alls konar hagsmuna – annarra en almannahagsmuna. Þetta snýst nánast alltaf um peninga: verði það ofan á sem viðkomandi talsmaður talar fyrir þá fær hann og hans lið meiri peninga. Sjálft samfélagið á sér enga talsmenn. Þessi hefð, að líta á það sem vitnisburð um veikleika að hlusta á þá sem maður gæti hugsanlega verið ósammála, kom sérlega vel í ljós við þingsetningu og stefnuræðu forsætisráðherra nýlega. Inni á alþingi er raunar flokkur manna sem hafa sérhæft sig í því að halda nokkurs konar óræður, hafa orðið og halda orðinu til að tryggja að enginn komist að sem gæti hugsanlega legið eitthvað á hjarta. Sú hefð hefur líka smám saman skapast að þegar stendur til að „þjóðin" hlýði á umræður alþingismanna kemur hópur fólks sér fyrir við Alþingishúsið og hefur þar háreysti, lemur í tunnur og býr til annan gauragang, til þess að heyra ekki ræðurnar. Að sumu leyti minnir þessi gjörningur á barn sem stingur puttunum í eyrun á sér og argar til að þurfa ekki að heyra leiðinlegar áminningar. Þetta er tilraun þeirra valdalausu til að láta vita af því að ekkert það sem sagt verði á alþingi eigi skilið að berast kjósendum til eyrna. Þetta fólk hefur tekið sér stöðu í gjánni milli þings og þjóðar og djöflast þar. Þetta er dapurlegur vitnisburður um ástandið á þingræðinu í landinu. Ætlið þið að hafa þetta svona?Þegar forseti Íslands ávarpaði þingið venju samkvæmt við setningu þess notuðu nokkrir þingmenn stjórnarliðsins tækifærið til að koma rækilega á framfæri vanþóknun sinni yfir embættisfærslum og framgöngu forsetans. Það gerðu þeir með því að neita að hlýða á hann tala. Og þeir sem þó létu sig hafa það að sitja undir ræðunni virtust aðeins hafa heyrt einhvern ávæning af henni og fóru strax að tala um valdagræðgi Ólafs Ragnars. Ekki skildi ég ræðuna þannig: Ólafur Ragnar rakti nokkur atriði í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá þar sem fram koma all nokkrar breytingar á forsetaembættinu, valdsviði þess og samskiptum við ráðherra – en stórlega er dregið úr valdi ráðherra í þessum tillögum. Eiríkur Bergmann og fleiri stjórnlagaþingmenn hafa andmælt túlkunum Ólafs Ragnars og talað um að einungis sé um formsatriði að ræða þegar talað er um í frumvarpinu að forseti geri hitt og þetta, hið raunverulega vald liggi annars staðar, samkvæmt anda laganna. Þetta andatal dró Sighvatur Björgvinsson mjög í efa hér í blaðinu í síðustu viku en hvað sem því líður þá þekkjum við öll hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hefur lagt sinn skilning í anda laga um forsetaembættið og meint formsatriði en almennt var gert fram að tíð hans. Bjarni Benediktsson sendi á sínum tíma Matthías Johannessen til að biðja Halldór Laxness um að gefa kost á sér til forseta – það hefði hann varla gert hefði hann haft trú á því að málskotsréttur eða synjunarvald forseta væri annað og meira en formsatriði. En sum sé: Ólafur Ragnar hélt ágæta ræðu við þingsetningu, lýsti yfirvofandi breytingum sem kunna að vera á forsetaembættinu, verði tillögur stjórnlagaráðs að veruleika og spurði eiginlega: Ætlið þið að hafa þetta svona? Ef svo er, þurfið þið ekki að koma því á hreint áður en þjóðin kýs sér nýjan forseta? Á þjóðin ekki rétt á því að vita til hvers konar embættis það er að fara að kjósa einhvern einstakling? Enginn hefur svarað Ólafi, nema stjórnlagaþingmenn, enda fólst ein byltingin í störfum þess þings í því að þar talaði fólk saman og reyndi að komast að sameiginlegum niðurstöðum. Alþingismenn hafa hins vegar ekki virt Ólaf – nú eða þjóðina – svars á þessum aðkallandi spurningum. Þeir eru of uppteknir við að hlusta ekki og halda óræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun
Íslendingar eru einræðusinnar. Hér er það talið til vitnis um styrk að hlusta ekki á það sem annað fólk hefur fram að færa nema tryggt sé að það segi einungis það sem við vissum fyrir og staðfesti það sem okkur fannst sjálfum. Maður sér þetta daglega. Til dæmis í sjónvarpinu. Þá sitja tvær manneskjur með þáttarstjórnanda á milli sín patandi eins og dómari í boxi; önnur talar og talar og talar en ekki við neinn sérstakan en hin situr með ólundarsvip og bíður þess að hin ljúki sér af svo að hún megi komast að með einræður sínar. Vonlaust virðist að koma sér saman um tilteknar forsendur til að tala út frá. Að hafa orðiðÍslenskir einræðusinnar tala um „að hafa orðið", eins og orðið sé herfang sem maður hafi aflað sér með harðfylgi og ætli ekki að láta af hendi fyrr en í fulla hnefana – eða bolti í leik og maður megi „hafa 'ann" eins lengi og maður geti haldið honum, skýlt honum fyrir öðrum, sólað upp völlinn, endað svo sprettinn með glæsilegu skoti skeytin inn. Fólk sem tekur þátt í opinberri umræðu á Íslandi er nær undantekningarlaust talsmenn alls konar hagsmuna – annarra en almannahagsmuna. Þetta snýst nánast alltaf um peninga: verði það ofan á sem viðkomandi talsmaður talar fyrir þá fær hann og hans lið meiri peninga. Sjálft samfélagið á sér enga talsmenn. Þessi hefð, að líta á það sem vitnisburð um veikleika að hlusta á þá sem maður gæti hugsanlega verið ósammála, kom sérlega vel í ljós við þingsetningu og stefnuræðu forsætisráðherra nýlega. Inni á alþingi er raunar flokkur manna sem hafa sérhæft sig í því að halda nokkurs konar óræður, hafa orðið og halda orðinu til að tryggja að enginn komist að sem gæti hugsanlega legið eitthvað á hjarta. Sú hefð hefur líka smám saman skapast að þegar stendur til að „þjóðin" hlýði á umræður alþingismanna kemur hópur fólks sér fyrir við Alþingishúsið og hefur þar háreysti, lemur í tunnur og býr til annan gauragang, til þess að heyra ekki ræðurnar. Að sumu leyti minnir þessi gjörningur á barn sem stingur puttunum í eyrun á sér og argar til að þurfa ekki að heyra leiðinlegar áminningar. Þetta er tilraun þeirra valdalausu til að láta vita af því að ekkert það sem sagt verði á alþingi eigi skilið að berast kjósendum til eyrna. Þetta fólk hefur tekið sér stöðu í gjánni milli þings og þjóðar og djöflast þar. Þetta er dapurlegur vitnisburður um ástandið á þingræðinu í landinu. Ætlið þið að hafa þetta svona?Þegar forseti Íslands ávarpaði þingið venju samkvæmt við setningu þess notuðu nokkrir þingmenn stjórnarliðsins tækifærið til að koma rækilega á framfæri vanþóknun sinni yfir embættisfærslum og framgöngu forsetans. Það gerðu þeir með því að neita að hlýða á hann tala. Og þeir sem þó létu sig hafa það að sitja undir ræðunni virtust aðeins hafa heyrt einhvern ávæning af henni og fóru strax að tala um valdagræðgi Ólafs Ragnars. Ekki skildi ég ræðuna þannig: Ólafur Ragnar rakti nokkur atriði í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá þar sem fram koma all nokkrar breytingar á forsetaembættinu, valdsviði þess og samskiptum við ráðherra – en stórlega er dregið úr valdi ráðherra í þessum tillögum. Eiríkur Bergmann og fleiri stjórnlagaþingmenn hafa andmælt túlkunum Ólafs Ragnars og talað um að einungis sé um formsatriði að ræða þegar talað er um í frumvarpinu að forseti geri hitt og þetta, hið raunverulega vald liggi annars staðar, samkvæmt anda laganna. Þetta andatal dró Sighvatur Björgvinsson mjög í efa hér í blaðinu í síðustu viku en hvað sem því líður þá þekkjum við öll hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hefur lagt sinn skilning í anda laga um forsetaembættið og meint formsatriði en almennt var gert fram að tíð hans. Bjarni Benediktsson sendi á sínum tíma Matthías Johannessen til að biðja Halldór Laxness um að gefa kost á sér til forseta – það hefði hann varla gert hefði hann haft trú á því að málskotsréttur eða synjunarvald forseta væri annað og meira en formsatriði. En sum sé: Ólafur Ragnar hélt ágæta ræðu við þingsetningu, lýsti yfirvofandi breytingum sem kunna að vera á forsetaembættinu, verði tillögur stjórnlagaráðs að veruleika og spurði eiginlega: Ætlið þið að hafa þetta svona? Ef svo er, þurfið þið ekki að koma því á hreint áður en þjóðin kýs sér nýjan forseta? Á þjóðin ekki rétt á því að vita til hvers konar embættis það er að fara að kjósa einhvern einstakling? Enginn hefur svarað Ólafi, nema stjórnlagaþingmenn, enda fólst ein byltingin í störfum þess þings í því að þar talaði fólk saman og reyndi að komast að sameiginlegum niðurstöðum. Alþingismenn hafa hins vegar ekki virt Ólaf – nú eða þjóðina – svars á þessum aðkallandi spurningum. Þeir eru of uppteknir við að hlusta ekki og halda óræður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun