Lífið

Matt Damon og Douglas leika elskendur

Elskar Douglas Matt Damon mun leika ungan ástmann Michaels Douglas í kvikmynd um tónlistarmanninn Liberace.
Elskar Douglas Matt Damon mun leika ungan ástmann Michaels Douglas í kvikmynd um tónlistarmanninn Liberace.
Matt Damon mun leika ungan elskhuga Michael Douglas í kvikmyndinni Behind the Candelbra sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Liberace. Myndin á að gefa góða mynd af lífi þessa listamanns sem klæddist skrautlegum búningum uppi á sviði. Myndin mun jafnframt fjalla um sérstakt samband Liberace og Scotts Thorson.

Steven Soderbergh mun leikstýra myndinni en framleiðandinn Jerry Weintraub sagðist vera himinlifandi með að hafa klófest leikarana tvo. Liberace lést árið 1987, þá aðeins 67 ára að aldri. Hann gaf aldrei neitt uppi um kynhneigð sína og fór eitt sinn í mál við dagblað sem hélt því fram að hann væri samkynhneigður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×