Semja ný lög í sumarbústað 13. október 2011 10:00 Katrín Mogensen og félagar í Mammút hafa samið lög á nýjustu plötu sína í sumarbústað uppi í sveit. Mammút hefur verið að semja lög á næstu plötu sína í sumarbústað uppi í sveit. „Við leigðum ódýran sumarbústað fyrir utan bæinn, pínkulítinn. Við erum búin að fara þangað tvisvar í sumar og höfum verið í viku, tíu daga í senn,“ segir söngkonan Katrín Mogensen. „Það hefur gengið mjög vel. Það var algjörlega frábær ákvörðun.“ Upptökur á nýju plötunni hefjast í næsta mánuði. Hljómsveitin var búin að taka upp marga grunna fyrir plötuna en ákvað að henda þeim í ruslið og byrja upp á nýtt. „Við þurftum að gera eitthvað róttækt á eftir Karkara [sem kom út 2008]. Við þurftum að kúpla okkur út frá þeirri plötu,“ segir Katrín. „Við vorum búin að spila hana svo mikið en núna á Airwaves ætlum við bara að spila nýtt efni. Við ætlum að setja Karkara á hilluna í bili.“ Mammút, sem sigraði í Músíktilraunum 2004, spilaði á Nasa í gær á Airwaves-hátíðinni. Í dag verður hún í kaffiaðstöðunni hjá nemendagalleríi Listaháskólans og á Kex Hostel. Á morgun spilar sveitin svo utan dagskrár í kjallaranum hjá Ásu Dýradóttur, bassaleikara Mammúts, á Laufásvegi 14. Þar stígur einnig á svið hljómsveitin Muck.- fb Harmageddon Tónlist Mest lesið Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Sannleikurinn: Ákæruvaldið reyndi að fá barn dæmt fyrir að svíkjast um að stunda vændi Harmageddon Vösk framvarðarsveit ungra Sjálfstæðismanna Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Nýkrýnd Ungfrú Ísland fegin að vera laus við þessar tæfur Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Valdamesta kona heims nakin Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon
Mammút hefur verið að semja lög á næstu plötu sína í sumarbústað uppi í sveit. „Við leigðum ódýran sumarbústað fyrir utan bæinn, pínkulítinn. Við erum búin að fara þangað tvisvar í sumar og höfum verið í viku, tíu daga í senn,“ segir söngkonan Katrín Mogensen. „Það hefur gengið mjög vel. Það var algjörlega frábær ákvörðun.“ Upptökur á nýju plötunni hefjast í næsta mánuði. Hljómsveitin var búin að taka upp marga grunna fyrir plötuna en ákvað að henda þeim í ruslið og byrja upp á nýtt. „Við þurftum að gera eitthvað róttækt á eftir Karkara [sem kom út 2008]. Við þurftum að kúpla okkur út frá þeirri plötu,“ segir Katrín. „Við vorum búin að spila hana svo mikið en núna á Airwaves ætlum við bara að spila nýtt efni. Við ætlum að setja Karkara á hilluna í bili.“ Mammút, sem sigraði í Músíktilraunum 2004, spilaði á Nasa í gær á Airwaves-hátíðinni. Í dag verður hún í kaffiaðstöðunni hjá nemendagalleríi Listaháskólans og á Kex Hostel. Á morgun spilar sveitin svo utan dagskrár í kjallaranum hjá Ásu Dýradóttur, bassaleikara Mammúts, á Laufásvegi 14. Þar stígur einnig á svið hljómsveitin Muck.- fb
Harmageddon Tónlist Mest lesið Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Sannleikurinn: Ákæruvaldið reyndi að fá barn dæmt fyrir að svíkjast um að stunda vændi Harmageddon Vösk framvarðarsveit ungra Sjálfstæðismanna Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Nýkrýnd Ungfrú Ísland fegin að vera laus við þessar tæfur Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Valdamesta kona heims nakin Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon