Flíkur úr dánarbúum 13. október 2011 11:00 Guðlaugur og Hrafnkell í Captain Fufanu. Fréttablaðið/Vilhelm Guðlaugur Halldór Einarsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson hafa þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af tónleikahátíðinni Iceland Airwaves sem haldin er í tólfta sinn um helgina. Saman skipa þeir hljómsveitina Captain Fufanu sem var stofnuð haustið 2008 og leikur nú í þriðja sinn á hátíðinni. „Ég held að þetta sé níunda Airwaves-hátíðin sem ég spila á," segir Hrafnkell hokinn af reynslu en hann hóf að leika á trompet með hljómsveitinni Ghostigital aðeins tíu ára að aldri. Báðir hafa strákarnir mjög flottan fatasmekk en segjast þó ekki hafa sérstakan áhuga á tísku. „Nei, við erum ekkert að sitja á kaffihúsum og lesa tískublöð," segir Guðlaugur en Hrafnkell er fljótur að bæta við að þeir þekki samt til hönnuða. „Ég fæ fötin mín aðallega úr dánarbúum, kannski ekki öll en ég fékk samt jakkann í alvöru úr dánarbúi," segir Guðlaugur um brúna köflótta frakkann sem hann klæðist. Hrafnkell verslar lítið á Íslandi. „Það er þá helst í Nolandi, ég er í gallabuxum þaðan en svo finnum við bara hitt og þetta hér og þar erlendis. Bara einhverstaðar úti á götu," segir Hrafnkell og bætir við að það séu flott föt í Weekday og Fred Perry-búðunum erlendis. Spurðir um færni sína við saumavélina segist Guðlaugur hafa breytt ýmsum flíkum og Hrafnkell segist leita til hans í von um að breyta fötum. „Nei," svara þeir samtímis inntir eftir því hvort þeir hafi ákveðið föt fyrir tónleika helgarinnar. „Við klæðum okkur ekkert öðruvísi á sviði. Það er helst að við klæðumst einhverju sem er einfalt að fara úr. Við afklæðumst samt bara þegar við erum í stuði en við erum alltaf í stuði svo þú getur lagt tvo og tvo saman," segir Hrafnkell. „Íslendingar eru svo fyndnir, þeir þurfa alltaf að gera sig fína þegar Yvan Rodic, betur þekktur sem „Facehunter", kemur til landsins," segir Hrafnkell spurður hvort fólk klæði sig öðruvísi á hátíðinni. Þeir sem vilja hlýða á tónsmíðar drengjanna en eru ekki handhafar armbands á Iceland Airwaves-hátíðina geta séð þá á off-venue tónleikum á Kaffibarnum í kvöld. Einnig þeyta þeir skífum í versluninni Maníu frá klukkan þrjú til sex á laugardag. Sama kvöld klukkan tíu leika þeir á aðalsviðinu á Faktorý. Ghostigital kemur fram á undan þeim og James Murphy úr LCD Soundsystem spilar á sama sviði undir miðnætti. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Guðlaugur Halldór Einarsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson hafa þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af tónleikahátíðinni Iceland Airwaves sem haldin er í tólfta sinn um helgina. Saman skipa þeir hljómsveitina Captain Fufanu sem var stofnuð haustið 2008 og leikur nú í þriðja sinn á hátíðinni. „Ég held að þetta sé níunda Airwaves-hátíðin sem ég spila á," segir Hrafnkell hokinn af reynslu en hann hóf að leika á trompet með hljómsveitinni Ghostigital aðeins tíu ára að aldri. Báðir hafa strákarnir mjög flottan fatasmekk en segjast þó ekki hafa sérstakan áhuga á tísku. „Nei, við erum ekkert að sitja á kaffihúsum og lesa tískublöð," segir Guðlaugur en Hrafnkell er fljótur að bæta við að þeir þekki samt til hönnuða. „Ég fæ fötin mín aðallega úr dánarbúum, kannski ekki öll en ég fékk samt jakkann í alvöru úr dánarbúi," segir Guðlaugur um brúna köflótta frakkann sem hann klæðist. Hrafnkell verslar lítið á Íslandi. „Það er þá helst í Nolandi, ég er í gallabuxum þaðan en svo finnum við bara hitt og þetta hér og þar erlendis. Bara einhverstaðar úti á götu," segir Hrafnkell og bætir við að það séu flott föt í Weekday og Fred Perry-búðunum erlendis. Spurðir um færni sína við saumavélina segist Guðlaugur hafa breytt ýmsum flíkum og Hrafnkell segist leita til hans í von um að breyta fötum. „Nei," svara þeir samtímis inntir eftir því hvort þeir hafi ákveðið föt fyrir tónleika helgarinnar. „Við klæðum okkur ekkert öðruvísi á sviði. Það er helst að við klæðumst einhverju sem er einfalt að fara úr. Við afklæðumst samt bara þegar við erum í stuði en við erum alltaf í stuði svo þú getur lagt tvo og tvo saman," segir Hrafnkell. „Íslendingar eru svo fyndnir, þeir þurfa alltaf að gera sig fína þegar Yvan Rodic, betur þekktur sem „Facehunter", kemur til landsins," segir Hrafnkell spurður hvort fólk klæði sig öðruvísi á hátíðinni. Þeir sem vilja hlýða á tónsmíðar drengjanna en eru ekki handhafar armbands á Iceland Airwaves-hátíðina geta séð þá á off-venue tónleikum á Kaffibarnum í kvöld. Einnig þeyta þeir skífum í versluninni Maníu frá klukkan þrjú til sex á laugardag. Sama kvöld klukkan tíu leika þeir á aðalsviðinu á Faktorý. Ghostigital kemur fram á undan þeim og James Murphy úr LCD Soundsystem spilar á sama sviði undir miðnætti. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira