Spark í afturendann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. október 2011 06:00 Ákvörðun Alcoa um að blása af álver á Bakka við Húsavík er áfall fyrir áform um að efla fjárfestingu í landinu og fjölga störfum. Nú geta allar skýringarnar, sem nefndar hafa verið á þessum málalokum aðrar en hugmyndafræðileg andúð Vinstri grænna á álverum, verið réttar. Álver eru ekki endilega eftirsóknarverðustu viðskiptavinir orkufyrirtækja. Hugsanlega var Alcoa bara ekki reiðubúið að greiða það verð sem Landsvirkjun vildi fá fyrir orkuna. Og það getur meira en verið að Landsvirkjun hafi ekki treyst sér til að afhenda alla þá orku sem menn töldu sig þurfa. Niðurstaðan er engu að síður slæm fyrir orðspor Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir alþjóðleg iðnfyrirtæki. Alcoa er stórt og áberandi fyrirtæki, verkefnið hefur verið lengi á teikniborðinu og alþjóðlegir fjárfestar um allan heim hugsa sitt þegar það er blásið af. Ekki sízt þegar það bætist við allt hitt klúðrið í samskiptum við erlenda fjárfesta undanfarin misseri. Þeim mun meiri ástæða er til að ríkisstjórnin geri sitt til að laða aðra alþjóðlega fjárfesta að landinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra bendir á að fimm önnur fyrirtæki séu í viðræðum við Landsvirkjun um að kaupa orku á Norðurlandi eystra. Það er fínt, en þær viðræður þurfa þá að fara að skila árangri. Orkan er til, sömuleiðis vinnufúsar hendur og heilabú. Ef samningar við orkufyrirtæki ganga hægt, hvað getur ríkisstjórnin þá gert til að greiða fyrir? Hvernig getur hún búið erlendum fjárfestum hagstætt viðskiptaumhverfi, burtséð frá orkuverðinu? Svo vaknar að sjálfsögðu sú spurning hvað gerist með hitt álverið sem byrjað er að reisa í Helguvík á vegum Norðuráls. Stjórnvöld vísa ábyrgð á því verkefni gjarnan frá sér á orkufyrirtækin. Og vissulega þurfa orkufyrirtækin og Norðurál að komast að samkomulagi um orkuverð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta samt gert sitt til að greiða fyrir því að verkefnið verði að veruleika. Þeir geta til dæmis beitt sér fyrir því að rammaáætlun um orkunýtingu og verndun verði afgreidd þannig að Landsvirkjun fái að virkja í neðri hluta Þjórsár. Og þeir geta hætt að hnýta í álver sem lausn í atvinnumálum. Það væri annað áfall fyrir Ísland sem fjárfestingarkost á alþjóðlegum markaði ef Helguvíkurverkefnið sigldi líka í strand, ekki sízt í ljósi þess að framkvæmdir voru hafnar í trausti þess að fyrirheit stjórnvalda stæðust. Þess vegna þarf ríkisstjórnin að leggja eitthvað á sig til að fyrirbyggja að það fari þannig. Almennt og yfirleitt þarf ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu, hætta að tala niður erlenda fjárfestingu og alþjóðlega fjárfesta, losa um hömlur á fjárfestingu og bæta skatta- og rekstrarumhverfið. Ákvörðun Alcoa er vonandi spark í hæstvirtan afturenda ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Ákvörðun Alcoa um að blása af álver á Bakka við Húsavík er áfall fyrir áform um að efla fjárfestingu í landinu og fjölga störfum. Nú geta allar skýringarnar, sem nefndar hafa verið á þessum málalokum aðrar en hugmyndafræðileg andúð Vinstri grænna á álverum, verið réttar. Álver eru ekki endilega eftirsóknarverðustu viðskiptavinir orkufyrirtækja. Hugsanlega var Alcoa bara ekki reiðubúið að greiða það verð sem Landsvirkjun vildi fá fyrir orkuna. Og það getur meira en verið að Landsvirkjun hafi ekki treyst sér til að afhenda alla þá orku sem menn töldu sig þurfa. Niðurstaðan er engu að síður slæm fyrir orðspor Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir alþjóðleg iðnfyrirtæki. Alcoa er stórt og áberandi fyrirtæki, verkefnið hefur verið lengi á teikniborðinu og alþjóðlegir fjárfestar um allan heim hugsa sitt þegar það er blásið af. Ekki sízt þegar það bætist við allt hitt klúðrið í samskiptum við erlenda fjárfesta undanfarin misseri. Þeim mun meiri ástæða er til að ríkisstjórnin geri sitt til að laða aðra alþjóðlega fjárfesta að landinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra bendir á að fimm önnur fyrirtæki séu í viðræðum við Landsvirkjun um að kaupa orku á Norðurlandi eystra. Það er fínt, en þær viðræður þurfa þá að fara að skila árangri. Orkan er til, sömuleiðis vinnufúsar hendur og heilabú. Ef samningar við orkufyrirtæki ganga hægt, hvað getur ríkisstjórnin þá gert til að greiða fyrir? Hvernig getur hún búið erlendum fjárfestum hagstætt viðskiptaumhverfi, burtséð frá orkuverðinu? Svo vaknar að sjálfsögðu sú spurning hvað gerist með hitt álverið sem byrjað er að reisa í Helguvík á vegum Norðuráls. Stjórnvöld vísa ábyrgð á því verkefni gjarnan frá sér á orkufyrirtækin. Og vissulega þurfa orkufyrirtækin og Norðurál að komast að samkomulagi um orkuverð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta samt gert sitt til að greiða fyrir því að verkefnið verði að veruleika. Þeir geta til dæmis beitt sér fyrir því að rammaáætlun um orkunýtingu og verndun verði afgreidd þannig að Landsvirkjun fái að virkja í neðri hluta Þjórsár. Og þeir geta hætt að hnýta í álver sem lausn í atvinnumálum. Það væri annað áfall fyrir Ísland sem fjárfestingarkost á alþjóðlegum markaði ef Helguvíkurverkefnið sigldi líka í strand, ekki sízt í ljósi þess að framkvæmdir voru hafnar í trausti þess að fyrirheit stjórnvalda stæðust. Þess vegna þarf ríkisstjórnin að leggja eitthvað á sig til að fyrirbyggja að það fari þannig. Almennt og yfirleitt þarf ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu, hætta að tala niður erlenda fjárfestingu og alþjóðlega fjárfesta, losa um hömlur á fjárfestingu og bæta skatta- og rekstrarumhverfið. Ákvörðun Alcoa er vonandi spark í hæstvirtan afturenda ríkisstjórnarinnar í þessu efni.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun