Tónlist

Partíþokan fer af stað

Lóa og Árni úr hljómsveitinni FM Belfast taka þátt í Partíþokunni sem hefst á laugardaginn.
fréttablaðið/anton
Lóa og Árni úr hljómsveitinni FM Belfast taka þátt í Partíþokunni sem hefst á laugardaginn. fréttablaðið/anton
FM Belfast, Prinspóló, Sin Fang og Borko eru á leiðinni í tónleikaferðalagið Partíþokuna sem hefst á laugardaginn á Græna hattinum á Akureyri. Af því tilefni eru FM Belfast og Prinspóló búin að endurgera lagið Partíþokan, sem kom út fyrir tveimur árum á safnplötunni Hitaveitunni í flutningi Prinspóló og Skakkamanage. „Við ætlum að fara norður, vestur og austur og halda tónleika og vera með stuð og sprell," segir Svavar Pétur Eysteinsson úr Prinspóló. Lagið Partíþokan er fáanlegt á Gogoyoko.com. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×