Ósjálfbært plan Þórður Snær Júlíusson skrifar 21. október 2011 06:00 Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði. Framsókn setur fram loðnar tillögur til lausnar á skuldavanda heimila. Flokkurinn vill að fjármálastofnanir nýti svigrúm til almennra leiðréttinga skulda, sem þær eru þegar að mestu búnar að gera. Hann vill líka að verðtrygging verði afnumin án þess að taka neina afstöðu til þess hvaða gjaldmiðli þjóðin eigi að lifa með. Þess í stað eigi að „kanna framtíðarkosti í gjaldmiðlamálum". Í kjölfarið verði gerð „trúverðug áætlun um sterkari peningastefnu til framtíðar". Í stuttu máli mun afnám verðtryggingar án aflagningar íslensku krónunnar éta upp eignir lífeyrissjóða. Þá þyrfti annaðhvort að hækka iðgjöld eða skerða lífeyrisgreiðslur. Sá kostnaður myndi lenda á almenningi. Sjálfstæðisflokkurinn vill að „sett verði fram trúverðug efnahagsstefna sem miðar að sjálfbærum ríkisrekstri". Til að ná þessari sjálfbærni leggur flokkurinn meðal annars til að láta 110%-leiðina miðast við fasteignamat í stað markaðsvirðis. Ef sú leið dugar ekki til vill Sjálfstæðisflokkurinn að skuldurum verði „heimilt að afsala fasteign sinni til viðkomandi fjármálastofnunar. Falli þá niður allar kröfur á skuldara vegna húsnæðis". Ef stærstu lánveitendur húsnæðislána væru einkaaðilar í áhætturekstri væru tillögurnar góðar og gildar. Þá myndu bankarnir og eigendur þeirra taka höggið, líkt og markaðslögmálin gera ráð fyrir. Vandamálið við þær er að langstærsti veitandi húsnæðislána á Íslandi er Íbúðalánasjóður, sem er í eigu og á ábyrgð íslenska ríkisins. Ríkissjóður hefur þegar lagt 33 milljarða króna inn í sjóðinn til að mæta afskriftum hans. Til viðbótar þarf hann 12-16 milljarða króna frá ríkissjóði á þessu ári. Seðlabankinn hefur mótmælt harðlega báðum þeim leiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn mælir með vegna þess að þeir tugir milljarða króna sem ættu að greiða niður „leiðréttingarnar" myndu nánast allir koma úr ríkissjóði skattgreiðenda. Samhliða þessum gríðarlega kostnaðarauka ætlar Framsókn líka að lækka almenna skatta og veita annars konar skattaafslætti, en tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig. Flokkurinn vill líka stórefla opinberar framkvæmdir, en segir ekki hvaðan peningarnir í þær eiga að koma. Sjálfstæðisflokkurinn gengur enn lengra og vill draga allar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar til baka. Hann ætlar auk þess að veita fyrirtækjum alls konar hvataívilnanir og eyða 22,6 milljörðum króna í opinberar framkvæmdir á næstu tveimur árum. Þær á að fjármagna með 17,6 milljarða króna lækkun á ríkisútgjöldum. Rúmlega 90% af þeirri lækkun á að koma til vegna þess að fólk „fer af atvinnuleysisbótum og í vinnu". Ein þeirra leiða sem á að eyða atvinnuleysinu er að „aðilar vinnumarkaðarins taki yfir málefni Vinnumálastofnunar". Tillögurnar eru auðvitað ekki alvondar. Báðir flokkar vilja efla aðhald með ríkisbúskapnum og skera niður útgjöld. Framsókn vill meira að segja banna það með lögum að reka ríki og sveitarfélög með halla. Þarna er líka að finna ágætis leiðir til að koma efnahagslífinu aftur af stað og mynda hagvöxt. Enn þorri tillagna flokkanna eru hraðsoðnar og lykta af lýðskrumi. Í þeim er tekið tillit til væntinga nánast allra háværra sérhagsmunahópa en algjörlega litið fram hjá heildarmyndinni. Þær skortir skynsemi og jarðtengingu. Þær eru ósjálfbærar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði. Framsókn setur fram loðnar tillögur til lausnar á skuldavanda heimila. Flokkurinn vill að fjármálastofnanir nýti svigrúm til almennra leiðréttinga skulda, sem þær eru þegar að mestu búnar að gera. Hann vill líka að verðtrygging verði afnumin án þess að taka neina afstöðu til þess hvaða gjaldmiðli þjóðin eigi að lifa með. Þess í stað eigi að „kanna framtíðarkosti í gjaldmiðlamálum". Í kjölfarið verði gerð „trúverðug áætlun um sterkari peningastefnu til framtíðar". Í stuttu máli mun afnám verðtryggingar án aflagningar íslensku krónunnar éta upp eignir lífeyrissjóða. Þá þyrfti annaðhvort að hækka iðgjöld eða skerða lífeyrisgreiðslur. Sá kostnaður myndi lenda á almenningi. Sjálfstæðisflokkurinn vill að „sett verði fram trúverðug efnahagsstefna sem miðar að sjálfbærum ríkisrekstri". Til að ná þessari sjálfbærni leggur flokkurinn meðal annars til að láta 110%-leiðina miðast við fasteignamat í stað markaðsvirðis. Ef sú leið dugar ekki til vill Sjálfstæðisflokkurinn að skuldurum verði „heimilt að afsala fasteign sinni til viðkomandi fjármálastofnunar. Falli þá niður allar kröfur á skuldara vegna húsnæðis". Ef stærstu lánveitendur húsnæðislána væru einkaaðilar í áhætturekstri væru tillögurnar góðar og gildar. Þá myndu bankarnir og eigendur þeirra taka höggið, líkt og markaðslögmálin gera ráð fyrir. Vandamálið við þær er að langstærsti veitandi húsnæðislána á Íslandi er Íbúðalánasjóður, sem er í eigu og á ábyrgð íslenska ríkisins. Ríkissjóður hefur þegar lagt 33 milljarða króna inn í sjóðinn til að mæta afskriftum hans. Til viðbótar þarf hann 12-16 milljarða króna frá ríkissjóði á þessu ári. Seðlabankinn hefur mótmælt harðlega báðum þeim leiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn mælir með vegna þess að þeir tugir milljarða króna sem ættu að greiða niður „leiðréttingarnar" myndu nánast allir koma úr ríkissjóði skattgreiðenda. Samhliða þessum gríðarlega kostnaðarauka ætlar Framsókn líka að lækka almenna skatta og veita annars konar skattaafslætti, en tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig. Flokkurinn vill líka stórefla opinberar framkvæmdir, en segir ekki hvaðan peningarnir í þær eiga að koma. Sjálfstæðisflokkurinn gengur enn lengra og vill draga allar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar til baka. Hann ætlar auk þess að veita fyrirtækjum alls konar hvataívilnanir og eyða 22,6 milljörðum króna í opinberar framkvæmdir á næstu tveimur árum. Þær á að fjármagna með 17,6 milljarða króna lækkun á ríkisútgjöldum. Rúmlega 90% af þeirri lækkun á að koma til vegna þess að fólk „fer af atvinnuleysisbótum og í vinnu". Ein þeirra leiða sem á að eyða atvinnuleysinu er að „aðilar vinnumarkaðarins taki yfir málefni Vinnumálastofnunar". Tillögurnar eru auðvitað ekki alvondar. Báðir flokkar vilja efla aðhald með ríkisbúskapnum og skera niður útgjöld. Framsókn vill meira að segja banna það með lögum að reka ríki og sveitarfélög með halla. Þarna er líka að finna ágætis leiðir til að koma efnahagslífinu aftur af stað og mynda hagvöxt. Enn þorri tillagna flokkanna eru hraðsoðnar og lykta af lýðskrumi. Í þeim er tekið tillit til væntinga nánast allra háværra sérhagsmunahópa en algjörlega litið fram hjá heildarmyndinni. Þær skortir skynsemi og jarðtengingu. Þær eru ósjálfbærar.