Ójafn leikur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. október 2011 07:00 Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að Arion banki hefði lagt Pennanum á Íslandi til 200 milljónir króna í nýtt eigið fé. Fyrirtækið er að öllu leyti í eigu bankans og var stofnað upp úr gamla Pennanum, sem fór í þrot. Á tveimur árum hefur félagið tapað meira en milljarði króna. Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. Eins og gefur að skilja eru keppinautar Pennans ekki sáttir við stöðuna. Í Fréttablaðinu á föstudag sagði eigandi húsgagnaverzlunarinnar Casa frá því að Penninn (sem flytur meðal annars inn skrifstofuhúsgögn) hefði verið að eltast við birgja sem árum saman hefðu verið í viðskiptum við Casa. Framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, húsgagnaframleiðanda sem keppir við Pennann, segir í sama blaði að Penninn hafi lækkað hlutfallslega verð á húsgögnum. „Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skiptir kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ Staðan á húsgagnamarkaðnum er því miður ekkert einsdæmi. Fjöldi fyrirtækja er enn í höndum bankanna, sem eðli málsins samkvæmt reyna í ýmsum tilfellum að halda þeim á floti, jafnvel með hlutafjárinnspýtingu eins og í tilviki Pennans. Um leið streitast keppinautar við að standa í skilum með lán sín, jafnvel hjá sömu bönkum, en fá ekki sams konar aðstoð. Þetta er ójafn leikur. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í Fréttablaðinu á föstudag að ástand eins og þetta geti verið verjanlegt til skamms tíma. „En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir hann. Það er hverju orði sannara. Strax í október 2008, þegar í það stefndi að nýju bankarnir sætu uppi með fjölda ósjálfbjarga fyrirtækja, beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til bankanna, sem gengu meðal annars út á að reyna af fremsta megni að forðast að ákvarðanir þeirra hefðu samkeppnishamlandi áhrif. Annað lykilatriði í tilmælunum var að „vinna hratt“. Draga má í efa að tekið hafi verið mark á því, nú þegar þrjú ár eru liðin og bankarnir sitja enn á öðru eins eignasafni og raun ber vitni. Það er skiljanlegt að bankarnir vilji hámarka verðmæti fyrirtækja sem þeir hafa fengið í fangið. En tíminn sem þetta óeðlilega ástand hefur varað er í flestum tilvikum orðinn of langur. Samkeppniseftirlitið hlýtur nú að fara að láta til sín taka og þrýsta á bankana að selja fyrirtæki sem þeir hafa yfirtekið. Það er sjálfsagður þáttur í því að koma aftur á eðlilegu ástandi í atvinnulífinu eftir hrun. Fréttablaðið mun á næstunni fjalla ýtarlega um hlutdeild bankanna á hinum ýmsu samkeppnismörkuðum. Það er nauðsynlegt að beina kastljósinu að hinum „mjúka faðmi bankanna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að Arion banki hefði lagt Pennanum á Íslandi til 200 milljónir króna í nýtt eigið fé. Fyrirtækið er að öllu leyti í eigu bankans og var stofnað upp úr gamla Pennanum, sem fór í þrot. Á tveimur árum hefur félagið tapað meira en milljarði króna. Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. Eins og gefur að skilja eru keppinautar Pennans ekki sáttir við stöðuna. Í Fréttablaðinu á föstudag sagði eigandi húsgagnaverzlunarinnar Casa frá því að Penninn (sem flytur meðal annars inn skrifstofuhúsgögn) hefði verið að eltast við birgja sem árum saman hefðu verið í viðskiptum við Casa. Framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, húsgagnaframleiðanda sem keppir við Pennann, segir í sama blaði að Penninn hafi lækkað hlutfallslega verð á húsgögnum. „Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skiptir kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ Staðan á húsgagnamarkaðnum er því miður ekkert einsdæmi. Fjöldi fyrirtækja er enn í höndum bankanna, sem eðli málsins samkvæmt reyna í ýmsum tilfellum að halda þeim á floti, jafnvel með hlutafjárinnspýtingu eins og í tilviki Pennans. Um leið streitast keppinautar við að standa í skilum með lán sín, jafnvel hjá sömu bönkum, en fá ekki sams konar aðstoð. Þetta er ójafn leikur. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í Fréttablaðinu á föstudag að ástand eins og þetta geti verið verjanlegt til skamms tíma. „En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir hann. Það er hverju orði sannara. Strax í október 2008, þegar í það stefndi að nýju bankarnir sætu uppi með fjölda ósjálfbjarga fyrirtækja, beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til bankanna, sem gengu meðal annars út á að reyna af fremsta megni að forðast að ákvarðanir þeirra hefðu samkeppnishamlandi áhrif. Annað lykilatriði í tilmælunum var að „vinna hratt“. Draga má í efa að tekið hafi verið mark á því, nú þegar þrjú ár eru liðin og bankarnir sitja enn á öðru eins eignasafni og raun ber vitni. Það er skiljanlegt að bankarnir vilji hámarka verðmæti fyrirtækja sem þeir hafa fengið í fangið. En tíminn sem þetta óeðlilega ástand hefur varað er í flestum tilvikum orðinn of langur. Samkeppniseftirlitið hlýtur nú að fara að láta til sín taka og þrýsta á bankana að selja fyrirtæki sem þeir hafa yfirtekið. Það er sjálfsagður þáttur í því að koma aftur á eðlilegu ástandi í atvinnulífinu eftir hrun. Fréttablaðið mun á næstunni fjalla ýtarlega um hlutdeild bankanna á hinum ýmsu samkeppnismörkuðum. Það er nauðsynlegt að beina kastljósinu að hinum „mjúka faðmi bankanna“.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun