Lestur 25. október 2011 06:00 Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint. Að ekki hafi verið gripið til þeirra úrræða og stuðnings sem hentað hefði hverjum og einum einstaklingi í þessu tilviki. Með allri virðingu fyrir stærðfræði, náttúrufræði og öðrum greinum í grunnskóla, þá hlýtur að vera lykilatriði að hvert einasta barn kunni að lesa þegar barnaskóla lýkur. Þurfi ekki að stauta gegnum texta þegar kemur að mannkynssögu og öðrum greinum. Góður kennariÉg veit ekki hvernig er með aðra, en sjálf hef ég aldrei fundið aðra eins frelsistilfinningu eins og þegar ég varð læs á sínum tíma. Ég var búin að rella um tíma í foreldrum mínum að fá að fara í Ísaksskóla sem var í göngufæri frá heimilinu. Ég var þá fimm ára, en maður þurfti að vera orðinn sex ára til að komast í skólann. En af því að ég átti afmæli í janúar var ég tekin inn og var í þessum dásamlega skóla í þrjú ár. Kennarinn minn, Helga Magnúsdóttir, var ekki bara góður og skemmtilegur kennari inni í kennslustofunni, heldur hvar sem maður hitti hana. Ég kynntist henni síðar í Vindáshlíð, og á fundum KFUM og K. Alltaf jafn skemmtileg og fræðandi. Hún hló mikið þegar ég spurði hana á gönguferð í Vindáshlíð þegar ég var átta ára afhverju fólk talaði um að eitthvað væri táhreint. Tær væru ekki alltaf hreinar. „Jónína mín, það er tárhreint, hreint eins og tárin!“ Við þetta varð orðið náttúrlega fallegt og tært. Ég man vel eftir frelsinu sem mér fannst ég fá við að verða læs. Þurfa ekki að spyrja neinn um neitt. Geta lesið á götuskiltin í hverfinu, undir myndirnar í dagblöðunum og hvaða bók sem ég vildi. Í dag er tæknin á því stigi að tölvan og hvers kyns lófaleikföng geta kennt og frætt um eitt og annað. En það breytir ekki því að öll börn og allir unglingar eiga rétt á að vera læs. Fluglæs. Rós í hnappagatiðÍsland var í heiðurssæti á nýafstaðinni bókamessu í Frankfurt. Mikið hefur verið ritað og rætt um fagmennsku, smekkvísi og fjölbreytni þeirra sem að þessu standa, og hvergi ýkt. Halldór Guðmundsson stóð í stafni og var með áhöfn þar sem valinn maður var í hverju rúmi. Þó að mikið hafi verið skrifað um íslenska rýmið og myndir birtar ná þær ekki andrúmsloftinu á staðnum. Að minnsta kosti ekki að mínu mati. Þegar ég gekk inn í þetta rými átti ég von á því að verða ánægð, en ekki eins hrærð og klökk og raun varð á. Allt var einstakt. Kyrrðin, virðingin og yfirlætisleysið. Íslenska montið og derringurinn hvergi nærri. Gaman væri ef hægt væri að setja þetta upp hér á landi í desember, bókamánuðinum, í viðeigandi húsnæði. Þá fengi öll þjóðin tækifæri til að upplifa afleggjarann af rósinni í Frankfurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jónína Michaelsdóttir Skoðanir Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun
Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint. Að ekki hafi verið gripið til þeirra úrræða og stuðnings sem hentað hefði hverjum og einum einstaklingi í þessu tilviki. Með allri virðingu fyrir stærðfræði, náttúrufræði og öðrum greinum í grunnskóla, þá hlýtur að vera lykilatriði að hvert einasta barn kunni að lesa þegar barnaskóla lýkur. Þurfi ekki að stauta gegnum texta þegar kemur að mannkynssögu og öðrum greinum. Góður kennariÉg veit ekki hvernig er með aðra, en sjálf hef ég aldrei fundið aðra eins frelsistilfinningu eins og þegar ég varð læs á sínum tíma. Ég var búin að rella um tíma í foreldrum mínum að fá að fara í Ísaksskóla sem var í göngufæri frá heimilinu. Ég var þá fimm ára, en maður þurfti að vera orðinn sex ára til að komast í skólann. En af því að ég átti afmæli í janúar var ég tekin inn og var í þessum dásamlega skóla í þrjú ár. Kennarinn minn, Helga Magnúsdóttir, var ekki bara góður og skemmtilegur kennari inni í kennslustofunni, heldur hvar sem maður hitti hana. Ég kynntist henni síðar í Vindáshlíð, og á fundum KFUM og K. Alltaf jafn skemmtileg og fræðandi. Hún hló mikið þegar ég spurði hana á gönguferð í Vindáshlíð þegar ég var átta ára afhverju fólk talaði um að eitthvað væri táhreint. Tær væru ekki alltaf hreinar. „Jónína mín, það er tárhreint, hreint eins og tárin!“ Við þetta varð orðið náttúrlega fallegt og tært. Ég man vel eftir frelsinu sem mér fannst ég fá við að verða læs. Þurfa ekki að spyrja neinn um neitt. Geta lesið á götuskiltin í hverfinu, undir myndirnar í dagblöðunum og hvaða bók sem ég vildi. Í dag er tæknin á því stigi að tölvan og hvers kyns lófaleikföng geta kennt og frætt um eitt og annað. En það breytir ekki því að öll börn og allir unglingar eiga rétt á að vera læs. Fluglæs. Rós í hnappagatiðÍsland var í heiðurssæti á nýafstaðinni bókamessu í Frankfurt. Mikið hefur verið ritað og rætt um fagmennsku, smekkvísi og fjölbreytni þeirra sem að þessu standa, og hvergi ýkt. Halldór Guðmundsson stóð í stafni og var með áhöfn þar sem valinn maður var í hverju rúmi. Þó að mikið hafi verið skrifað um íslenska rýmið og myndir birtar ná þær ekki andrúmsloftinu á staðnum. Að minnsta kosti ekki að mínu mati. Þegar ég gekk inn í þetta rými átti ég von á því að verða ánægð, en ekki eins hrærð og klökk og raun varð á. Allt var einstakt. Kyrrðin, virðingin og yfirlætisleysið. Íslenska montið og derringurinn hvergi nærri. Gaman væri ef hægt væri að setja þetta upp hér á landi í desember, bókamánuðinum, í viðeigandi húsnæði. Þá fengi öll þjóðin tækifæri til að upplifa afleggjarann af rósinni í Frankfurt.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun