Brynjar Már verður að vakna sjálfur 27. október 2011 08:00 Magasín á morgnana Þau Erna Hrönn, Brynjar Már og Þórhallur eru nýir morgunhanar á FM957. „Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp Fréttir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp
Fréttir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira