Lífið

Stórleikarar til liðs við Bond

Stórskotalið Albert Finney og Ralph Fiennes hafa gengið til liðs við Bond-kvikmynd númer 23. Daniel Craig er leyniþjónustumaðurinn ráðagóði og Javier Bardem vondi karlinn.
Stórskotalið Albert Finney og Ralph Fiennes hafa gengið til liðs við Bond-kvikmynd númer 23. Daniel Craig er leyniþjónustumaðurinn ráðagóði og Javier Bardem vondi karlinn.
Leikstjórinn Sam Mendes virðist vera að safna góðu liði fyrir 23. Bond-myndina, sem samkvæmt síðustu fréttum á að heita Skyfall. Þegar hefur verið greint frá því að Javier Bardem muni leika aðalskúrkinn og nú hefur verið gengið frá samningum við stórleikaranna Albert Finney og Ralph Fiennes. Judi Dench verður sem fyrr í hlutverki M.

Þetta hlutverkaval þykir vera til marks um að síðasta Bond-mynd Daniels Craig verði í alvarlegri kantinum og sumir vefmiðlar hafa jafnvel gengið svo langt að Mendes renni hýru auga til Óskarsverðlauna. Það yrði þá í fyrsta skipti sem James Bond kæmi til greina til slíkra verðlauna enda verið höfuðvígi hasarmynda.

Samkvæmt einum heimildarmanninum verður hasarnum hins vegar haldið í lágmarki og harðir Bond-aðdáendur eru sagðir verulega áhyggjufullir yfir þeirri þróun.

Forsvarsmenn Bond hafa hins vegar lýst því yfir að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, öllu verði tjaldað til enda eigi leyniþjónustumaðurinn hálfrar aldar afmæli á næsta ári þegar kvikmyndin verður frumsýnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×