Sveppi afhendir verðlaun á þýsku 29. október 2011 12:30 Á leið til Þýskalands Sverrir Þór og Bragi Þór með börnin sín á teiknimyndinni Þór. Þeir verða með kvikmyndasýningu til styrktar Umhyggju í Kringlubíói klukkan tólf á morgun.Fréttablaðið/HAG „Ég kann ekkert í þýsku, við erum búnir að fá einhvern texta sem við eigum að lesa, ég veit ekkert hvernig þetta fer,“ segir sjónvarps- og kvikmyndastjarnan Sverrir Þór Sverrisson. Sveppi heldur til Lübeck í Þýskalandi á mánudaginn. Þar fer hann á norræna kvikmyndahátíð sem þar er haldin í 53. skiptið með kvikmyndir sínar um Algjöran Sveppa. Þær hafa slegið rækilega í gegn hér á landi og eins og Fréttablaðið greindi frá hyggst Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, fara með þær til Bandaríkjanna og reyna að koma þeim í dreifingu þar. Ferðin til Þýskalands tók hins vegar óvænta stefnu þegar forsvarsmenn hátíðarinnar höfðu samband við Sverri og Braga Þór Hinriksson, leikstjóra Sveppa-myndanna, og báðu þá um að afhenda verðlaun. Verðlaunaafhendingin er sýnd í beinni útsendingu og Sverrir segist ekki einu sinni hafa hugmynd um hvaða verðlaun þeir eigi að veita. „Ég velti því fyrir mér hversu aftarlega í röðinni við vorum, hvað þeir voru búnir að tala við marga áður en þeir leituðu til tveggja íslenskra bjána,“ segir Sverrir og hlær. Á morgun, sunnudag, verða þeir félagar hins vegar með sérstaka kvikmyndasýningu fyrir Umhyggju, samtök langveikra barna, í Kringlubíói klukkan tólf og geta heppnir kvikmyndagestir unnið hjólin sem notuð er í myndinni Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Allur ágóði af miðasölunni rennur síðan beint til Umhyggju. - fgg Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
„Ég kann ekkert í þýsku, við erum búnir að fá einhvern texta sem við eigum að lesa, ég veit ekkert hvernig þetta fer,“ segir sjónvarps- og kvikmyndastjarnan Sverrir Þór Sverrisson. Sveppi heldur til Lübeck í Þýskalandi á mánudaginn. Þar fer hann á norræna kvikmyndahátíð sem þar er haldin í 53. skiptið með kvikmyndir sínar um Algjöran Sveppa. Þær hafa slegið rækilega í gegn hér á landi og eins og Fréttablaðið greindi frá hyggst Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, fara með þær til Bandaríkjanna og reyna að koma þeim í dreifingu þar. Ferðin til Þýskalands tók hins vegar óvænta stefnu þegar forsvarsmenn hátíðarinnar höfðu samband við Sverri og Braga Þór Hinriksson, leikstjóra Sveppa-myndanna, og báðu þá um að afhenda verðlaun. Verðlaunaafhendingin er sýnd í beinni útsendingu og Sverrir segist ekki einu sinni hafa hugmynd um hvaða verðlaun þeir eigi að veita. „Ég velti því fyrir mér hversu aftarlega í röðinni við vorum, hvað þeir voru búnir að tala við marga áður en þeir leituðu til tveggja íslenskra bjána,“ segir Sverrir og hlær. Á morgun, sunnudag, verða þeir félagar hins vegar með sérstaka kvikmyndasýningu fyrir Umhyggju, samtök langveikra barna, í Kringlubíói klukkan tólf og geta heppnir kvikmyndagestir unnið hjólin sem notuð er í myndinni Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Allur ágóði af miðasölunni rennur síðan beint til Umhyggju. - fgg
Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira