Þversögnin í sigri Jóhönnu Þorsteinn Pálsson skrifar 29. október 2011 06:00 Nýleg fylgiskönnun gaf til kynna að nærri tveir þriðju hlutar kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að kjósa framboð Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar. Þetta er vísbending um þverrandi traust Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðan er ugglaust óánægja með stjórnarstefnuna. En pólitíkin er þversagnakennd. Niðurstaðan á landsfundi Samfylkingarinnar sýndi að hugmyndafræði Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur vaxandi fylgis á þeim vettvangi. Hún færði flokkinn fyrir tveimur árum nokkrar þingmannaleiðir til vinstri. Á þessum landsfundi fékk hún mjög afgerandi stuðning við að halda áfram á þeirri braut. Að því leyti styrkti hún hugmyndafræðilega stöðu sína innan flokksins. Á undanförnum mánuðum hafa ýmsir forystumenn innan Samfylkingarinnar lýst áhuga á að beina flokknum aftur inn á frjálslyndari braut nær miðjunni. Þessi landsfundur var síðasta tækifæri þeirra til að láta reyna á þau viðhorf fyrir kosningar. Það gerðist ekki og hlýtur að teljast sigur fyrir Jóhönnu og vinstrivæng flokksins. Þetta hefur þá afgerandi þýðingu að Samfylkingin starfar nú aðeins til vinstri og hefur lokað dyrunum í átt að miðjunni. Fyrri formenn gættu þess hins vegar að halda þeim opnum. Í tengslum við landsfundinn létu formenn Samfylkingarinnar og VG þau orð falla að flokkarnir stefndu að framhaldi á samstarfinu eftir kosningar. Formaður VG sagði afdráttarlaust að flokkarnir ættu að vera saman í ríkisstjórn eða saman utan stjórnar. Þessi ummæli sýna að stjórnarflokkarnir ætla saman að skerpa skilin í hugmyndabaráttunni.Tveir ríkisstjórnarkostir? Í síðustu kosningum í Svíþjóð og Danmörku brenndu jafnaðarmannaflokkarnir sig verulega á bandalagi við sósíalíska systurflokka VG. Í Danmörku komust jafnaðarmenn að vísu til valda þrátt fyrir verstu úrslit í sögunni. Því réði mikill kosningasigur flokks á miðjunni. Hvorki þessi reynsla frá Norðurlöndunum né skoðanakannanir valda efa í Samfylkingunni um þéttara samstarf við VG. Þó að formaðurinn hafi fengið ótvíræðan stuðning við hugmyndir sínar innan flokksins bendir þó flest til að VG haldi málefnalegri forystu í ríkisstjórnarsamstarfinu. Skilaboðin frá landsfundi Samfylkingarinnar eru þau að næstu kosningar eigi að snúast um tvo skýra ríkisstjórnarkosti: Annars vegar um núverandi stjórnarflokka með viðbótarstuðningi Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar sem nú ver ríkisstjórnina vantrausti. Hins vegar um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Eftir að Ögmundur Jónasson missti flugið í átökunum um völdin í VG lítur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur í þá átt til samstarfs. Nýjar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna í skattamálum benda einnig til að vilji þeirra sé að skerpa skilin og láta kosningarnar snúast um þessa tvo ríkisstjórnarkosti. Uppistaðan í fylgi Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar er tilfærsla frá ríkisstjórnarflokkunum. Eigi að síður gæti sú sneið sem hann tekur frá stjórnarandstöðuflokkunum komið í veg fyrir að þeir næðu meirihluta þrátt fyrir afar veika stöðu ríkisstjórnarinnar.Aðild slegin af eða áfram í gíslingu VG? Nýtt pólitískt mynstur af þessu tagi gefur kjósendum vissulega skýrt val um ríkisstjórn. Í því ljósi er það áhugaverð nýlunda. Á hinn bóginn leysir það ekki þá gátu hvernig fara á með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Þessi nýja pólitíska staða er því ekki farvegur til lausnar á því stóra máli. Jóhanna Sigurðardóttir vakti réttilega athygli á því á landsfundinum að VG hefði ekki beitt áhrifum sínum til að stöðva aðildarumsóknina alfarið þó að það hefði tafið framgang hennar. Fyrir það vill formaðurinn að stuðningsmenn Samfylkingarinnar séu þakklátir. Í raunveruleikanum þýðir þetta þó að málið er í gíslingu VG. Einmitt sú staða hefur öðru fremur fært VG undirtökin í stjórnarsamstarfinu. VG hefur ekki upplýst hvort samkomulag flokkanna um aðildarumsóknina takmarkast við þetta kjörtímabil. Líklegt verður þó að telja að það haldi og verði óbreytt sem sameiginleg stefna ríkisstjórnarflokkanna í kosningunum. Fari svo verða málalok háð meiri óvissu á næsta kjörtímabili en þessu. Fjölmargir kjósendur vilja ljúka viðræðunum í fullri alvöru þegar best hentar íslenskum hagsmunum á næsta kjörtímabili. Sætta þeir sig við að kostirnir verði bara tveir: Að þetta stóra mál verði slegið af eða festist í gíslingu VG? Eru forystumenn í verkalýðshreyfingunni sáttir við það? Eru forystumenn í atvinnulífinu sáttir við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Nýleg fylgiskönnun gaf til kynna að nærri tveir þriðju hlutar kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að kjósa framboð Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar. Þetta er vísbending um þverrandi traust Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðan er ugglaust óánægja með stjórnarstefnuna. En pólitíkin er þversagnakennd. Niðurstaðan á landsfundi Samfylkingarinnar sýndi að hugmyndafræði Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur vaxandi fylgis á þeim vettvangi. Hún færði flokkinn fyrir tveimur árum nokkrar þingmannaleiðir til vinstri. Á þessum landsfundi fékk hún mjög afgerandi stuðning við að halda áfram á þeirri braut. Að því leyti styrkti hún hugmyndafræðilega stöðu sína innan flokksins. Á undanförnum mánuðum hafa ýmsir forystumenn innan Samfylkingarinnar lýst áhuga á að beina flokknum aftur inn á frjálslyndari braut nær miðjunni. Þessi landsfundur var síðasta tækifæri þeirra til að láta reyna á þau viðhorf fyrir kosningar. Það gerðist ekki og hlýtur að teljast sigur fyrir Jóhönnu og vinstrivæng flokksins. Þetta hefur þá afgerandi þýðingu að Samfylkingin starfar nú aðeins til vinstri og hefur lokað dyrunum í átt að miðjunni. Fyrri formenn gættu þess hins vegar að halda þeim opnum. Í tengslum við landsfundinn létu formenn Samfylkingarinnar og VG þau orð falla að flokkarnir stefndu að framhaldi á samstarfinu eftir kosningar. Formaður VG sagði afdráttarlaust að flokkarnir ættu að vera saman í ríkisstjórn eða saman utan stjórnar. Þessi ummæli sýna að stjórnarflokkarnir ætla saman að skerpa skilin í hugmyndabaráttunni.Tveir ríkisstjórnarkostir? Í síðustu kosningum í Svíþjóð og Danmörku brenndu jafnaðarmannaflokkarnir sig verulega á bandalagi við sósíalíska systurflokka VG. Í Danmörku komust jafnaðarmenn að vísu til valda þrátt fyrir verstu úrslit í sögunni. Því réði mikill kosningasigur flokks á miðjunni. Hvorki þessi reynsla frá Norðurlöndunum né skoðanakannanir valda efa í Samfylkingunni um þéttara samstarf við VG. Þó að formaðurinn hafi fengið ótvíræðan stuðning við hugmyndir sínar innan flokksins bendir þó flest til að VG haldi málefnalegri forystu í ríkisstjórnarsamstarfinu. Skilaboðin frá landsfundi Samfylkingarinnar eru þau að næstu kosningar eigi að snúast um tvo skýra ríkisstjórnarkosti: Annars vegar um núverandi stjórnarflokka með viðbótarstuðningi Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar sem nú ver ríkisstjórnina vantrausti. Hins vegar um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Eftir að Ögmundur Jónasson missti flugið í átökunum um völdin í VG lítur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur í þá átt til samstarfs. Nýjar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna í skattamálum benda einnig til að vilji þeirra sé að skerpa skilin og láta kosningarnar snúast um þessa tvo ríkisstjórnarkosti. Uppistaðan í fylgi Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar er tilfærsla frá ríkisstjórnarflokkunum. Eigi að síður gæti sú sneið sem hann tekur frá stjórnarandstöðuflokkunum komið í veg fyrir að þeir næðu meirihluta þrátt fyrir afar veika stöðu ríkisstjórnarinnar.Aðild slegin af eða áfram í gíslingu VG? Nýtt pólitískt mynstur af þessu tagi gefur kjósendum vissulega skýrt val um ríkisstjórn. Í því ljósi er það áhugaverð nýlunda. Á hinn bóginn leysir það ekki þá gátu hvernig fara á með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Þessi nýja pólitíska staða er því ekki farvegur til lausnar á því stóra máli. Jóhanna Sigurðardóttir vakti réttilega athygli á því á landsfundinum að VG hefði ekki beitt áhrifum sínum til að stöðva aðildarumsóknina alfarið þó að það hefði tafið framgang hennar. Fyrir það vill formaðurinn að stuðningsmenn Samfylkingarinnar séu þakklátir. Í raunveruleikanum þýðir þetta þó að málið er í gíslingu VG. Einmitt sú staða hefur öðru fremur fært VG undirtökin í stjórnarsamstarfinu. VG hefur ekki upplýst hvort samkomulag flokkanna um aðildarumsóknina takmarkast við þetta kjörtímabil. Líklegt verður þó að telja að það haldi og verði óbreytt sem sameiginleg stefna ríkisstjórnarflokkanna í kosningunum. Fari svo verða málalok háð meiri óvissu á næsta kjörtímabili en þessu. Fjölmargir kjósendur vilja ljúka viðræðunum í fullri alvöru þegar best hentar íslenskum hagsmunum á næsta kjörtímabili. Sætta þeir sig við að kostirnir verði bara tveir: Að þetta stóra mál verði slegið af eða festist í gíslingu VG? Eru forystumenn í verkalýðshreyfingunni sáttir við það? Eru forystumenn í atvinnulífinu sáttir við það?
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun