Tiltektariðnaður Þórður Snær Júlíusson skrifar 1. nóvember 2011 06:00 Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni. Samkeppniseftirlitið hefur þær áhyggjur. Í nýlegri skýrslu þess er fjallað um „umsýsluvanda“, sem „endurspeglast í því að þeir sem starfa við að leysa úr vandamálunum hafa af því talsverðar tekjur og byggja lifibrauð sitt á því. Þrátt fyrir góðan ásetning vinna hagsmunir þeirra af tekjuöflun og atvinnuöryggi gegn hagsmunum samfélagsins af hraðri úrlausn“. Skilanefndir eru holdgervingar tiltektarinnar. Þær verða leystar upp fyrir áramót. Eftir munu standa slitastjórnir sem taka yfir hlutverk skilanefnda. Því verður formbreyting, ekki eðlisbreyting, á starfseminni. Kostnaður við rekstur skilanefnda og slitastjórna Landsbankans, Glitnis og Kaupþings var 19,8 milljarðar króna á árinu 2009. Hann var 20,5 milljarðar árið 2010 og 9,5 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samtals gera þetta 49,8 milljarða króna á tveimur og hálfu ári. Hjá þessum nefndum og stjórnum starfa nokkur hundruð manns. Meðallaun þeirra eru hátt í ein milljón króna á mánuði. Þar starfa margir færustu starfsmenn gömlu bankanna. Stærstur hluti kostnaðarins er vegna kaupa á utanaðkomandi þjónustu. Á henni hafa lögmenn og endurskoðendur malað gull. Þessar starfsstéttir, sem hjálpuðu oft til við að framkvæma viðskiptalegar ranghugmyndir fyrir bankahrun, hreinsa nú upp eftir þá sömu gerninga. Fjórar stærstu endurskoðunarskrifstofur landsins högnuðust um tæpa tvo milljarða króna árin 2009 og 2010. Stærstu lögfræðistofurnar hafa einnig hagnast um hundruð milljóna króna hver á því að þjónusta endurskipulagningariðnaðinn með vinstri en aðstoða kröfuhafa við að hámarka endurheimtur sínar með þeirri hægri. Innan nýju bankanna vinna nokkur hundruð manns við endurskipulagningu fyrirtækja, þjónustu við skilanefndir, Fjármála- og Samkeppniseftirlitið eða Umboðsmann skuldara vegna afleiðinga bankahrunsins. Öll þessi störf eru tímabundin. Margir fyrrverandi starfsmenn banka hafa stofnað ráðgjafarfyrirtæki eftir hrun. Þau vinna fyrir nýja fjármálakerfið við að búta í sundur þær viðskiptablokkir sem sömu starfsmenn tóku áður þátt í að byggja, eða vinna verðmat á fyrirtækjum sem þeir tóku áður þátt í að ofmeta. Auk þess virðist það henta sitjandi stjórnvöldum ágætlega að við séum föst í tiltektarfasanum. Þá geta þau áfram notað fortíðina sem afsökun fyrir skorti á framtíðarsýn. Tiltekt tekur tíma. Sérstaklega eftir svona mikið áfall. En miðað við þann tíma sem margir angar endurskipulagningarinnar hafa tekið, virðist sem töluvert sé til í greiningu Samkeppniseftirlitsins á röngum hvötum innan tiltektariðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni. Samkeppniseftirlitið hefur þær áhyggjur. Í nýlegri skýrslu þess er fjallað um „umsýsluvanda“, sem „endurspeglast í því að þeir sem starfa við að leysa úr vandamálunum hafa af því talsverðar tekjur og byggja lifibrauð sitt á því. Þrátt fyrir góðan ásetning vinna hagsmunir þeirra af tekjuöflun og atvinnuöryggi gegn hagsmunum samfélagsins af hraðri úrlausn“. Skilanefndir eru holdgervingar tiltektarinnar. Þær verða leystar upp fyrir áramót. Eftir munu standa slitastjórnir sem taka yfir hlutverk skilanefnda. Því verður formbreyting, ekki eðlisbreyting, á starfseminni. Kostnaður við rekstur skilanefnda og slitastjórna Landsbankans, Glitnis og Kaupþings var 19,8 milljarðar króna á árinu 2009. Hann var 20,5 milljarðar árið 2010 og 9,5 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samtals gera þetta 49,8 milljarða króna á tveimur og hálfu ári. Hjá þessum nefndum og stjórnum starfa nokkur hundruð manns. Meðallaun þeirra eru hátt í ein milljón króna á mánuði. Þar starfa margir færustu starfsmenn gömlu bankanna. Stærstur hluti kostnaðarins er vegna kaupa á utanaðkomandi þjónustu. Á henni hafa lögmenn og endurskoðendur malað gull. Þessar starfsstéttir, sem hjálpuðu oft til við að framkvæma viðskiptalegar ranghugmyndir fyrir bankahrun, hreinsa nú upp eftir þá sömu gerninga. Fjórar stærstu endurskoðunarskrifstofur landsins högnuðust um tæpa tvo milljarða króna árin 2009 og 2010. Stærstu lögfræðistofurnar hafa einnig hagnast um hundruð milljóna króna hver á því að þjónusta endurskipulagningariðnaðinn með vinstri en aðstoða kröfuhafa við að hámarka endurheimtur sínar með þeirri hægri. Innan nýju bankanna vinna nokkur hundruð manns við endurskipulagningu fyrirtækja, þjónustu við skilanefndir, Fjármála- og Samkeppniseftirlitið eða Umboðsmann skuldara vegna afleiðinga bankahrunsins. Öll þessi störf eru tímabundin. Margir fyrrverandi starfsmenn banka hafa stofnað ráðgjafarfyrirtæki eftir hrun. Þau vinna fyrir nýja fjármálakerfið við að búta í sundur þær viðskiptablokkir sem sömu starfsmenn tóku áður þátt í að byggja, eða vinna verðmat á fyrirtækjum sem þeir tóku áður þátt í að ofmeta. Auk þess virðist það henta sitjandi stjórnvöldum ágætlega að við séum föst í tiltektarfasanum. Þá geta þau áfram notað fortíðina sem afsökun fyrir skorti á framtíðarsýn. Tiltekt tekur tíma. Sérstaklega eftir svona mikið áfall. En miðað við þann tíma sem margir angar endurskipulagningarinnar hafa tekið, virðist sem töluvert sé til í greiningu Samkeppniseftirlitsins á röngum hvötum innan tiltektariðnaðarins.