Björgvin Páll gæti verið á leið undir hnífinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2011 08:30 Björgvin Páll gat ekki æft með landsliðinu í gær og gaf því ungum Seltirningum eiginhandaráritanir í staðinn. Mynd/Anton Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra. Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra.
Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira