Gósentíð og kreppa Jón Ormur Halldórsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum. Öfugt en líktAustan megin í heiminum er hins vegar mesta lífskjarabylting í sögu mannsins að eiga sér stað. En það gerir hún án mikilla pólitískra umræðna. Þegar kapítalismi er ræddur verður þetta eins og tal svangra manna yfir vínlista á veitingastað. Það er rætt um það sem á listanum er en ekki um að fara eitthvert annað. Það er auðvitað alls staðar masað en menn geta samt ferðast um alla Asíu og horft á heiminn breytast með undraverðum hraða án þess að heyra svo mikið sem eina frumlega hugmynd um pólitík eða efnahagsmál. Á milli austurs og vesturs er svo arabíska vorið sem milljónirnar þráðu á löngum vetri. Frelsið er sætt þar sem það fæst. Fátt er þó þarna um frjóanga og meira um gremju, fortíðarlegt þjark og vonleysi. Kapítalisminn berst varla í tal frekar en sólin og sandurinn. VoninLeiðtogi indverskra kommúnista var spurður að því fyrir fáum árum á mesta uppgangstíma hnattvædds kapítalisma, hvernig hann gæti haldið áfram að vera kommúnisti. Vegna þess, sagði hann, gamall maðurinn, að ég get ekki fengið mig til að trúa því að kapítalisminn sé síðasta orðið um skipan mannlegra samfélaga. Þetta hljómaði víst ekki vel fyrir trúaða kommúnista. En er þetta ekki svipað því sem lesa má úr hnattrænum mótmælum gegn kapítalisma þessa dagana? Menn eru á móti honum en eiga þó sjaldnast sannfærandi rök um öðru vísi kerfi. Rökin eru oftast um skárri kapítalisma, helst undir öðru nafni. NaívismiPólitískar hreyfingar sem hafa orðið til í kreppunni minna oft á naívisma. Það er ekki illa meint, naívismi ristir oft dýpra en þekkingarkerfi mannsins. Margar hreyfingar segjast heldur ekki vita að hverju skuli stefnt en að það þurfi hins vegar nýjar aðferðir við að komast að því. Að allt skuli gert fyrir opnum tjöldum er ekki niðurstaða í þjóðmálum en væri hins vegar ný aðferð í pólitík. Sumir segja að allt megi leysa með því að allar upplýsingar séu öllum alltaf aðgengilegar. Þess vegna skipti netið meira máli en allar heimsins kenningar. Hugmyndin heyrist víða. Hún er framlag samtímans og að sínu leyti róttæk en hún rekst þó fljótt á flókin stoðkerfi hagsmuna og kemur heldur ekki í staðinn fyrir kenningar um gott og vont í samfélaginu. VandinnUndan hverju er nú kvartað með kapítalismann? Það virðist einkum þrennt. Eitt er að afurðir fjármálakapítalisma síðari ára reyndust loftkenndar. Trúin á hillingarnar hans leiddi til eyðslu umfram efni og þetta festi fjölskyldur og þjóðir í skuldafjötra. Annað er að ójöfnuður hefur stórlega vaxið í flestum samfélögum þótt hann hafi raunar minnkað á milli landa, á heimsvísu, öfugt við það sem oft er sagt. Svo er það hernaðurinn gegn lífkerfi jarðar í þágu hagvaxtar og neyslu. VeruleikatengingTvennt af þessu er hægt að takast á við í pólitík. Fjármálakapítalismi síðustu ára er aðeins ný mynd kerfis sem á sér hinar ólíkustu birtingar. Menn þurfa ekki annað en að líta á muninn á milli landa eins og Svíþjóðar, Bandaríkjanna, Þýskalands, Singapore, Japan eða Bretlands til að sjá mjög ólíkar útgáfur kapítalismans. Fjármálaheimurinn sagði sig alveg frá veruleikanum víða um heim en þó fyrst og fremst í okkar heimshluta. Vesturlönd þurfa að tengja banka á ný við veruleika og atvinnulíf. Verkefnið er erfitt frekar en að það sé flókið. Krafan um þetta hlýtur að rísa um öll lönd því stemming dagsins með skrítin skuldabréf má ekki halda heiminum í gíslingu. ÓjöfnuðurHeimsvæðingunni fylgir aukinn ójöfnuður í ríkari samfélögum. Þetta er vegna þess að þeir sem kunna flókna hluti eignast heiminn að markaði um leið og þeir sem vinna einfaldari störf lenda í samkeppni við láglaunafólk allra landa. Með sköttum og velferðarkerfi eins og í Norður-Evrópu má jafna muninn. Það er rangt að heimsvæðingin meini þjóðum að hafa háa skatta. Norræn ríki og Þýskaland, löndin sem hvað best standa sig í hnattvæddum heimi, eru með hæstu skattana. NeysluhyggjanÞað var neysluhyggjan sem sigraði heiminn. Þessi kerfisbundna leit að þrám sem lina má með varningi. Kapítalisminn vann af því að hann gerði alla neysluna mögulega. Nú í miðri heimskreppu eru flestar þjóðir ríkari en nokkru sinni. Þær fáu sem eru það ekki eru stutt frá sínu hámarki. Vesturlönd stynja þó undan kreppu. Allt snýst um að auka neyslu á ný en ekki um að endurskoða hana. Neysluhyggjan er alþjóðleg hugmyndafræði okkar tíma. Hún knýr kapítalismann og þarf skoðunar við, ekki síður en hann. Þó ekki væri nema út af plánetunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum. Öfugt en líktAustan megin í heiminum er hins vegar mesta lífskjarabylting í sögu mannsins að eiga sér stað. En það gerir hún án mikilla pólitískra umræðna. Þegar kapítalismi er ræddur verður þetta eins og tal svangra manna yfir vínlista á veitingastað. Það er rætt um það sem á listanum er en ekki um að fara eitthvert annað. Það er auðvitað alls staðar masað en menn geta samt ferðast um alla Asíu og horft á heiminn breytast með undraverðum hraða án þess að heyra svo mikið sem eina frumlega hugmynd um pólitík eða efnahagsmál. Á milli austurs og vesturs er svo arabíska vorið sem milljónirnar þráðu á löngum vetri. Frelsið er sætt þar sem það fæst. Fátt er þó þarna um frjóanga og meira um gremju, fortíðarlegt þjark og vonleysi. Kapítalisminn berst varla í tal frekar en sólin og sandurinn. VoninLeiðtogi indverskra kommúnista var spurður að því fyrir fáum árum á mesta uppgangstíma hnattvædds kapítalisma, hvernig hann gæti haldið áfram að vera kommúnisti. Vegna þess, sagði hann, gamall maðurinn, að ég get ekki fengið mig til að trúa því að kapítalisminn sé síðasta orðið um skipan mannlegra samfélaga. Þetta hljómaði víst ekki vel fyrir trúaða kommúnista. En er þetta ekki svipað því sem lesa má úr hnattrænum mótmælum gegn kapítalisma þessa dagana? Menn eru á móti honum en eiga þó sjaldnast sannfærandi rök um öðru vísi kerfi. Rökin eru oftast um skárri kapítalisma, helst undir öðru nafni. NaívismiPólitískar hreyfingar sem hafa orðið til í kreppunni minna oft á naívisma. Það er ekki illa meint, naívismi ristir oft dýpra en þekkingarkerfi mannsins. Margar hreyfingar segjast heldur ekki vita að hverju skuli stefnt en að það þurfi hins vegar nýjar aðferðir við að komast að því. Að allt skuli gert fyrir opnum tjöldum er ekki niðurstaða í þjóðmálum en væri hins vegar ný aðferð í pólitík. Sumir segja að allt megi leysa með því að allar upplýsingar séu öllum alltaf aðgengilegar. Þess vegna skipti netið meira máli en allar heimsins kenningar. Hugmyndin heyrist víða. Hún er framlag samtímans og að sínu leyti róttæk en hún rekst þó fljótt á flókin stoðkerfi hagsmuna og kemur heldur ekki í staðinn fyrir kenningar um gott og vont í samfélaginu. VandinnUndan hverju er nú kvartað með kapítalismann? Það virðist einkum þrennt. Eitt er að afurðir fjármálakapítalisma síðari ára reyndust loftkenndar. Trúin á hillingarnar hans leiddi til eyðslu umfram efni og þetta festi fjölskyldur og þjóðir í skuldafjötra. Annað er að ójöfnuður hefur stórlega vaxið í flestum samfélögum þótt hann hafi raunar minnkað á milli landa, á heimsvísu, öfugt við það sem oft er sagt. Svo er það hernaðurinn gegn lífkerfi jarðar í þágu hagvaxtar og neyslu. VeruleikatengingTvennt af þessu er hægt að takast á við í pólitík. Fjármálakapítalismi síðustu ára er aðeins ný mynd kerfis sem á sér hinar ólíkustu birtingar. Menn þurfa ekki annað en að líta á muninn á milli landa eins og Svíþjóðar, Bandaríkjanna, Þýskalands, Singapore, Japan eða Bretlands til að sjá mjög ólíkar útgáfur kapítalismans. Fjármálaheimurinn sagði sig alveg frá veruleikanum víða um heim en þó fyrst og fremst í okkar heimshluta. Vesturlönd þurfa að tengja banka á ný við veruleika og atvinnulíf. Verkefnið er erfitt frekar en að það sé flókið. Krafan um þetta hlýtur að rísa um öll lönd því stemming dagsins með skrítin skuldabréf má ekki halda heiminum í gíslingu. ÓjöfnuðurHeimsvæðingunni fylgir aukinn ójöfnuður í ríkari samfélögum. Þetta er vegna þess að þeir sem kunna flókna hluti eignast heiminn að markaði um leið og þeir sem vinna einfaldari störf lenda í samkeppni við láglaunafólk allra landa. Með sköttum og velferðarkerfi eins og í Norður-Evrópu má jafna muninn. Það er rangt að heimsvæðingin meini þjóðum að hafa háa skatta. Norræn ríki og Þýskaland, löndin sem hvað best standa sig í hnattvæddum heimi, eru með hæstu skattana. NeysluhyggjanÞað var neysluhyggjan sem sigraði heiminn. Þessi kerfisbundna leit að þrám sem lina má með varningi. Kapítalisminn vann af því að hann gerði alla neysluna mögulega. Nú í miðri heimskreppu eru flestar þjóðir ríkari en nokkru sinni. Þær fáu sem eru það ekki eru stutt frá sínu hámarki. Vesturlönd stynja þó undan kreppu. Allt snýst um að auka neyslu á ný en ekki um að endurskoða hana. Neysluhyggjan er alþjóðleg hugmyndafræði okkar tíma. Hún knýr kapítalismann og þarf skoðunar við, ekki síður en hann. Þó ekki væri nema út af plánetunni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun