Upp á yfirborðið 10. nóvember 2011 10:00 Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan. Gísli Pálmi kemur fram á Gauknum á laugardagskvöld. „Ég er nokkuð góður, í toppmálum," segir rapparinn Gísli Pálmi, nývaknaður þegar Popp náði í hann. Gísli kemur fram á Gauki á Stöng á laugardagskvöld, en tónleikarnir eru þeir fyrstu sem hann stendur fyrir. Hann kom í fyrsta skipti fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í október og fékk frábærar viðtökur áhorfenda, sem virtust hafa legið yfir myndböndum hans, enda röppuðu þeir með hverju orði. „Það er ótrúlegt. Fólk kann lögin, orð fyrir orð," segir Gísli. Hann segir tónleikana á laugardagskvöld verða alvöru og að fólk megi búast við góðri hipphoppstemningu. „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að gera þetta og ég er glaður að við kýldum á það. Ég sá að það er eftirspurn eftir því. Það er búinn að vera mikill hiti fyrir tónleikum." Gísli kom fram á Prikinu um síðustu helgi og var staðurinn troðfullur. Miklu fleiri komast að á Gauknum og Gísli er spenntur. Húsið opnar klukkan 22 og það kostar þúsund kall inn. Fleiri lög eru væntanleg frá Gísla, sem notar Youtube til að koma tónlist sinni á framfæri í formi myndbanda sem hann framleiðir sjálfur með vinum sínum. Spurður út í framtíðina segist Gísli ætla að halda áfram að harka út myndböndum, enda hafa viðtökurnar farið fram úr vonum hans. „Ég vissi kannski ekki að fólk myndi taka svona í tónlistina, en ég vissi af hvaða kaliberi hún er. Ég veit alveg hvað ég er að gera." Harmageddon Tónlist Mest lesið Ætlaði að drepa Dave Grohl Harmageddon Aðeins einn frambjóðandi með X 977 húðflúr Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Sannleikurinn: Nýkrýnd Ungfrú Ísland fegin að vera laus við þessar tæfur Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon
Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan. Gísli Pálmi kemur fram á Gauknum á laugardagskvöld. „Ég er nokkuð góður, í toppmálum," segir rapparinn Gísli Pálmi, nývaknaður þegar Popp náði í hann. Gísli kemur fram á Gauki á Stöng á laugardagskvöld, en tónleikarnir eru þeir fyrstu sem hann stendur fyrir. Hann kom í fyrsta skipti fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í október og fékk frábærar viðtökur áhorfenda, sem virtust hafa legið yfir myndböndum hans, enda röppuðu þeir með hverju orði. „Það er ótrúlegt. Fólk kann lögin, orð fyrir orð," segir Gísli. Hann segir tónleikana á laugardagskvöld verða alvöru og að fólk megi búast við góðri hipphoppstemningu. „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að gera þetta og ég er glaður að við kýldum á það. Ég sá að það er eftirspurn eftir því. Það er búinn að vera mikill hiti fyrir tónleikum." Gísli kom fram á Prikinu um síðustu helgi og var staðurinn troðfullur. Miklu fleiri komast að á Gauknum og Gísli er spenntur. Húsið opnar klukkan 22 og það kostar þúsund kall inn. Fleiri lög eru væntanleg frá Gísla, sem notar Youtube til að koma tónlist sinni á framfæri í formi myndbanda sem hann framleiðir sjálfur með vinum sínum. Spurður út í framtíðina segist Gísli ætla að halda áfram að harka út myndböndum, enda hafa viðtökurnar farið fram úr vonum hans. „Ég vissi kannski ekki að fólk myndi taka svona í tónlistina, en ég vissi af hvaða kaliberi hún er. Ég veit alveg hvað ég er að gera."
Harmageddon Tónlist Mest lesið Ætlaði að drepa Dave Grohl Harmageddon Aðeins einn frambjóðandi með X 977 húðflúr Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Sannleikurinn: Nýkrýnd Ungfrú Ísland fegin að vera laus við þessar tæfur Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon