Boðskapur erkibiskups Þorsteinn Pálsson skrifar 12. nóvember 2011 06:00 „Í ljósi breytinga á markmiði um nafnvöxt útgjalda gætu endanleg fjárlög falið í sér meiri útgjöld en felast í frumvarpinu eða að verr muni ganga að ná markmiði frumvarpsins um aðhald í rekstri. Hver endanleg afkoma verður og hvaða áhrif hún mun hafa á skuldsetningu hins opinbera er því háð töluverðri óvissu. Verði slakinn í ríkisfjármálum meiri en felst í grunnspánni gæti innlend eftirspurn orðið eitthvað sterkari til skemmri tíma en nú er spáð. Á móti er hætt við að aukinn halli geti þrýst upp innlendu vaxtastigi og þannig rutt í burtu fjárfestingaráformum einkaaðila. Fjármögnunarkostnaður hins opinbera yrði jafnframt meiri, sérstaklega ef áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs færi að hækka á ný. Þrýstingur á gengi krónunnar gæti því aukist og þar með hætta á meiri verðbólgu sem myndi að öðru óbreyttu kalla á meira peningalegt aðhald. Efnahagsbatinn gæti því orðið hægari sem að öðru óbreyttu myndi grafa undan forsendunni fyrir sjálfbærni opinberra skulda.“ Þetta er ekki tilvitnun í oddvita stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd. Kaflinn er heldur ekki úr ræðu forseta ASÍ eða textum talsmanna Samtaka atvinnulífsins. Hér er á ferðinni rúmlega vikugömul aðvörun bankastjóra Seðlabankans í ritinu Peningamálum. Hennar hefur að litlu verið getið þó að efni hafi staðið til annars. Þegar Jóhannes Nordal lét álit sitt í ljós á viðsjárverðum tímum var því bæði í kerskni og alvöru jafnað við erkibiskups boðskap. Engum gat þá dulist að bregðast þurfti við. Á stuttum ferli hefur núverandi seðlabankastjóri skiljanlega ekki náð viðlíka áhrifum. En ríkisstjórnin hefur þó ekki ástæðu til að ætla að hann mæli af óheilindum í hennar garð.Fjármálareglan sprungin Seðlabankinn rifjar upp að á síðasta ári setti ríkisstjórnin sérstaka fjármálareglu. Tilgangur hennar var að setja þak á nafnvöxt ríkisútgjalda. Þetta var merkileg og ábyrg ákvörðun. En nú aðeins ári síðar er ríkisstjórnin sprungin á ætlunarverkinu. Seðlabankastjóra hefur því þótt rétt að senda út sterka viðvörun. Aðvörunin er að sönnu ekki spá. En af henni verður þó ekki dregin önnur ályktun en að hætta sé á að illa geti farið að öllu óbreyttu. Vænleg framtíð þjóðarinnar byggist hins vegar á því að menn hugsi sinn gang og velji nýja leið framhjá hættusvæðinu. Boðskapurinn úr Seðlabankanum segir að þjóðarbúskapurinn sé nærri því að sogast inn í gamalkunnan vítahring. Hringrásin er þessi: Veruleg hætta er á of miklum halla á ríkissjóði. Það kallar á hækkun vaxta. Fari svo minnka möguleikar atvinnufyrirtækjanna til að auka fjárfestingu. Lántökukostnaður ríkisins vex. Gengi krónunnar lætur undan síga þrátt fyrir höftin. Sú hlið sem snýr að almenningi er þessi: Nýju atvinnutækifærin koma ekki. Velferðin skerðist. Verðbólgan étur upp launin. Húsnæðislánavandinn vex. Með öðrum orðum: Efnahagsbatinn verður hægari en vera þyrfti. Það grefur undan möguleikum Íslands til að standa undir erlendum skuldum.Sjálfumgleði Það merkilega er að þessi hvassa aðvörun hefur engin áhrif haft á stjórnmálaumræðuna sem í vaxandi mæli einkennist af ótrúlegri sjálfumgleði. Annars vegar láta menn eins og Ísland hafi gert allt rétt meðan aðrir gerðu allt vitlaust. Hins vegar hlakkar í mönnum vegna skuldavanda nokkurra ríkja sem nú skekur efnahagslíf Evrópu. Myndin sem dregin er upp sýnir Ísland í skjóli meðan önnur ríki Evrópu brenna. Það er falsmynd. Veruleikinn er sá að hér voru gerð alvarleg mistök, sérstaklega í stjórn peningamála, rétt eins og í Grikklandi, á Írlandi og Ítalíu. Verðbólgan á Íslandi frá 2006 er áttföld á við Írland. Mánuðina fyrir hrun komu seðlabankamenn bónleiðir og ráðalausir til búðar eftir fundi austan hafs og vestan. Þeim tókst ekki að bjarga krónunni. Eftir hrunið fékkst aðstoð nokkurra Evrópusambandsríkja á vegum AGS með ströngum skilyrðum um aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum. Við höfum því hvorki efni á að hneykslast á þeim ríkjum sem biðja um hjálp né hinum sem aðstoð veita og binda hana skilyrðum. Neyðarlögin og samstarfið við AGS voru rétt viðbrögð sem skiluðu árangri, en þó ekki þeim sem að var stefnt af því að þeim var ekki nægjanlega vel fylgt eftir. Það eru því hrapalleg mistök að gefa tauminn lausan á ný. Þeir sem það gera loka augunum fyrir því hvar Ísland er statt. Hinir sem fyllast sjálfumgleði og vandlætingu gagnvart samstarfi þeirra þjóða sem nú glíma við sama vanda eru líka meðvitundarlausir um stöðu Íslands. Skuldakreppan í heiminum verður aðeins leyst með alþjóðlegu samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
„Í ljósi breytinga á markmiði um nafnvöxt útgjalda gætu endanleg fjárlög falið í sér meiri útgjöld en felast í frumvarpinu eða að verr muni ganga að ná markmiði frumvarpsins um aðhald í rekstri. Hver endanleg afkoma verður og hvaða áhrif hún mun hafa á skuldsetningu hins opinbera er því háð töluverðri óvissu. Verði slakinn í ríkisfjármálum meiri en felst í grunnspánni gæti innlend eftirspurn orðið eitthvað sterkari til skemmri tíma en nú er spáð. Á móti er hætt við að aukinn halli geti þrýst upp innlendu vaxtastigi og þannig rutt í burtu fjárfestingaráformum einkaaðila. Fjármögnunarkostnaður hins opinbera yrði jafnframt meiri, sérstaklega ef áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs færi að hækka á ný. Þrýstingur á gengi krónunnar gæti því aukist og þar með hætta á meiri verðbólgu sem myndi að öðru óbreyttu kalla á meira peningalegt aðhald. Efnahagsbatinn gæti því orðið hægari sem að öðru óbreyttu myndi grafa undan forsendunni fyrir sjálfbærni opinberra skulda.“ Þetta er ekki tilvitnun í oddvita stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd. Kaflinn er heldur ekki úr ræðu forseta ASÍ eða textum talsmanna Samtaka atvinnulífsins. Hér er á ferðinni rúmlega vikugömul aðvörun bankastjóra Seðlabankans í ritinu Peningamálum. Hennar hefur að litlu verið getið þó að efni hafi staðið til annars. Þegar Jóhannes Nordal lét álit sitt í ljós á viðsjárverðum tímum var því bæði í kerskni og alvöru jafnað við erkibiskups boðskap. Engum gat þá dulist að bregðast þurfti við. Á stuttum ferli hefur núverandi seðlabankastjóri skiljanlega ekki náð viðlíka áhrifum. En ríkisstjórnin hefur þó ekki ástæðu til að ætla að hann mæli af óheilindum í hennar garð.Fjármálareglan sprungin Seðlabankinn rifjar upp að á síðasta ári setti ríkisstjórnin sérstaka fjármálareglu. Tilgangur hennar var að setja þak á nafnvöxt ríkisútgjalda. Þetta var merkileg og ábyrg ákvörðun. En nú aðeins ári síðar er ríkisstjórnin sprungin á ætlunarverkinu. Seðlabankastjóra hefur því þótt rétt að senda út sterka viðvörun. Aðvörunin er að sönnu ekki spá. En af henni verður þó ekki dregin önnur ályktun en að hætta sé á að illa geti farið að öllu óbreyttu. Vænleg framtíð þjóðarinnar byggist hins vegar á því að menn hugsi sinn gang og velji nýja leið framhjá hættusvæðinu. Boðskapurinn úr Seðlabankanum segir að þjóðarbúskapurinn sé nærri því að sogast inn í gamalkunnan vítahring. Hringrásin er þessi: Veruleg hætta er á of miklum halla á ríkissjóði. Það kallar á hækkun vaxta. Fari svo minnka möguleikar atvinnufyrirtækjanna til að auka fjárfestingu. Lántökukostnaður ríkisins vex. Gengi krónunnar lætur undan síga þrátt fyrir höftin. Sú hlið sem snýr að almenningi er þessi: Nýju atvinnutækifærin koma ekki. Velferðin skerðist. Verðbólgan étur upp launin. Húsnæðislánavandinn vex. Með öðrum orðum: Efnahagsbatinn verður hægari en vera þyrfti. Það grefur undan möguleikum Íslands til að standa undir erlendum skuldum.Sjálfumgleði Það merkilega er að þessi hvassa aðvörun hefur engin áhrif haft á stjórnmálaumræðuna sem í vaxandi mæli einkennist af ótrúlegri sjálfumgleði. Annars vegar láta menn eins og Ísland hafi gert allt rétt meðan aðrir gerðu allt vitlaust. Hins vegar hlakkar í mönnum vegna skuldavanda nokkurra ríkja sem nú skekur efnahagslíf Evrópu. Myndin sem dregin er upp sýnir Ísland í skjóli meðan önnur ríki Evrópu brenna. Það er falsmynd. Veruleikinn er sá að hér voru gerð alvarleg mistök, sérstaklega í stjórn peningamála, rétt eins og í Grikklandi, á Írlandi og Ítalíu. Verðbólgan á Íslandi frá 2006 er áttföld á við Írland. Mánuðina fyrir hrun komu seðlabankamenn bónleiðir og ráðalausir til búðar eftir fundi austan hafs og vestan. Þeim tókst ekki að bjarga krónunni. Eftir hrunið fékkst aðstoð nokkurra Evrópusambandsríkja á vegum AGS með ströngum skilyrðum um aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum. Við höfum því hvorki efni á að hneykslast á þeim ríkjum sem biðja um hjálp né hinum sem aðstoð veita og binda hana skilyrðum. Neyðarlögin og samstarfið við AGS voru rétt viðbrögð sem skiluðu árangri, en þó ekki þeim sem að var stefnt af því að þeim var ekki nægjanlega vel fylgt eftir. Það eru því hrapalleg mistök að gefa tauminn lausan á ný. Þeir sem það gera loka augunum fyrir því hvar Ísland er statt. Hinir sem fyllast sjálfumgleði og vandlætingu gagnvart samstarfi þeirra þjóða sem nú glíma við sama vanda eru líka meðvitundarlausir um stöðu Íslands. Skuldakreppan í heiminum verður aðeins leyst með alþjóðlegu samstarfi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun