Gilsbakkaþula 1. nóvember 2011 00:01 Kátt er á jólunum, koma þau senn, - þá munu upp líta Gilsbakkamenn, upp munu þeir líta og undra það mest, úti sjái þeir stúlku og blesóttan hest, úti sjái þeir stúlku, sem um talað varð: "Það sé ég hér ríður hún Guðrún mín um garð, það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim." Út kemur hann góði Þórður einn með þeim, út kemur hann góði Þórður allra fyrst, hann hefur fyrri Guðrúnu kysst hann hefur fyrri gefið henni brauð - tekur hana af baki, svo tapar hún nauð, tekur hana af baki og ber hana inn í bæ. "Kom þú sæl og blessuð" segir hann æ. "Kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn, kannski þú sjáir hann afa þinn, kannski þú sjáir hann afa og ömmu þína hjá, þínar fjórar systur og bræðurna þrjá, þínar fjórar systur fagna þér best; af skal ég spretta og fóðra þinn hest, af skal ég spretta reiðtygjum þín; leiðið þér inn stúlkuna, Sigríður mín, leiðið þér inn stúlkuna og setjið hana í sess" "Já" segir Sigríður, "fús er ég til þess;" "Já" segir Sigríður - kyssir hún fljóð - "rektu þig ekki í veggina, systir mín góð, rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér." Koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer; koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð. - þar situr fólkið við tedrykkjuborð, þar situr fólkið og drekkur svo glatt, fremst situr hann afi með parrukk og hatt, fremst situr hann afi og ansar um sinn: "Kom þú sæl, dóttir mín, velkomin inn, kom þú sæl, dóttir mín, sittu hjá mér, - nú er uppi teið og bagalega fer, nú er uppi teið, en ráð er við því, ég skal láta hita það aftur á ný, ég skal láta helst vegna þín, - heilsaðu öllu fólkinu, kindin mín. heilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt." Kyssir hún á hönd sína og þá er hún nett, kyssir hún á hönd sína og heilsar án móðs; allir í húsinu óska henni góðs, allir í húsinu þegar í stað taka til að gleðja hana, satt er það, taka til að gleðja hana, ganga svo inn. Guðný og Rósa með teketilinn, Guðný og Rósa með glóðarker. Ansar hann afi: "Nú líkar mé;" ansar hann afi við yngri Jón þá: "Taktu ofan bollana og skenktu þar á, taktu ofan bollana og gáðu að því, sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í, sparaðu ekki sykrið því það hef ég til, allt vil ég gera Guðrúnu í vil, allt vil ég gera fyrir það fljóð; langar þig í sýrópið, dóttir mín góð? langar þig í sýrópið?" afi kvað. Æi ja ja, dáindi þykir mér það. Æi ja ja, daindi þykir mér te" "Má bjóða þér mjólkina?" - "Meir en svo sé" "Má bjóða þér mjólkina? Bíð þú þá við. Sæktu fram rjóma í trogshornið, sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst, - vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst, vertu ekki lengi, því nú liggur á." Jón fer að skenkja á bollana þá, Jón fer að skenkja, ekki er það spé, sírópið, mjólkina, sykur og te, sírópið, mjólkina, sýpur hún á; sætt mun það vera. "Smakkið þið á." Sætt mun það vera, sýpur hún af lyst, þangað til ketillinn allt hefur misst, þangað til ketillinn þurr er í grunn, þakkar hún fyrir með hendi og munn, þakkar hún fyrir og þykist nú hress. "Sittu nokkuð lengur til samlætis. sittu nokkuð lengur, sú er mín bón" Kallar hann afi á eldra Jón, kallar hann afi: "Kom þú til mín, - sæktu ofan í kjallara messuvín, sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð, ég ætla að veita henni, svo hún verði glöð, ég ætla að veita henni vel um stund." Brátt kemur Jón á föður síns fund, brátt kemur Jón með brennivínsglas, þrífur hann staupið, þó það sé mas, þrífur hann staupið og steypir þar á; til er henni drukkið og teygar hún þá, til er henni drukkið ýmislegt öl, glösin og skálarnar skerða hennar böl, glösin og skálarnar ganga um kring, gaman er að koma á svoddan þing, - gaman er að koma þar Guðný ber ljósið í húsið, þá húmið að fer. Ljósið í húsið logar svo glatt, amma gefur brauðið, og er það satt, amma gefur brauðið og ostinn við; Margrét er að skemmta að söngvara sið, Margrét er að skemmta, það er henni sýnt, - þá kemur Markús og dansar svo fínt, þá kemur Markús í máldrykkjulok, leikur hann fyrir með latínusprok, leikur hann fyrir með lystugt þel - Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel. Eftir Kolbeinn þorsteinsson (1760) Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Svona gerirðu graflax Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Ný jólakúla komin Jól Að eiga gleðileg jól Jól Viðheldur týndri hefð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól
Kátt er á jólunum, koma þau senn, - þá munu upp líta Gilsbakkamenn, upp munu þeir líta og undra það mest, úti sjái þeir stúlku og blesóttan hest, úti sjái þeir stúlku, sem um talað varð: "Það sé ég hér ríður hún Guðrún mín um garð, það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim." Út kemur hann góði Þórður einn með þeim, út kemur hann góði Þórður allra fyrst, hann hefur fyrri Guðrúnu kysst hann hefur fyrri gefið henni brauð - tekur hana af baki, svo tapar hún nauð, tekur hana af baki og ber hana inn í bæ. "Kom þú sæl og blessuð" segir hann æ. "Kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn, kannski þú sjáir hann afa þinn, kannski þú sjáir hann afa og ömmu þína hjá, þínar fjórar systur og bræðurna þrjá, þínar fjórar systur fagna þér best; af skal ég spretta og fóðra þinn hest, af skal ég spretta reiðtygjum þín; leiðið þér inn stúlkuna, Sigríður mín, leiðið þér inn stúlkuna og setjið hana í sess" "Já" segir Sigríður, "fús er ég til þess;" "Já" segir Sigríður - kyssir hún fljóð - "rektu þig ekki í veggina, systir mín góð, rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér." Koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer; koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð. - þar situr fólkið við tedrykkjuborð, þar situr fólkið og drekkur svo glatt, fremst situr hann afi með parrukk og hatt, fremst situr hann afi og ansar um sinn: "Kom þú sæl, dóttir mín, velkomin inn, kom þú sæl, dóttir mín, sittu hjá mér, - nú er uppi teið og bagalega fer, nú er uppi teið, en ráð er við því, ég skal láta hita það aftur á ný, ég skal láta helst vegna þín, - heilsaðu öllu fólkinu, kindin mín. heilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt." Kyssir hún á hönd sína og þá er hún nett, kyssir hún á hönd sína og heilsar án móðs; allir í húsinu óska henni góðs, allir í húsinu þegar í stað taka til að gleðja hana, satt er það, taka til að gleðja hana, ganga svo inn. Guðný og Rósa með teketilinn, Guðný og Rósa með glóðarker. Ansar hann afi: "Nú líkar mé;" ansar hann afi við yngri Jón þá: "Taktu ofan bollana og skenktu þar á, taktu ofan bollana og gáðu að því, sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í, sparaðu ekki sykrið því það hef ég til, allt vil ég gera Guðrúnu í vil, allt vil ég gera fyrir það fljóð; langar þig í sýrópið, dóttir mín góð? langar þig í sýrópið?" afi kvað. Æi ja ja, dáindi þykir mér það. Æi ja ja, daindi þykir mér te" "Má bjóða þér mjólkina?" - "Meir en svo sé" "Má bjóða þér mjólkina? Bíð þú þá við. Sæktu fram rjóma í trogshornið, sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst, - vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst, vertu ekki lengi, því nú liggur á." Jón fer að skenkja á bollana þá, Jón fer að skenkja, ekki er það spé, sírópið, mjólkina, sykur og te, sírópið, mjólkina, sýpur hún á; sætt mun það vera. "Smakkið þið á." Sætt mun það vera, sýpur hún af lyst, þangað til ketillinn allt hefur misst, þangað til ketillinn þurr er í grunn, þakkar hún fyrir með hendi og munn, þakkar hún fyrir og þykist nú hress. "Sittu nokkuð lengur til samlætis. sittu nokkuð lengur, sú er mín bón" Kallar hann afi á eldra Jón, kallar hann afi: "Kom þú til mín, - sæktu ofan í kjallara messuvín, sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð, ég ætla að veita henni, svo hún verði glöð, ég ætla að veita henni vel um stund." Brátt kemur Jón á föður síns fund, brátt kemur Jón með brennivínsglas, þrífur hann staupið, þó það sé mas, þrífur hann staupið og steypir þar á; til er henni drukkið og teygar hún þá, til er henni drukkið ýmislegt öl, glösin og skálarnar skerða hennar böl, glösin og skálarnar ganga um kring, gaman er að koma á svoddan þing, - gaman er að koma þar Guðný ber ljósið í húsið, þá húmið að fer. Ljósið í húsið logar svo glatt, amma gefur brauðið, og er það satt, amma gefur brauðið og ostinn við; Margrét er að skemmta að söngvara sið, Margrét er að skemmta, það er henni sýnt, - þá kemur Markús og dansar svo fínt, þá kemur Markús í máldrykkjulok, leikur hann fyrir með latínusprok, leikur hann fyrir með lystugt þel - Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel. Eftir Kolbeinn þorsteinsson (1760)
Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Svona gerirðu graflax Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Ný jólakúla komin Jól Að eiga gleðileg jól Jól Viðheldur týndri hefð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól